Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 41

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 41
Sjálfvirk viðvörun er reyk- eða hitaboði, sem skynjar ef reykur eða hiti myndast og gefur viðvörun með hljóðmerki. slökkviliðsins (húsmóðirin), hver á að gera tilraunir til björgunar- og slökkvistarfa (húsbóndinn og stálpuð börn) o. s. frv. Æfingar Nú hafið þið samið björgunaráætl- un og þá er nauðsynlegt að festa sér allt rækilega í minni. Festið því upp teikningar sem sýna undankomuleiðir svo allir geti glöggvað sig á þeim. Gleymið svo ekki æfingum. Tæmiæf- ing þarf að fara fram reglulega tvisvar á ári. Allir eiga að taka þátt í henni. Hræðið ekki börnin, gerið æfing- una að leik. Komi eitthvað fyrir eru miklar líkur á því, að þau bregðist rétt við í stað þess að fela sig vegna hræðslu. Hlaupið ekki út úr svefnherberginu án þess að íhuga málið. Þið verðið að fullvissa ykkur um að enginn reykur, gas eða logar geti leitað inn í her- bergið þegar þið opnið. Séu dyrnar heitar eða smjúgi reykurinn gegnum skráargat eða meðfram hurðinni skuluð þið nota neyðarútganginn. Ef þið álítið óhætt að fara út um dyrnar lokiö þeim þá strax á eftir ykkur. Getið þið ekki komist út þegar í staó (hugsanlega eruð þið í háu húsi) haldið þá dyrunum lokuðum, opnið glugga og kallið á hjálp. Bíðið þess að slökkviliðið komi og nái ykkur niður. Ykkur kann að þykja biðin löng en oftast er liðið fljótt á vettvang. Neyðist þið til að hoppa út, stökkvið þá ekki í skelfingu án undirbúnings. Takið í gluggakarminn og látið ykkur falla en leitist við að lenda mjúklega. Lokist þið þrátt fyrir allt inni í reyk, munið þá að hiti og reykur stíga til lofts. Leggist því á gólfið og andið með stuttum andardrætti gegnum nefið. Hyljið andlitið með votum vasaklút eða fatnaði til að verja ykkur. Ullarklæði vernda húðina gegn hita. Af þessu má sjá að ýmislegt er unnt að gera í eldsvoða uns hjálpin berst, ef fólk áttar sig á því og hefur undir- búið sig. Minnist þess þó að eldsvoði er oft- ast hamslausari, hættulegri, hraðari og skelfilegri en þið hafið nokkru sinni ímyndað ykkur. Álítið ekki að gert sé of mikið úr hættunni. Undirbúið ykkur fyrir það versta, það sem skárra er veldur ykk- ur þá ekki alvarlegum áhyggjum. Háhýsi Búið þið í háhýsi, þá á að vera í því reyklaust, eldtraust stigahús, sem unnt er að nota ef eldur brýst út. í húsum sem eru lægri en átta hæða er ekki víst að stigahús sé ör- uggt, en þar geta tæki slökkviliðsins orðið að liði ef stigahúsið fyllist af reyk. Öll hús, sem nú eru byggð hærri en tveggja hæða, eiga að vera eldtraust. Hver íbúð á að vera allörugg vegna eldsvoða í næstu íbúð. Ykkur á því að vera óhætt uns slökkviliðið kemur, í öðrum íbúðum en þeirri sem brennur. Komi reykur inn frá stigahúsi eða loftræstiristum, haldið þá dyrum lok- uðum fram í stigahúsið en loftið reyknum út um glugga og svaladyr. Farið aldrei fram í stigahús nema full- víst sé að það sé óhætt. Sjálfvirk viðvörun Sjálfvirk viðvörun er reyk- eða hita- boði sem skynjar ef reykur eða hiti myndast og gefur viðvörun með hljóðmerki. Kerfiðgeturverið rafdrifið eða tengt við rafhlöðu. Brunaboðinn er settur á stað, þar sem búast má við að hiti eða reykur nái skjótt til hans, til dæmis efst í stigahúsi. Reykboðar gefa mjög fljótt viðvörun og geta því bjargað lífi og eignum sem annars gætu farið for- görðum í eldsvoða. Eins og áður hef- ur komið fram, þarf oft lítið til að slökkva eld, ef þið uppgötvið hann nógu fljótt. Viðvörunarkerfi eins og þau sem iðnfyrirtæki, hótel, skólar og sjúkrahús hafa sett upp eru nokkuð dýr en nú hafa komið á markaðinn ódýrari gerðir ætlaðar fyrir íbúðarhús. Lofa þau kerfi mjög góðu. Þótt trygg- ingafélög hér vilji ekki veita afslátt út á slík tæki er það kannski meira en peninganna viröi að vakna í tæka tíð, ef eldur brýst út. Þetta eru engin jólatré, pabbi. Það eru engin Ijós á þeim. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.