Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 63
rt?»SKÁTAOPNAN« ifr
FRAMTjÐARHySNÆÐI
Skátar eru að byggja sér framtíðar-
húsnæði við Snorrabrautina, á lóð sinni
þar sem Skátaheimilið var áður. Byrjað
er að steypa húsið upp. Byrjað var á
byggingunni sem er þriggja hæða, sl.
haust, og ef áætlun stenst á húsið að
vera tilbúið á miðju næsta ári. Áætlað er
að 1. hæðin verði tilbúin til notkunarum
áramót, og þá mun Hjálparsveit skáta
flytja þar inn og einnig Skátabúðin. Þar
verða geymslur og 4 bílskúrar fyrir bif-
reiðar sveitarinnar. Á næstu hæð verða 8
herbergi fyrir skátafundi og 2 salir, en á
efstu hæðinni eru skrifstofur fyrir
Bandalagið og fyrir Skátasamband
Reykjavíkur, en það eru 9 skátafélög í
Reykjavík.
— Starfið við byggingu skátahússins
gengur mjög vel, og þar á áreiðanlega
eftir að fara fram mikil og góð félags-
starfsemi, sem börn og unglingar sækja
holl áhrif til.
Skátarnir eiga orðið geysimarga
skála til að stunda útilegur í. T. d.
eiga skátar í Reykjavík eina 8 skála á
svæðinu umhverfis Hengil, Hafnfirð-
ingar eiga 2 skála í Krýsuvík, Garð-
bæingar eiga skála nálægt Heið-
mörk, Kópavogsskátar eiga líka
skála hér í nágrenninu og svona
mætti lengi telja. Félögin úti um land
eiga Ifka mörg hver sína skála.
Þótt þessar byggingar séu ekki
allar stórar, þá liggur þarna í mikil
vinna og sömuleiðis í viðhaldi þeirra.
Mest vinna skátarnir sjálfir að bygg-
ingar- og viðhaldsstarfinu.
AÐ GANGA UNDIR ALINMÁL
Sá, sem vill leika þessa list, tekur
alinar langt prik eða styttra og held-
ur báðum höndum um efri endann á
því, en styður hinum á gólf eða jörðu.
Að því búnu smeygir hann sér öllum,
höfðinu fyrst, undir hendurnar, án
þess að koma nokkurs staðar við og
stendur upp aftur. Ekki má lista-
maðurinn sleppa tökum á prikinu
meðan á listinni stendur.
AÐ REISA HORGEMLING
Horgemlingur er reistur á tvennan
hátt. Önnur aðferðin er á þessa leið:
Listamaðurinn sest flötum beinum á
gólfið og tekur hægri hendinni upp í
hægra eyrað, en vinstri hendinni
bregður hann aftur fyrir bak sér og
heldur henni í buxnahaldið að aftan.
Því næst á að standa upp í þessum
stellingum og hoppa þrjú skref áfram.
Ef það tekst, þá er gemlingurinn
kominn á fæturna, annars ekki.
Hin aðferðin er þannig: Fæturnir á
listamanninum eru bundnir saman á
tveim stöðum, um kálfana og ofan við
hnéð. Hendurnar eru bundnar á bak
aftur. Því næst er hann lagður niður á
gólf og á að standa upp, svona á sig
kominn, án þess að styðja sig nokkurs
staðar við.
SVEIFLA
Skátar standa í þéttum hring á
krítarstriki. Foringinn stendur í miðju
og heldur í endann á bandi, en í hinn
enda þess er festur lítill sandpoki, svo
að pokinn flýgur íhring laustfrájörðu.
Hann teygir frá sér bandið þar til það
er nauðsynlegt fyrir skátana að
stökkva upp, til þess að forða fótum
sínum. Enginn má flýja, heldur
stökkva beint í loft upp. Sá er úr leik,
sem snertur er með pokanum, eða
flýr, í stað þess að stökkva upp. Sá
vinnur, sem verst lengst og einn
verður eftir að lokum.
ÆSKUNNI hefur farnast vel í 82 ár. Hún er stærstaog elsta barnablað landsins.
59