Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 10

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 10
FaíMr minif á himnum EFTIR GUmAR GUNNAfíSSON Jón hét hann og Jónki var hann kallaður dagsdaglega. Eiginlega aldrei Nonni nema á jólunum. Og nú voru jólin að koma, þetta var á Þor- láksmessu og hann var að bíða þess, að einhver kallaöi hann Nonna. Hann hafði lokið að bera kúnum vatnið, bú- inn að moka fjósið, hafði borið nóg af eldiviði inn í eldhúsið, og hélt sig nú að húsmóðurinni; það var oftast hún sem byrjaði. Svo nærri var hann henni, að það lá við að hann yrði fyrir, já, hún var rétt dottin um hann. — Vertu ekki eins og hundur í hælunum á mér — þú þarna Jónki! sagði hún heldur hvatskeytislega, þó að hreimnum í síðustu orðunum væri ætlað að milda orð og hreim fyrrihluta setningarinnar. Heimabörnin — því nafni kallaði Jón með sjálfum sér börn hjónanna — sem líka voru nærri, en þó undarlegt megi virðast urðu aldrei fyrir móður sinni, hiógu að klunnaskapnum í honum, hlógu að hvað hann roðnaði og Jón, sem komst að þeirri niður- stöðu að engar horfur væru á því að hann yrði kallaður Nonni í dag, já, ef til vill alls ekki þessi jól, varð eftir í myrkrinu, þegar móðirin skömmu síöar fór með börnunum sínum inn til fólksins, sem sat allt inni í baðstofu. Það var einskonar niður í myrkrinu í kvöld, líklega voru það jólin, sem voru að koma. Hann stóð um stund og starði út í myrkrið. Ég ætla að sjá! hugsaði hann. En svo fór hann að sjá eldglæringar og blossa kringum sig í myrkrinu og honum varð svo órótt, að honum datt í hug að hypja sig út í fjós til kúnna. Hann hefði án þess að þreifa fyrir sér, getað hitt á staðinn þar sem eld- spýturnar lágu, í rifu bakatil í stoðinni, sem grútarlampinn hékk á; en honum fannst réttara að sitja í myrkrinu. Því að ef einhver kæmi og hann gæti ekki gefið neina skýringu á, hversvegna hann hefði kveikt — þá var alveg víst, að hann mundi ekki verða kallaður Nonni á jólunum, og meira að segja ekki alla sína ævi. Kýrnar voru hættar að jórtra og höfðu tekið á sig náðir þegar þær heyrðu að gengið var um í myrkrinu — utan venjulegs umferðartíma. En þegar ekki var kveikt, og af því að þær ÆSKAN flytur fjölbreytt efni fyrir litla peninga. 10 ~ wm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.