Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 8
aði hann sálminn og varð djúpt snortinn.
Hann var svo hrifinn af þessu að hann tók
blaðið með sér heim til Týról.
Þar fengu Strasser bræður, sem voru
hanskaframleiðendur, að sjá nótnablaðið.
Einnig þeir urðu snortnir af sálminum. —
Þrettán árum seinna fluttu þeirsálminn við
kirkjulega athöfn í Leipz:g.
Árangurinn varð stórkostlegur og hófst
þá sigurganga sálmsins út um hinn kristna
heim.
En nú höfðu menn gleymt höfundi lags
og orða. Hverjir voru hinirmiklu meistarar?
Meðal hljómlistarunnenda í Berlín var
rannsakað hvaða menn þetta voru. Kom
þá í Ijós hverjir höfðu skapað listaverkið,
en enga frægð höfðu þeir hlotið fyrir verk
sín.
Mohr prestur dó 4. des. 1848 í Wagrein,
Salzburg. Hann var vel liðinn og mikils
metinn, en hann varsvo fátækurað greftra
varð hann á kostnað bæjarins.
Þessa lýsingu af honum gaf vinur hans,
Franz Gruber, íbréfi til kunningja síns.
Þegar Franz Gruber lést nokkru seinna
varhann varla betur settur hvað fjárhaginn
snerti. Hann var jarðsettur fyrir framan
íbúðarhúsið í Hallein, þar sem hann hafði
átt heima um nokkurt árabil.
^^mmmmmmmmmmmmmm^^^^
Bragheiður Sif Matthíasdóttir,
11 ára kaupandi á Siglufirði,
sendi blaðinu þessa fallegu mynd
af kisunni sinni, sem heitir Rósa,
og hér liggur hún með kettlingana
sína fjóra og er ekki að sjá annað
en hún gæti þeirra vel.
ÚT AÐ GANGA
I
8