Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1981, Side 38

Æskan - 01.11.1981, Side 38
Reykið þið í rúminu? Kynditæki Algengar orsakir eldsvoða eru ófullkomin kynditæki eða kyndiklef- ar. Neisti sem hrekkur út frá arninum, sprungur í reykháf, sprenging í olíu- kynditáeki, fataþurrkun á rafmagns-, steinolíu- eða gasofni geta hæglega valdið eldsvoöa. Ætlið þið sjálf að út- búa arin, skuluð þið afla ykkur ítar- legra upplýsinga, áður en þið byrjið, annars getur hann bæði orðið ófull- kominn og hættulegur. Spreng- ing í olíukynditæki er ekki hættuleg, ef kyndiklefinn er í lagi og ekki fullur af drasli. Rafmagnseldsvoðar Til rafmagnseldsvoða teljast elds- voðar sem orsakast af ónýtum raf- magnsleiðslum og sterkum vartöpp- um, straujárnum, suðuplötum, brauðristum, rafmagnsofnum, sjón- varpstækjum o. s. frv. Dauðaslys hafa oft átt sér stað, þegar föt úr eldfimum efnum komast í snertingu við heita rafmagnsplötu. Morgunsloppar og náttkjólar eru sér- staklega hættulegir bæði við raf- magnsplötur og gaseldavélar. Glóð- arþráðaofna má aldrei hylja með eld- fimum efnum eða setja slíka ofna of nálægt þeim. Leggi maður teppi eða föt yfir ofninn getur kviknað í þeim eftir stutta stund. í húsum með rafhit- un þarf einnig að gæta þess að ofn- arnir séu ekki í snertingu við glugga- tjöld eða fatahrúgu. Takið sjónvarp, útvarp og önnur rafmagnstæki úr sambandi, ef þið farið í burtu úr íbúð- inni í langan tíma, best er að taka all- an straum af íbúðinni á meðan. Reynið ekki að slökkva eld í raf- tækjum með vatni fyrr en straumur hefur verið tekinn af. Eftir það má nota vatn við slökkvistarfið en duft- eða kolsýrutæki eru betri. Það er refsivert að „laga" vartappa. Við það verður veikasti hluti kerfisins, sem á að falla út við bilun, sterkasti hluti þess og ný viðvörun kemur ekki við útleiðslu að upphitun á lögnum og getur eldsvoði þá hæglega hlotist af því. Leka-straumsliðar geta veitt um- framöryggi gegn íkveikju frá raf- magni. Eldfimir vökvar, gufur og lofttegundir Mesta hættan við eldfima vökva er fólgin í því að þeir gufa upp og mynda sprengifima blöndu með andrúms- lofti. Hellist t. d. úr bolla fullum af bensíni og gufi það upp í herbergi, myndast þar sprengifim blanda með krafti á við 1 1 /2 kg af dínamíti. Verið mjög varkár, ef þið ætlið að nota bensín, spíritus, þynni eða önnur leysiefni við hreingerningar. Steinolía og „white spirit" geta einnig verið hættuleg efni en þó ekki eins og þau fyrrnefndu. Ef verið er að líma, olíubera eða lakka við, myndast einnig eldfimar gufur, sem kviknað getur í. Almennt gildir sú regla að loftræsting verður að vera mikil og góð og forðast ber allt sem getur valdið neista eða íkveikju á slíkum stað. Verið varkár í hvívetna við notkun prímusa og farið þá eftir leiðarvísi framleióanda tækisins. Notkun feiti til matargerðar hefur orsakað margan eldsvoðann. Gæta þarf sérstakrar varúðar og aldrei má fara frá t. d. í símann eða til dyra þeg- Slíkar afleiðingar getur logi á kerti haft í för með sér. ar verið er að nota hana við matseld. Almennt gildir sú regla við alla eldsvoða í eldfimum vökvum að ekki má nota vatn við slökkviaðgerðir. Reynið heldur að kæfa eldinn með loki, teppi (helst asbestteppi) eða dufttæki. Vinna skapar eldsvoða Ýmsum störfum fylgir sérstök eld- hætta. Ber fyrst að telja logsuðu og logskurð. Suðugjall getur skoppað allt að 20 m og verið 1000°C heitt. Loginn getur kveikt í efni á bak við það sem unnið er við, t. d. trévegg, jafnvel múrhúóuðum vegg. Ef soðin er röralögn öðrum megin veggjar getur kviknað í hins vegar vegna varma- leiðni rörsins. Hafið ávallt vaktmann með handslökkvitæki til staðar, ef unnið er í hættulegu umhverfi. Losið rörið frá áður en soðið er í það, sé þess þörf. Verndið staðinn fyrir gjall- kúlum. Gætið að vinnustaðnum öðru hvoru í heilan sólarhring eftir að vinnu lýkur. Opinn eldur Gætið þess að kerti, luktir og annað með opnum eldi sé í öruggri fjarlægð frá gluggatjöldum og öðrum eldfimum efnum.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.