Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1984, Qupperneq 6

Æskan - 01.11.1984, Qupperneq 6
færi ekki fet frá sínu heimili. Þótt hann heföi barið mig af öllum sínum kröftum, heföi ég ekki getað fundið sárar til en ég fann undir þessum dómsorðum. Ég féll gersamlega saman nokkur augnablik og sá jólin og heimili mitt þurrkast út og hverfa mér. Af tvennu illu hefði ég þáfrem- ur kosið að hírast heima í rökkrinu - en vera ekki heima. [ þessum þrengingum flaug mér þó ráð í hug. Það var fangaráð fremur en heillaráð, eins og á stóð. Ég sagði bara ósköp sakleysislega jæja við oddvitann, lagði lampa- glasið frá mér í bæjardyrnar og skaust út með þeim ummælum að ég ætlaði til bróður míns sem var uppi í fjárhúsum. Hafsteinn lét það gott heita og gekk inn aftur. Hann vissi að ég mundi ekki fara glas- laus. En ég fór aldrei til bróður míns í fjárhúsin, heldur aðeins út fyrir bæjarvegginn og dokaði þar and- artak. Síðan skaust ég inn í bæjar- dyrnar, þreif glasið og tók á rás - heim. Ég var fóthvatur upp túnið og hlíðina upp í skarðið og tafði mig ekki á því að líta við, enda fannst mér lengi einhver vera á hælum mér sem betra væri að þurfa ekki að horfast í augu við, - sennilega Hafsteinn sjálfur. Þegar ég náði skarðinu var veður enn sæmilegt, dagsbirta nokkur og vel ratljóst. En fljótlega fór að blása kaldara á móti mér og minna mig á að langt væri enn til leiðarenda og ekki sopið kálið. Efra mundi á verra von. Ég var þó vongóður enn um sinn og vissi að ég mundi hafa mig í gegnum skarðið, þar var ég kunn- ugur öllum kennileitum. Ég hvatti gönguna sem mest ég mátti en færið versnaði jafnt og þétt, dagsbirtan dvínaði og hríðin harðnaði í fang mér. Þreytan fór líka fljótlega að segja til sín. Ég hafði farið full-geyst um morguninn og ekki ætlað mér af. Þrátt fyrir það vann ég smám saman á og lagði skarðið að baki mér eftir á að giska tveggja tíma ferð. En þá fyrst reyndi á þolrifin. Laxárdalur er breiður fjalla í milli um þetta bil. Þar eru sléttir og víðáttumiklir flóar í botni hans og fátt kennileita, enda lá fönnin nú jafnt yfir allt, eins og fyrr greinir. Þaðerenginn hægðarleikur að halda áttum á flatneskjunni þeg- ar hvergi heggur fyrir hól eða mel. Bærinn minn, Vesturá, stóð mitt á þessum flata, um það bil 3 km norðar eða utar á dalnum en mynni Strjúgsskarðs. Ég átti því á móti veðrinu að sækja og gat ekki haft hliðsjón af fjöllunum nema fyrsta sprettinn. En - einn var kosturinn vænstur - þó ég viidi ekki taka hann. Bærinn Kárahlíð stóð fast við mynni skarðsins og því vandalaust að halla sér þangað heim. En eins og á stóð vissi ég að þar mátti ég ekki koma nema til þess þá að setjast þar að, - og þá mundi fólkið mitt heima sitja sorgmætt og hrætt þessa jólanótt, - vita mig bjarg- lausan úti á auðninni. Engra jóla mundi það njóta ef ég settist að í Kárahlíð. Ég ekki heldur. Ég gekk því hjá garði, framhjá Ijósi í glugga, út á flóana og auðnina móti öskr- andi hríðinni. Það var óskhyggja mín, þótt hún stríddi gegn vitund og viti, að kannski sæi ég Ijós í baðstofuglugganum heima þegar minnst vonum varði. En þá mundi ég jafnskjótt eftir lampaglasinu sem ég bar við brjóst mér undir peysu og stakk, - og kertaljós myndi lýsa skammt út í sortann. Teningnum var kastað. Ég var kominn út á auðnina og hlaut annað hvort að duga eða drepast. Mér varð aldrei kalt, mikið fremur hið gagnstæða, því ég hljóp alltaf spretti milli þess sem ég varð að hvíla mig og kasta mæðinni þegar kraftarnir voru þrotnir. Ferð mín líkt- ist því boðhlaupi með einum þátt- takanda. Hver sprettur endaði með þeim ósköþum að fæturnir urðu eft- ir af bolnum sem féll á þá hliðina sem í veðrið vissi. Einhvern veginn hafði ég alltaf sinnu á því að hlífa glasinu við höggi. Ekki veit ég hversu lengi ég hef brotist svona áfram í villu og hálf- gerðum svíma. Mér fannst það eilífðin löng. Sprettfærin urðu æ styttri og hvíldirnar lengri. í hverri atrennu vonaði ég að hitta bæinn eða sjá Ijós í glugga. Ég þóttist þess fullviss að mamma hefði sett kerti út í gluggakistuna, einnig gat ég búist við að pabbi hefði farið að leita mín ef veðrið hefði skollið skyndilega á, - og við rækjumst saman þá og þegar. Þessir vonar- neistar gáfu mér kjark og þrek til að standa á meðan stætt var þótt þeir biðu með að birtast mér í veruleik- anum. Vonin og blekkingin var mitt hálfa líf, eins og alltaf og ævinlega. Ég var að niðuriotum kominn og löngu farinn að hugsa um líkbörur og jarðarför. Hugsanir mínar þennan- an tiltölulega stutta tíma hafa áreið- anlega svarað til margra bóka. Ég hugsaði um það í alvöru að grafa mig í fönn og prófaði oftar en einu sinni að grafa mér holu til að leggjast í og láta skefla yfir mig. En einhvern veginn tók ég lengi þann kostinn að halda áfram fremur en stinga höfðinu í snjóinn. Þó held ég að svo hafi verið komið högum mínum að ég hefði ekki tek- ið fleiri skeiðin þegar ég allt í einu sá eitthvert ferlíki til hliðar við mig, digurt sem tröll og loðið sem Ijón. Óargadýr! ályktaði ég strax og minntist biblíusögunnar um Jakob ísaksson þegar hann skoðaði blóð- stokkinn kyrtil Jósefs sonar síns og 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.