Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1981, Page 80

Æskan - 01.11.1981, Page 80
í bréfi til þessa þáttar er beðið um almennar upplýsingar um Vélskóla íslands og námið í honum. Eftirfar- andi fengum við frá skólanum snemma í sumar. UPPLÝSINGAR um inntökuskilyrði, atvinnuréttindi o. fl. UMSÓKNIR um skólavist skulu hafa borist skólanum fyrir 10. júní ár hvert. SKÓLAÁRIÐ stendur frá byrjun september til maíloka. Það skiptist í tvær annir, haustönn og vorönn. INNTÖKUSKILYRÐI. Vélstjóranám skiptist í fjögur stig sem hvert um sig er grundvöllur tiltekinna atvinnurétt- inda. Inntökuskilyröi eru þessi: 1. STIG. 1) Að umsækjandi hafi náð 17 ára aldri, b) Að hann sé ekki hald- inn næmum sjúkdómi eða hafi lík- amsgalla sem geti orðið honum til tálmunar við starf hans, c) Að hann kunni sund. Æskilegt er að umsækj- andi hafi lokið gagnfræðaprófi. 2. STIG. a) Að umsækjandi hafi náð 18 ára aldri, b) Sama og í 1. stigi, c) Sama og í 1. stigi, d) Að hann hafi lokið miðskólaprófi eða hlotið hlið- stæða menntun, e) Að umsækjandi hafi eitt af þrennu: e1) Lokið vél- stjóranámi 1. stigs með framhalds- einkunn, eða e2) öðlast a. m. k. tveggja ára reynslu í meðferð véla og vélaviðgerðum og staðist inntökupróf í verklegri vélfræði, verklegri raf- magnsfræði, stærðfræði, eðlisfræði og íslensku, eða e3) Lokið eins vetrar námi í verknámsvélaviðgerðum og staðist inntökupróf í verklegri vél- fræði. Sveinar í járniðnaðargreinum fá inngöngu í 2. stig án inntökuprófs. 3. STIG. Umsækjandi hafi lokið vél- stjóraprófi 2. stigs með framhalds- einkunn. 4.STIG. Umsækjandi hafi lokið vél- stjóraprófi 3. stigs með framhalds- einkunn. PRÓF FRÁ ÖÐRUM SKÓLUM eru metin fullnægjandi í einstökum grein- um ef sannreynt þykir að prófkröfur séu eigi minni í viðkomandi grein en í Vélskólanum. STARFSREYNSLA, Sjá lið e2 í 2. stigi. Ekki er krafist starfsreynslu til inn- göngu í 1. stig. UTANSKÓLANÁM. Utanskólanem- andi getur sótt um leyfi með minnst eins mánaðar fyrirvara til skólastjóra til að ganga undir 1., 2. eða 3. stigs vélstjórapróf. c) Á prófskírteinum Vélskóla íslands skulu koma fram einkunnir í öllum kennslugreinum skólans sem snerta iðnnám. Teljist bóknám vélstjóraprófs eigi fullnægjandi, skal viðkomandi Ijúka prófi í þeim greinum við iðn- skóla. Sá tími sem fer í þetta nám, telst til iðnnáms, en að öðru leyti dregst bóknám Vélskólans frá iðnnámstím- anum. 2. í Vélskóla íslands skal á hverjum tíma kenna allar bóklegar greinar vélvirkjanáms, þannig að við lok 4. stigs gefi skólinn út burtfararprófs- skírteini iðnskóla í vélvirkjun fyrir þá sem staðist hafa öli prófin. LÖGSKRÁNING. Skírteini um at- vinnuréttindi á sjó fá þeir sem lokið hafa vélstjóranámi 1., 2., 3. eða 4. stigs, við framvísun prófskírteinis, læknisvottorðs og vottorðs um sigl- ingatíma (sé það fyrir hendi) í skrif- stofu lögskráningar sjómanna í Toll- húsinu, Tryggvagötu 19, Reykjavík, en utan Reykjavíkur hjá lögreglu- stjórum. Við þetta má svo bæta því, að nem- endur Vélskólans eiga möguleika á því að fá námslán samkvæmt þeim reglum sem stjórn sjóðsins setur. — Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir því, að nemendur hafi lokið skyldunámi sínu. — Vélskóli (slands er til húsa í Sjó- mannaskólanum, Skipholti, Reykja- vík. Síminn þar er: 19755. — tkar þetta glæsilega blað og bendiðþeim á að kaupa það. mmmm^^^m^mammmmm^mmmmmm

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.