Æskan - 01.11.1984, Síða 9
gaman í skátunum
Viö ókum aftur upp í bæinn. Það
fór að hellirigna og við urðum úr-
kula vonar um að hitta fleiri krakka.
Við urðum þess vegna glaðir þegar
við sáum Thelmu Garðarsdóttur á
Grundarbrautinni. Hún ók barna-
vagni á undan sér. Við skrúfuðum
niður bílrúðuna og töluðum við
hana.
- Er ekki leiðinlegt að vera að
passa úti í grenjandi rigningu?
spurðum við.
„Nei, ég finn ekki mikið fyrir því.
Mér finnst ágætt að passa.“
Hún sagði okkur að hún fengi 25
kr. á tímann og væri hæstánægð
með það.
- Leggurðu peningana inn á
bók?
„Já, ég er að safna."
- Fyrir einhverju sérstöku?
„Nei, nei.“
Hún sagðist passa frá 4-6 á
daginn og ætlaði að halda því
áfram þar til skólinn byrjaði.
- Hlakkarðu til að byrja í
skólanum?
Það kom pínulítil gretta á andlit
hennar. „Nei, ekkert sérlega. Það
er ágætt að vera í sumarfríi."
„Hvaða námsgrein finnst þér
skemmtilegast að læra?
„Móðurmál."
„En leiðinlegast?
„Ætli það sé ekki reikningurinn."
Thelma sagðist ekki vera búin að
ákveða hvað hún ætlaði að starfa í
framtíðinni. Það yrði allt að koma í
Ijós.
í samtalinu kom fram að hún hef-
ur átt heima í Ólafsvík frá 7 ára
aldri. Áður bjó hún í Kópavogi.
- Þykir þér skemmtilegra að
búa hérna?
„Nei, það er ósköp svipað.“
- Tekurðu þátt í einhverju fé-
lagsstarfi?
„Já, ég er í skátunum. Það eru
fundir einu sinni í viku. Við fórum í
ferðalag til Vestmannaeyja sl. vet-
ur. Það var garnan."
- Hvað gerðirðu þér til dundurs
á kvöldin?
Thelma Garðarsdóttir.
„Ég hitti vinkonur mínar og við
gerum eitthvað skemmtilegt. Við
förum út að labba eða horfum á
sjónvarpið eða myndbandið."
Þetta sagði hún Thelma Garð-
arsdóttir í stuttu rabbi við okkur. Við
létum þetta gott heita af spjalli við
ungdóminn í Ólafsvík og héldum
áfram för okkar til Reykjavíkur, en
þangað var ferðinni heitið. Við vor-
um að koma frá Hellissandi. Helli-
rigningin sem hafði verið litlu áður
var gengin niður og sólin braut
geislum sínum leið gegnum skýin.
Krakkarnir í Ólafsvík voru líklega
flestir að fara að taka sig til fyrir
diskótekið þegar við vorum að
leggja á Fróðárheiðina.
Svar sendist til ÆSKUNNAR fyrir
15. janúar næstkomandi. Veitt
verða 5 bókaverðlaun fyrir rétt
svör, og ef mörg svör berast, verð-
ur dregið um verðlaunin.
Hvaða staður er þetta?
Svar
Nafn
Heimili
Póststöð
9