Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 13

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 13
grátandi — af því aó hann hafði verið kallaður Nonni — og hrópaði gegnum grátinn, svo að allir gætu heyrt að hann kynni Faðirvorið sitt: Faðir vor — Faðir vor — Faðir vor! . . . Geturðu, hyggna kona, ekki hugs- að þér aðrar ástæður en sjálfselsku fyrir þessu? sagði húsbóndinn. Jón botnaði ekkert í þessum við- ræðum; en þeim mun betur skildi hann að húsmóðirin hafði tekið hann í fang sér og bar hann fram í herbergi og talaði þar við hann lengi. Að vísu skildi hann minnst af því sem hún spurði um og útskýrði fyrir honum; en því betur skildi hann að hún var góð við hann, eða vildi að minnsta kosti vera það. Og það kom í sama stað niður. þetta urðu yndislegustu jólin sem hann mundi eftir. Allir kölluðu hann Nonna, að vísu lá við, að dálítill kurr yrði á aðfangadagskvöldið. Hann hafði slökkt á kertinu sínu .. , hann átti ekki nema það eina. Og af því að hann hafði fengið nýja vettlinga líka í jólagjöf, fannst honum hann ekki þurfa að njóta ánægjunnar af hvorutveggju í einu; og langaði allt í einu svo mikið til að geyma kertið sitt, geyma það, þangað til jólin væru úti — og fólkið væri aftur farið að kaila hann Jónka. Þegar húsmóðirin sá, að ekki logaði á kertinu, kom hún til hans og klappaði honum á kinnina: Hefur slokknað á kertinu þínu, Nonni litli, sagði hún og kveikti á því. Skömmu síðar slökkti hann á því í annað sinn. Þegar húsmóðirin furðaði sig á því, að aftur væri slokknað á kertinu, hvíslaði litla dóttir hennar að henni: Hann slekkur á því sjálfur, mamma! Um leið og húsmóðirin kveikti á kertinu á ný sagði hún með nokkrum þjósti: Þú hefur fengið þetta kerti til þess að láta það loga í kvöld og í nótt — til heiðurs guðs syni. Og þarna sat Nonni svo með vett- lingana sína . . .. Hann bað snemma um að lofa sér að fara að hátta; því að hann hélt að hann mætti slökkva Ijósið þegar hann væri háttaður. Og hann fékk leyfi til að hátta; en Ijósið Fjölleikahúsið var komið til Reykjavíkur og trúðurinn kynnir dýrin, sem eiga að leika allskonar listir. Hann bregður stafaspjöldum á loft, en hefur að gamni sínu ruglað stöfun- um í nafni dýrsins. — Hvaða dýr er hann að kynna? NdOra :tíVAS fékk hann ekki að slökkva. Það átti að standa á rúmstólpanum hans og loga þar við höfðalagið. Hann reyndi að halda sér vakandi; hver veit nema hann gæti þá, þegar aðrir væru hátt- aðir, laumast til og slökkt á kertinu sínu. En þrátt fyrir hvað hann reyndi þá sofnaði hann von bráðar; og þegar hann vaknaði um morguninn var kertið brunnið upp til agna . . . Þá grét hann. Líka af því að honum kom í hug, að hann hafði heyrt Rannveigu litlu, sem var svo falleg og sem hann hafði hugsað sér að giftast þegar hann væri orðinn stór og ríkur, hvísla að móður sinni: Heyrðu mamma — ég held bara að hann Nonni sé nískur! .... En úr því að hún hafði sagt Nonni, var þetta alls ekki neitt slæmt, að minnsta kosti ekki nærri eins slæmt og ef hún hefði kallað hann Jónka. — af því að hún hélt að hann heföi ekki heyrt það. Og rétt áður en hann sofn- aði hafði hún komið til hans og lofað honum að bíta af súkkulaðikökunni sinni. Að vísu hafði hún ekki boðið honum að bíta aftur — þegar hún sá hvað lítið hann beit. En það gat líka vel verið, að hún hafi ekki tekið eftir því. Að minnsta kosti var Jón að kjökra bæði yfir einu og öðru samtímis því sem hann harmaði kertið sitt. Og það endaði með því, að þó komið væri undir morgun og bráðum mál að fara á fætur, þá grét hann sig í svefn aftur. En það var óvænt sem beið hans þegar hann kom á fætur, sár yfir því að hafa vaknað svona seint, og fór með nýju vettlingana sína á hönd- unum en mætti húsbóndanum í bað- stofustiganum — og húsbóndinn sagði: Sparaðu nýju vettlingana þína einn daginn enn, Nonni litli; ég er búinn að bera kúnum vatnið og Mundi hefur mokað fjósið. Kysstu mig svo og bjóddu mér gleðileg jól! . . . Nonni lagði aftur augun og kyssti bóndann andaktugur ískeggið. En þetta með ,,Nonni“ hélst ekki lengi og heldur ekki það, að aðrir gerðu verkin hans. Húsbóndinn bar að vísu vatnið til kúnna annan jóladag — af því ,,að hann var svo nístandi kaldur." En svo var úti um það. Og þegar Jón kom einu sinni inn í bað- stofuna nokkrum dögum síðar og spurði, eins og úti á þekju: Jólin koma alltaf á hverju ári, er það ekki? Þá var honum fyrst svarað með hlátri sem allir tóku undir og síðan bætti Mundi við, eins og hann vildi slá fastri í eitt skipti fyrir öll lýsingunni og nafninu: Heyrið þið aulabárðinn! . . .Aldrei ætlar þú að vitkast, Jónki! Jæja, það skipti nú minnstu þótt Mundi kallaði hann aula, fyrst hann var það ekki; og Jón vissi að hann var enginn auli. Fólkið mátti allt kalla hann Jónka að jafnaði, ef hann að- eins fengi að vera hann sjálfur á jól- unum — vera Nonni; og að aðrir köll- uðu hann það. En það eitt leiddist honum, að hann var aftur farinn að grípa sig í því að kalla guð ,,Faðir minn á himnum" en ekki „Faðir vor", eins og hann hét með réttu. Hann hafði átt svo hægt með að segja „Faðir vor" á jólunum. Þá hafði hon- um ekki skjátlast eitt einasta skipti. Það var þegar hann var Nonni — að hann þurfti ekki að eiga föðurinn út af fyrir sig. Og Nonni, það vildi hann helst vera aftur, svo oft, svo oft! Að minnsta kosti í hvert skipti sem jólin kæmu. Og einhverntíma mundu þau koma, jólin miklu, þegar guð kæmi, ekki til þess að verða aðeins nokkra daga og nætur, heldur kæmi til að verða kyrr, setjast að hjá mönnunum, eða hvernig það nú yrði — jólin, sem aldrei taka enda. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.