Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 19

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 19
Sólin skein björt á unga drenginn Giotto sem sat undir tré og hélt á steinhellu í hendinni og var að teikna á hana. Hinn mikli málari Cimabue sem hafði gert mörg falleg málverk í kirkjur ítalíu kom gangandi eftir göt- unni. Þetta var heitur dagur og hann settist niður við hlið fjárhirðisins og undraðist yfir hinum fallegu upp- dráttum sem drengurinn hafði gert. ,,Þetta eru góð verk“ sagði Cimabue. Giotto fylltist fögnuði og brosti glaður. ,,Þú hefur hæfileika, fjárhirðir litli," hélt Cimabue áfram, „hefur þú aldrei reynt að mála með litum?" ,,Ég er of fátækur til að kaupa málningu," svaraði Giotto, ,,en stundum krem ég ber og fæ þannig rauðan lit.“ Cimabue hló og svaraði: ,,Það er ágætt ráð til að búa til rauðan lit.“ „Stundum bý ég til bláan með því að nota bláber," hélt Giotto áfram. „Mér dettur nú dálítið í hug,“ sagði Cimabue, sem hafði fengið áhuga fyrir drengnum. „Því kemur þú ekki til vinnustofu minnar í Flórens og vinnur með mér? Ég held þú hafir mikla hæfileika og gætir orðið góður freskumálari." „Fresku? Hvað er freska?" spurði Giotto. „Það eru veggmyndir," ansaði Cimabue. „Málari sem málar þær veggmyndir blandar saman kalk- steini, sandi og vatni og fær þá leir- kvoðu sem hann þekur vegginn með og málar í lögunina á meðan hún er enn rök og fljótt drekkur lögunin í sig litinn. En að mála þannig er erfitt verk og málarinnn verður að vinna mjög hratt vegna þess að lögunin þornar fljótt. Þegar allt er orðið þurrt er myndin hörð eins og klettur." ,,Ö,“ sagði Giotto. „Mig langar að búa til freskur, en faðir minn er fátækur maður. Þegar ég segi honum að mig langi að mála þá segir hann að málarar séu jafnvel enn fátækari en hann.“ „Það eru ekki allir málararfátækir," sagði Cimabue. „Ég skal segja föður þínum aö ég vilji taka þig með mér til Flórens og hugsa vel um þig.“ í Flórens varð Giotto mjög góður málari. Sagt er að dag nokkurn eftir að Cimabue hafði málað andlitsmynd og vikið sér frá litla stund til hvíldar, hafi Giotto komið að myndinni og í flýti málað flugu á enni andlitsins. Og þegar Cimabue hafi snúið aftur til verks síns þá átti hann að hafa danglað í fluguna áður en hann áttaði sig á að hún var máluð. Þá áttu þeir báðir að hafa hlegið dátt, sérstaklega Cimabue, því hann var ánægður með nemandann. Giotto málaði nokkurfalleg málverk í kirkjur í Flórens meðan hann var lærlingur á vinnustofu Cimabues. Þá var hann beðinn að skreyta kirkju í smábænum Assisi. Þar málaði hann 32 rekka sem sýndu líf heilags Frans. Þeir eru mjög fagrir og sýna hina miklu ást Giottos á náttúrunni. Á einni mynd í Assisí er maður sem liggur á kletti og teygar tært árvatn sem framhjá rennur. Fólk undraðist hve mjög hann mál- aði náttúruna lífgefandi. Giotto kaus að mála fólk, jafnvel dýrlinga og engla, sem lifðu og líktu eftir náttúru- legu lífi. Oft eru dýr í málverkum Giottos — atburðir sem aðrir kirkjumálarar sýndu varla. Frægasta málverk hans frá Assisí er það er heilagur Frans sést tala við fuglana. Fjöldi fugla rað- ar sér í kringum hinn helga mann og einn þeirra kemur þjótandi í loftinu til að hlusta á hvað hann er að segja. Aftur fór Giotto til Flórens og hélt áfram að mála, og um þær mundir var páfinn áhugasamur um að haldið yrði áfram skreytingum í kirkju Heilags Péturs. Hann skrifaði lista yfir nöfn vel þekktra málara á Ítalíu og sendi skila- boð um að þeir yrðu heimsóttir og fengin yfirlit yfir verk þeirra. Auðvitað var nafn Giottos á listan- um. Nafn hans hafði flogið vítt og breitt vegna hinna fögru verka hans í Assisí og Flórens. Vel þekkt saga hermir að dag nokkurn hafi sendiboði gengið inn á vinnustofu Giottos og ,,Þetta er fallegasta tréð sem við höfum haft!" „Iss, mamma, þú segir það á hverjum jólum". tilkynnt honum samkeppnina og beð- ið hann um verk fyrir páfann. Giotto hafði þá átt að dýfa pensli í rauðan lit og dregið á blað stóran hring. „Þetta er handa páfanum," sagðihann. „Hvað!“ hváði sendiboðinn. „Þú hlýtur að vera að grínast. Sannlega munt þú ekki vinna með þessu.“ Páfinn hefur trúlega brosað með sjálfum sér þegar hann sá hringinn. Hann skildi að Giotto var mjög önnum kafinn maöur, verk hans voru svo vel þekkt að önnur þurfti ekki til saman- buróar. „Þessi maður," sagði páfinn, „skal hafa heiðurinn af myndskreyt- ingu Heilags Péturskirkju." Seinna myndskreytti Giotto veggi lítillar kirkju í borginni Padua sem kölluð var Arena Papel. Veggskreyt- ingar hans þar eru metnar af mörgum gagnrýnendum merkustu verk hans — til dæmis mynd hinnar heilögu meyjar, María og Jesús, og fleiri munu þær vera. Þær túlka sem oft áður ást Giottos á náttúrunni og myndminni hans þar eru frá bersku hans sem ungs fjárhirðis. Jóhanna Brynjólfsdóttir þýddi og endursagði LITLI FJÁRHIRÐIRINN: Giotto 1266—1337 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.