Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 62

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 62
SAMKVÆMT gamalli trú er nýárs- nóttin merkasta nótt ársins, því að þá ske ýmis undur og stórmerki. Fyrst og fremst er þá að telja það, að þá fluttust álfar búferlum og var allt á ferð og flugi um landið þvert og endilangt. Þurftu menn því að gæta allrar varúðar, og var alsiða að láta Ijós loga alla nóttina, en á gamlárs- kvöld gengu húsfreyjur umhverfis bæinn og höfðu yfir í heyranda hljóði: „Korni þeir, sem koma vilja, veri þeir, sem vera vilja, fari þeir, sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu." Og á Norðurlandi var það siður, að hús- freyjur skömmtuðu hrokaðan disk af hangikjöti og öðru góðgæti og létu á afvikinn stað frammi í bæ handa huldufólkinu. Átti það alltaf að hverfa um nóttina. Segir Gísli Konráðsson frá því að Katrín, seinni kona Gísla í Mávahlíð, er bjó á Staðarfelli eftir hann, hafi ætíð borið bestu krásir á borð í stofu sinni á gamlárskvöld, dregið tjöld fyrir glugga og haft tendrað Ijós þar inni. Allur var matur- inn horfinn að morgni. Stjúpdóttir Katrínar spurði hví hún gerði þetta. „Heldur þú barnið mitt, að ég gerði það, væri það ekki af mér þegið,“ svaraði Kristín. Hún átti ýmsa fáséða gripi, er engir vissu hvaðan voru. Þá geta menn og orðið margs vísari ef þeir sitja úti á krossgötum á nýárs- nótt, en ekki er það öðrum hent en þeim, sem eru vel stilltir og kunna með aó fara. Ef ógift stúlka eða piltur liggur á krossgötum á nýársnótt, þá birtist þeim tilvonandi maki og býður alls konar gjafir, en þær má ekki þiggja að því sinni, því að þá blessast ekki hjónabandið. Mörg önnur undur ske á nýársnótt. Þá verður vatn að víni örskamma stund, þá fá kýrnar mál og tala saman í fjósinu. Þá féll hin merkilega búrdrífa og var ekki ónýtt fyrir húsmæðurnar að geta handsamað hana. Og mark má taka á því, sem menn dreymir á nýársnótt. Þá er það og gömul trú, að á gaml- árskvöld geti maður séð konuefni sitt og stúlka mannsefni sitt með því að horfa í spegil í koldimmu herbergi, og má enginn vita um þetta og enginn annar vera við. Á þá fyrst að hafa yfir þulu, sem fáir kunna nú. Þá koma fyrst fram kynjamyndir í speglinum, en svo á að koma hönd með hníf eða eitthvert vopn. Hún á að koma fram þrisvar sinnum, en ekki má snerta hlutina, því að það verður til ógæfu. Seinast fara myndirnar í speglinum að skýrast og að lokum kemur fram hin rétta mynd, varir nokkrar sekúndur og svo hverfur allt. (ísl. þjóðhættir). 1. Þú stingur tvelmur títu- prjónum (með stórum haus) inn í neðri enda tappans. 2. Síðan setur þú tvo gaffla fasta (sjá mynd). 3. Annað glasið er ofurlítið hærra en hitt. — Reglu- stika er lögð ofan á þau. 4. Settu tappann með göffl- unum á reglustikuna. 5. Hann „gengur" niður eftir hennil! TAPPINN GETUR GENGIÐ. BOUnQUE — Jólapappirinn er or&inn svo dýr, aO vi& höfum ekki efni á aO kaupa neitt til aO setja hann utanum... — HugsaOu þér annaO eins kjöt- kaupma&urinn vill ekki selja mér jólagæsina fyrr en viö höfum borgað siöustu afborgunina frá i fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.