Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1984, Síða 4

Æskan - 01.11.1984, Síða 4
PIVJI tÍ SFJÖLSKYLDUÞÁnUR í umsjá Kirkjumálanefndar Bandalags kvenna í Reykjavík. Nú líður senn að jólum 1984. Við virðumst geta veitt okkur allt, sem hugurinn girnist, eða svo myndi bændum og búaliði hafa fundist árið 1930. - Þá var mikil fátækt á íslandi. Börn, þegar þið takið upp alla jólapakkana ykkar í ár, skuluð þið minnast 11 ára drengs sem árið 1930 fannst engin jól nema að hægt væri að kveikja á litla 8 línu olíulampanum, þeim eina sem var til á heimilinu. Hann átti ekki von á bílum, flug- vélum svo ég nefni ekki tölvuspil. Nei, ef til vill fengu þeir bræður spil og kerti til þess að kveikja á og setja á rúmstöðulinn svo meiri birta yrði í baðstofunni, í tilefni af fæð- ingu frelsarans. Mikilvægast er að allir séu heilbrigðir og fjölskyldan sem mest sameinuð, en það er jafnan reynt um jólin. Margt getið þið gert til að hjálpa til fyrir jólin. - Farið í smá sendi- ferðir, hvert eftir sinni getu, en fyrst og fremst að vera þæg og góð. Pabbi og mamma eru oft þreytt. En þau langar til að gera jólin hátíðleg með því að hafa góðan mat, baka sérstaklega og hafa jólatré. - Á jólunum minnumst við fæðingar Jesú Krists, frelsara okkar, sem kenndi okkur með lífi sínu og dauða hversu Guð elskar okkur mikið. - Höfum þetta ávallt að leiðarljósi. Laxárdalur er í Húnavatnssýslu, hann liggur samsíða Langadal á vinstri hönd þegar ekið er frá Blönduósi til Akureyrar, nema dal- urinn er 200 metrum ofar og því oft snjóþungt þar, þó autt sé í Langa- dal. Árið 1930 bjó Rósberg G. Snæ- dal rithöfundur á Vesturá í Laxárdal ásamt foreldrum sínum og bræðrum. - Hann segir frá atviki sem átti sér stað á aðfangadag jóla árið 1930 og er skráð í fyrsta hefti ritsafnsins „Því gleymi ég aldrei." Það var liðið að jólum. Bændurn- ir í dalnum höfðu farið til Blönduóss nokkrum dögum fyrr til að reyna að kaupa eitthvað til tilbreytingar fyrir jólin. Ekki var það nú mikið því að lítið var um peninga. Þeir fóru þetta gangandi (engir voru bílarnir) en báru heim í poka á bakinu olíu á lampa (þá var ekkert rafmagn) og kerti, þann munað, sem mestan dagamun gerði í skammdeginu og þaðan komu Ijósin logaskæru sem útrýmdu myrkrinu. Það var kominn Þorláksdagur. Um kvöldið þegar mamma Rós- bergs ætlaði að kveikja á olíulamp- anum, kom í Ijós að lampaglasið var þverbrotið um mjóddina. Það þýddi að ekki var hægt að kveikja á lampanum. Ekkert varaglas var til og jólin á næsta leiti. Yrðu nú Ijós- laus jól á Vesturá? Rósberg hugsaði mikið um hvernig hægt væri að bæta úr þessu. Til Blönduóss var alltof langt. - Á næstu bæjum var enga úrlausn að fá. Þar voru tíu línu lampar en þeirra var átta línu svo glösin pössuðu ekki þó til væru. - Það var aðeins einn staður sem Rósberg kom í hug. Það voru Gunnsteinsstaðir í Langadal. Það var höfuðból og þar bjó oddvitinn Hafsteinn Pétursson. Bróðir Rós- bergs var þar í vist og þess vegna vissi hann að þar voru margar stærðir af lömpum. En hver átti að sækja glasið? Eldri bræður Rósbergs voru ekki heima og pabbi hans þurfti að sinna skepnunum. Á aðfangadagsmorgun nefnir hann þetta við foreldra sína og seg- ist albúinn að fara. - Á þessum árum var ekki óalgengt að drengir á þessum aldri færu svona ferðir. - Þess vegna samþykktu foreldrar Rósbergs að hann færi þessa ferð, enda hafði hann oft farið aðrar slíkar. 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.