Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 39

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 39
Varist sprittloga við upphitun mat- arolíu og þess háttar. Olían getur of- hitnað og gufan orðið alelda frá log- anum. Látið lok á og slökkvið á brenn- ara. Skiljið aldrei eftir logandi kerti. Sé súgur í herberginu geta gluggatjöld feykst yfir kertið og kviknað í þeim. Kertið getur líka lekið og brunnið niður og kveikt í því sem það stendur á. Hvernig kemur eldsvoði upp? Til að eldsvoði eigi sér stað þarf þrennt — hita, eldsneyti og loft. Taki maður eitt atriði burt í brunaþríhyrn- ingnum slokknar eldurinn. Þetta get- ur gerst á eftirtalinn hátt: Hvernig slokknar eldur? Kæling. Einfaldast er að kæla eldinn með vatni. Þessi kæling er áhrifarík- ust með vatnshandslökkvitæki eða brunaslöngu. Vatn má nota við bruna á tré, pappír, fataefni og öðrum svip- uðum efnum. Kæfing. Þá er komið í veg fyrir að eldurinn fái nægilegt loft (súrefni). Notkun kolsýru- eða dufthand- slökkvitækja kæfir eld. Þetta er besta aðferðin við að slökkva bruna í eld- fimum vökvum og feiti. Einnig má kæfa eld með teppi (helst asbest- teppi). Fjarlæging. Það er hægt að hefta út- breiðslu elds og jafnvel slökkva hann með því að fjarlægja eldsneyti, t. d. slokknar eldur í gasi, ef lokað er fyrir gasstreymið. Fyrstu viðbrögð Hafið þið ásamt fjölskyldum ykkar gert ykkur grein fyrir því hvað gera skal ef eldur verður laus, t. d. í a) gluggatjöldum b) sjónvarpstæki c) rafmagnsleiðslu d) kleinupotti e) kyndiklefa Hafið þið handbært slökkvitæki og kunnið þið að beita því? Hvar er nær- tækasta slökkvitæki? Vitið þið hvernig á að ná í slökkviliðið og hvað gera skal þegar það kemur? Hér eru nokkur svör: A. Verði eldur laus skuluð þið loka öllum gluggum og dyrum ef hægt er. Hægt er að hefta útbreiðslu eldsins frá herbergi, sem hann brýst út í. Varið alla viö, sem gætu verið í hættu. a) Sé eldurinn lítill, reynið þá sjálf að slökkva hann. b) Gerið slökkviliðinu viðvart strax, ef minnsti vafi leikur á því, að þið ráðið við eldinn sjálf. c) Opnið dyr varlega og krjúpið í vari. B. Skríðið að eldinum og beitið slökkvitækinu. C. a) Reynið að sprauta á glóðina en ekki reykinn og logana. b) Beinið bununni ekki alltaf á sama staðinn. c) slökkvið vandlega í glæðum. d) Viörið staðinn jafnskjótt og slökkvistarfi er lokið. Slökkvi- efni Garðslanga úr plasti eða gúmmíi er ákjósanlegt slökkvitæki, ef hún er fasttengd og auðvelt að ná til allra hluta húsnæðisins. Slöngurúlla með dreifiloka er enn betri. Handdælutæki getur komið að góðum notum, ef það er stöðugt, fullt af vatni og tiltækt til notkunar. Handslökkvitæki með 10 lítrum af vatni er mjög handhægt og getur oft- ast ráðið niðurlögum elds á byrjunar- stigi. Það getur gerst hjá ykkur Margur maðurinn hugsar sem svo: ,,Það getur ekkert gerst hjá mér." Svo verður eldur e. t. v. laus að nóttu til, þegar minnst varir. Það er skelfilegt að vakna við slíkt. Engan tíma má missa. Ein röng ákvörðun getur leitt til manntjóns á heimilinu. Einungis meö áætlun og æfingu er unnt að auka möguleika fjölskyld- unnar til að komast af. Reiðið ykkur ekki á heppnina, ef eldur yrði laus. í hverju blaði ÆSKUNNAR eru skemmtilegar myndasögur í litum. Börnin verða hrædd ef eldur verður laus. Þess vegna verður að tala um það í rólegheit- um við börnin hvað eigi að gera ef þessa hættu ber að höndum. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.