Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 34
Laða bljúgu barna-hjörtun
blessuð jólin himni frá
lausnarans að lágri jötu —
lífið þar í reifum lá.
Undir stjörnu var hans vagga,
vitringana bar þar að.
Ef þú hefur gjöf að gefa,
gefðu líka, mundu það!
Gef þú vilja, hug og hjarta,
honum er sú gjöfin kær.
Sjá, í faðmi sællar móður
sveinninn besti til þín hlær.
Taktu undir englasönginn,
elsku barn, með rós á kinn.
Hlustum, eins og hjarðmennirnir
hljóð á jólaboðskapinn.
JÓLASÖNGUR
Lag: Ástarfaóir himinhæða.
Hlaupum nú með hjarðmönnunum,
heim í lágan dýrarann,
því í höllu Heródesar
hittir enginn frelsarann.
Höldum jól í helgum friði,
hjörtun að eins finna þar,
hann, sem barn og æfi alla,
allar syndir heimsins bar.
Veiti öllum birtu bjarta,
blessuð réttlætisins sól.
Þökkum nú af hrærðu hjarta
honum, sem oss gefur jól.
B. J.
Móðirin varð hissa, er sendingin kom, án þess getið
væri hver sendi; en hún hélt að það hlyti að vera frá
einhverjum þeim, sem hún vann fyrir. Börnin urðu frá
sér numin af fögnuði. Ekki síst Rúnki. Hann var sann-
færður um, að sendingin væri frá Jesú. En ekki minntist
hann þó á það við neinn, en spurði mömmu sína eins-
lega hvort ómögulegt væri að fá ofurlítið jólatré, með
svo sem tveimur kertum. Lofaði hún að reyna það, þegar
hún kæmi frá vinnu daginn eftir.
Svo kom aðfangadagurinn. Um morguninn fór móðir-
in til vinnu sinnar, og faðirinn í veitingahúsið, eins og
hann var vanur. Hann sat þar löngum, þangað til konan
kom heim, og rambaði þá ottast heim á eftir henni. —
Þennan dag fannst honum það dragast óvenju lengi, að
hún kæmi, svo hann röltl heim. Hún var þá komin, hafði
farið aðra leið, en vant var, svo að hann sæi ekki jóla-
tréð, sem hún kom með. Nú var það komið inn undir
gamla beddann, og var Rúnki í sjöunda himni af gleði.
En það dofnaði yfir honum, þegar hann heyrði fótatak
föður síns. Að hann skyldi nú ekki geta verið ódrukkinn
þetta heilaga kvöld!
Það var orðið framorðið, þegar jólamaturinn var til-
búinn. Kennari Rúnka hafði verið í kirkju, og á heim-
leiðinni langaði hann að líta heim til hans. Honum tókst
að rata, þó að skuggsýnt væri í hverfinu, og loks fann
hann bakhúsið, þar sem fátæka fjölskyldan bjó í þak-
herbergi. Þegar hann drap á dyr, heyrði hann að Rúnki
svaraði: „Kom inn, Jesús!"
Drengurinn taldi það víst, að þetta væri Jesús. Hann
rak því í rogastans, þegar hann sá, að það var kennar-
inn, sem inn kom og bauð „Guðs frið og gleðileg jól í
Jesú natni!“
Við heimsókn kennarans varð faðir Rúnka því nær
ódrukkinn. Var hann hinn vingjarnlegasti og bauð unga
gestinum að borða með þeim.
Allir störðu á gestinn, er hann bað borðbænina. Og