Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1984, Page 17

Æskan - 01.11.1984, Page 17
flaut ekki út fyrr en í ágústlok. Við höfðum gaman af því strákarnir að róa út að honum og klifra. Styrjaldarárin fyrri komu á margan hátt hart niður á bæjarfélaginu. Mikill hluti tekna þess fór í fátækra- styrk svo að margt sat á hakanum. Leikfimi lagðist niður í skólanum þar sem ekki fékkst fé til að hita upp fimleikasalinn. Sundbryggjaog sundskýli hafði staðið árum saman á svokölluðu Torfunesi. Skýlið hafði brotnað niður um veturinn vegna ísreks og ekkert fé var til að endurreisa það. Þannig féll öll sundkennsla niður. Sumarskóli með sundnámskeiði hafði verið í Reykjanesi í Inndjúpinu um fjölda ára. Hann lagðist einnig niður vegna fjárskorts. Þar höfðu systkini mín öll lært að synda en ég átti ekki því láni að fagna. Upp úr 1920 fór að rofa til á þessum slóðum. Um þetta leyti mun fyrsti bíllinn hafa komið til ísafjarðar og um svipað leyti heyrði ég í fyrsta sinn í útvarpi. Hafði einn nágranni okkar keypt sér viðtæki og náði með höppum og glöppum í erlendar útvarpssend- ingar. Af skólamálum Á þessum árum var enginn f.ramhaldsskóli á ísa- firði. Varð þá annaðhvort að leita suður til Reykjavík- ur eða norður til Akureyrar til framhaldsnáms. Leitaði ég til Gagnfræðaskólans á Akureyri þar sem ég fékk heimavistarpláss. Verður mér oft hugsað til þess þegar ég sé hinar nýtískulegu heimavistir nú á dögum hve margt var frumstætt í heimavistinni okkar norður þar. Þær voru í sjálfu skólahúsinu sem nú er Menntaskólinn. Við vorum um 50 í heimavistinni, í 2-4 manna herbergjum. í hverju herbergi var kolaofn sem við urður að kynda sjálfir. í kjallaragangi stóð olíutunna og þangað sóttum við heimavistarbúar olíu á 10 lítra brúsa. Sullaðist oft niður olía á timburgólfið og þótti ekki tiltökumál þótt eldhætta væri auðsjáan- leg í þessu stóra timburhúsi. Þar sem lítið var um uppkveikjuna skvettum við óspart olíunni á kolin í ofninum uns fór að loga vel. Þetta endaði með þeim ósköpum hjá félaga mínum og mér að ofninn sprakk og logandi kolin hrundu út á timburgólfið. Við gátum komið í veg fyrir að í kviknaði. Sem betur fer var þetta seinni part vetrar því að við vorum í kuldanum Það sem eftir var til skólaslita. Þetta var fyrri vetur minn í skólanum en þegar ég kom aftur að hausti var búið að setja miðstöðvarhitun í húsið. Það mætti margt segja um mataræðið í þessari nafntoguðu heimavist og sem dæmi vil ég nefna að morgunverðurinn var hafragrautur með svokallaðri saftblöndu sem var litað sykurvatn með kjörnum. Með því að kjósa sendinefnd á fund skóla- meistara og fara fram á umbætur fengum við því framgengt að fá mjólk út á grautinn. En þetta var talin FELUMYND Hvar er þriðja systirin? uppreisn og fengum við nefndarmenn að gjalda þess síðar þegar við tókum gagnfræðapróf. Þá var dregið af okkur í hegðunareinkunn. Að loknu gagnfræðaprófi var um það að ræða hvað við tæki. Það var ekki margra kosta völ að mínum dómi. Mér þótti tilgangslítið að stefna að stúdentsprófi í Reykjavík, nema því aðeins að ég stefndi að háskólanámi en þar þótti mér ekki um auðugan garð að gresja. í háskólanum var þá, þ. e. kringum 1923, varla um annað að ræða en guðfræði- nám, lögfræðinám, læknanám eða norræn fræði og sögu. Ekkert af þessu höfðaði til mín. Sá örlagavald- ur, sem beindi mér á námsbrautina til Akureyrar í staðinn fyrir Menntaskóla Reykjavíkur, réði því einnig að ég fór til Þýskalands í nám í viðskiptafræðum. Skömmu eftir að ég kom heim að loknu námi í Þýskalandi, fór að þrengja að í efnahagsmálum í hinum stóra heimi. Brátt fór einnig að syrta að hér á heimaslóðum. Mörgum er minnistæður þriðji áratugurinn, 1930- 39, sem kenndur er við kreppu. Skal ekki rætt nánar um það hér. Síðari heimsstyrjöldin skall á haustið 1939. Sú ógnaralda sviþti burt mörgum hinum styrku stoðum sem þjóðmenning okkar hafði hvílt á um aldaraðir. Aldamótakynslóðin var að skila af sér hlutverki sínu. Það var kominn nýr tími og nýir menn. Sjálfstæðis- baráttunni var lokið að því er talið var. En að mínu mati heldur hún áfram meðan við viljum vera frjálsir menn í frjálsu landi.“ 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.