Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 23

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 23
 íþróttasamband (slands er fjöl- mennustu félagasamtök á (slandi. Félagar í íþróttahreyfingunni eru nú rösklega 80 þúsund talsins, og segja má aö íþróttastarfið tengist beint eða óbeint hverri einustu fjölskyldu í landinu. Það gefur því auga leið að starf forseta (Sí er hið vandasamasta. Sem dæmi um þróunina á undan- förnum tuttugu árum má nefna að ár- ið 1960 var talið að iðkendur íþrótta á íslandi væri um 20 þúsund, en árið 1980 voru þeir orðnir yfir 80 þúsund. íþróttafélög í landinu eru nú um 280 talsins, héraðssamböndin eru 27 og sérsamböndin 17. HeiðrekurGuðmundsson, skáld, er fæddur 5. september árið 1910 á Sandi í Aðaldal, S.-Þing. Foreldrar hans voru Guðmundur Friðjónsson, bóndi og skáld og kona hans Guðrún Lilja Oddsdóttir. Heiðrekur fluttist til Akureyrar 1940 og hefur búið þar síðan. Hann hefur bæði stundað verkamanna- og verslunarstörf og unnið að félagsmálum. Á 34 ára skáldferli Heiðreks hafa komið út eftir hann 6 bækur; hin fyrsta, Arfur öreiganna, 1947, Af heiðarbrún 1950, Vordraumur og vetrarkvíði 1958, Mannheimar 1966, Langferðir 1972 og hin síðasta, Skil- dagur kom út 1979. brotum og hugleiðingum. Hann var alltaf að bera í steina og kletta og fór I makindalega að öllu. Hann sníkti sér mat á bæjunum og gisti í hlöðum og I fjárhúsum. Á þessu ferðalagi var hann vikum og mánuðum saman, alltaf að leita að gæfunni. En hún virtist ekki vera auðfundin. — Það er víst lítið um tröll hérna, hugsaði Pétur og lagðist út af til að hvíla sig. Dagleiðirnar voru 3 ekki langar hjá honum. — Það er ekki vert að flýta sér um of eða leita langt I yfirskammt. Loksins var hann kominnn inn í þröngan og Ijótan dal en standberg voru á I allar hliðar. Nú eða aldrei, hugsaði Pétur, og barði og barði í klettana og ) hlustaði og hlustaði. Hérna hlýtur það að vera. Jú, þarna heyrðist honum I vera holt innifyrir og heyrði hann ekki rumsk og umgang? Jú, loksins, þarna hafði hann svo að segja gripið gæfuna með báðum höndum, hugsaði hann. En í sama bili fann hann, að það var gripið óþyrmilega í jakkakragann hans: ,,Hvað vilt þú, þefarinn þinn, sem ert að káfa á bæjarþilinu hjá mér?“ I spurði tröll, sem var svo ægilega stórt og gamalt, að það hlutu að vera liðin þrjú hundruð ár síðan það fæddist. Pétur gat ekki stunið upp nokkru orði, svo hræddur varð hann. Og nú komu stór og lítil tröll út úr klettunum allt í kring, og sum voru með eitt höfuð og sum með tvö. Já, það mátti nú segja, að hann hefði fundið gæfuna greyið hann Pétur, hann riðaði á fótunum og tennurnar glömruðu í túlanum á honum, svo mikið skalf hann. Mikill voði var að sjá þetta. Gamla tröllið greip hann og fleygði honum upp á öxlina á sér, þrammaði með hann upp í brekku ;] og batt hann þar við staur. „Hérna skaltu dúsa, þangað til við höfum ákveðið hvað við gerum við ; þig,“ sagði tröllið og skálmaði svo niður brekkuna aftur, ægilega hjólbein- ! ótt. En einmitt á þessari sömu stundu stóð Lárus í hesthúsinu kóngsins og var I að kemba hestunum. Þá kom ofurlítill dvergur með skotthúfu út úr hálm- bingnum og skríkti: „Gullið mitt, gullið mitt! Nú verðurðu að fara og hjálpa honum bróður þínum, skilurðu það. Hann er í mestu lífshættu." ,,Hvað amar að honum?" spurði stallmeistarinn. ,,Það eru tröllin, það eru tröllin," tísti dvergurinn og svo hvarf hann aftur inn í hálmbinginn. Honum var víst nauðugur einn kostur. Lárus fór til kóngsins og bað hann | um að gefa sér frí í nokkra daga. Hann yrði að fara og hjálpa bróður sínum, sem væri í tröllahöndum. Kóngurinn var allra besti maður og sagði já undir eins og léði Lárusi besta hestinn sinn. Þegar hann hafði riðið góðan spöl tók hann upp nestið sitt og fór að borða. Þá kom refur sem læddist á tánum fram úr urðarholti við veginn. „Blessaður gefðu mér svolítinn matarbita," sagði refurinn. „Mér veitir nú varla af matnum mínum sjálfum," sagði Lárus, ,,því að ég á ; langa leið fyrir höndum. En illa er mér við að setja þig alveg hjá, Rebbi minn.“ Og svo fékk refurinn kjötbein að naga. „Þakka þér fyrir mig," sagði refurinn, „og nú skal ég vísa þér til vegar." Þegar þeir höfðu farið langa leið sáu þeir geitung, sem lá afvelta í götunni oggat enga björg sér veitt, en emjaði og skrækti af kvölum, og var að stikna j úrhita. ,,Æ, góði, besti, hjálpaðu mér að komast í skuggann. Ég hefi brotið á mér vænginn og er ósjálfbjarga." „Það ættu að verða einhver ráð með það,“ sagði Lárus og tók geitunginn i og setti hann varlega frá sér bak við stein. „Þetta skal ég borga þér þó seinna verði," sagði geitungurinn, þegar | Lárus og refurinn héldu áfram. Markmið ÆSKUNNAR er í dag: Lifandi blað handa öllum. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.