Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 16

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 16
LITLI PETUR EFTIR HANS SELAND •" * Stóri Pétur var alltaf í góöu skapi og hló og söng. En Litli Pétur stækk- aði ekkert, því að hann snökti og grét venjulega. Þegar hann stóð við stól, var hann ekki stærri en svo, að stólbakið nam við axlir hans. Það óx ekkert nema skegg- ] ið. Ef hann hefði verið með rauða i húfu hefði hann litið út eins og jólasveinn. Dag nokkurn sat hann á steini og 1 grét. Þá bar Stóra Pétur þar að. ,,Hvað amar nú að þér?" spurði Stóri-Pátur. ,,Hún Súsanna, konan mín, sendi j mig eftir vatni út í læk," sagði Litli Pétur. ,,En þá kom fluga, sem j settist á nefið á mér. Hún stakk mig svo hroðalega, og svo kallaði ég á I Súsönnu, bað hana að hjálpa mér og reka fluguna burt af nefinu á | mér. Svo kom Súsanna og barði á 1 nefið á mér svo að það varð helm- 1 ingi stærra en það á að sér að | vera." ,,En hvers vegna rakstu ekki flug- una burt sjálfur?" spuröi Stóri Pétur. ,,Það var nú ekki þægilegt fyrir mig, þar sem ég bar vatnsfötur í báðum höndum," sagði Litli Pétur. ,,Gastu ekki sett aðra fötuna frá þér á meðan?" spurði Stóri Pétur. j ,,Já, þetta sagöi nú Súsanna líka. En ég áttaði mig nú ekki á því," sagði [ Litli Pétur. Og svo grét hann og grét. En Stóri I Pétur bara hló að honum. „Hafurðu nokkuð grátið aftur?" I spurði Stóri Pétur dag nokkurn, I þegar þeir grannarnir hittust nokkru síðar. ,,Já,“ snökti Litli Pétur. „Það er I sjaldan ein báran stök. Ég þurfti að I sækja hey út í Áshlöðuina, en þá gat ég ekki fundið neitt reipi I hvernig sem ég leitaði, bæði hátt 1 og lágt. Svo safnaði ég saman i nokkrum gömlum spottum og batt I þá síðan saman eins vel og ég gat, [ ef ég átti ekki að standa uppi alveg £ ráðalaus. En það var nú ekki allt búið enn. [ Þegar ég ætlaði að hlaða á vagn- [ inn, brotnaði hrífuskaftið sundur í | miðjunni. Og þegar ég ætlaði að [ binda hlassið, losnuðu allir hnút- | arnir, og þó að ég reyndi að binda L þá saman á ný, losnuðu þeir þrisvar sinnum og varð ég að hlaðavagninn þrisvarsinnum áður en ég komst heim. Þú hefðir átt að hlusta á skammirnar og orðbragð- ið, sem ég fékk, þegar heim kom yfir að vera svona lengi. Þá settist ég nióur og grét. Þér er óhætt að trúa því, að það er ekki alltaf auð- velt að standa í mínum sporum." „Nei, ég skil það," sagði Stóri Pét- ur. „En þurrkaðu nú af þér skæl- urnar og reyndu að vera með mér. j Síðan skal ég gefa þér reipi og hrífu. Granni hlýtur granna að hjálpa." „Ég veit ekkert hvernig ég á aó fara með þessa skapvondu kerlingu," kveinaði Litli Pétur einn dag er hann stóð fyrir utan vegg kaldur og vesæll. „Hvað er það nú?" spurði Stóri Pétur. 1 „Jú, ég var ekki vel frískur í morgun ; og ætlaði að reyna að liggja úr mér | þessa lumbru og vita hvort þetta | skánaði ekki. Ég held maður hafi | gott af því að taka lífinu með ró | einstöku sinnum. Þaó kemur alltaf | dagur á eftir þessum degi, ætla ég | að vona. En þá kom Súsanna og j ég varð að drífa mig á fætur. Ef ég [ treysti mér ekki til að vinna úti, ætti | ég að geta gert eitthvað til gagns | inni, til dæmis strokkað fyrir kon- | una mína. Já, ég varð að vinna og þræla. Þá fannst mér allt í einu, að það myndi vera saklaust þótt ég kveikti mér í I pípu, svona til tilbreytingar. Það er [ lok á pfpunni, svo að það er engin hætta á að ég sóði allt út með | ösku. Þá kemur kerlingin eins og j stormbylur inn íeldhúsið og sér að | ég er að reykja. „Stendurðu ekki þarna, skepnan þín, með pípuna ítrantinum, þegar | þú átt að vera að strokka?" öskraði hún. Þar með þrífur hún af mér j pípuna og hendir henni eitthvað langt út í himingeiminn. Þá varð hún svo bandsjóðandi vitlaus að hún þreif til spýtu einnar, sem hún náði í og barði mig í höfuðið. Ég j lagði auðvitað áflótta og nú veit ég f ÆSKAN er blað fyrir alla fjölskylduna. ÆSKAN flytur efni til eflingar hins góða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.