Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1984, Blaðsíða 18

Æskan - 01.11.1984, Blaðsíða 18
Þessi saga gerðist austur í Sví- þjóð, kæru börn. Þar getur veturinn verið kaldur og sólarlítill eins og hérna. Það bar við á köldu og dimmu vetrarkvöldi, einhversstaðar langt norður í Svíþjóð, að drenghnokki sást á hraða-reið um skóglendi til næsta þorps. Hann var að sækja lækni. Hann kom auga á húsið, þar sem læknirinn bjó. Gamall maður kom út með kerti í hendinni, jafn- skjótt sem drengurinn drap að dyrum. „Hvað er um að vera?“ sagði karlinn snúðugur. „Er læknirinn ekki heima?“ spurði drengurinn djarflega. „Jú, víst er hann heima. En áttu nokkurt erindi við hann, svona seint á kvöldi?" „Já, hann pabbi minn, sem er nautamaður hjá óðalsbóndanum á Fossi, varð fyrir því slysi, að hann stóri boli stangaði hann svo illa, að hann deyr áreiðanlega, ef læknir- inn gerir það ekki fyrir okkur að koma undir eins.“ „Læknirinn kemur víst á morgun. Það getur enginn krafist þess, að læknirinn fari út í þennan gadd, þegar komið er fram á nótt.“ „Jú, læknirinn gerir það nú samt, því að ég veit, að hann er svo góð- ur maður, og þegar ég verð stór, þá skal ég borga honum hjálpina." „Hvað ætli þú borgir, krílið þitt, bláfátækur? En hvað þér getur dottið í hug,“ sagði karlinn og hló. „En ég skal fara inn og segja lækninum þetta.“ Þegar læknirinn kom út, þá bað Andrés litli hann svo átakanlega að koma nú með sér, og sagði: „Ann- ars deyr hann pabbi minn frá mér og systkinunum mínum, fimm sam- an. Ég skal borga lækninum, þegar ég verð stór; ekki skal standa á því.“ „En hvað þú ert duglegur, lítill snáði," svaraði læknirinn. „Ég skal víst koma með þér.“ „Ég þakka,“ sagði Andrés, held- ur en ekki glaður. „Svo ríðið þér, læknir, honum gamla Brún mínum; hann er traustur þótt hann sé ekki stór.“ „En hvernig kemst þú þá heim?“ spurði læknirinn. „Og ég kem á eftir hlaupandi, það dregur varla mikið sundur með okkur,“ sagði Andrés allur á lofti af fögnuði út af því, að hann hafði getað fengið lækninn með sér. Húsið veslings nautamannsins stóð allangt frá borginni. Boli hafði farið illa með hann, rekið hornið í kviðinn á honum, svo að hann lá rúmfastur. Læknirinn kannaði meiðslið mjúkum höndum. Það var Ijótt að sjá það; en læknirinn var löngum góðfús og heppinn í lækn- ingum sínum og tókst að bjarga lífi sjúklingsins; hann varð albata eftir nokkurn tíma. En hvað hann þakkaði lækninum góða hjartan- lega, sem orðið hafði verkfæri í Guðs hendi til að bjarga lífi hans. En jafnframt lét hann í Ijós hryggð sína út af því, að hann hafði ekkert til að borga lækninum ómakið. „Þér skuluð ekki fást um það,“ sagði læknirinn og gerði að gamni sínu, „sonur yðar hefur lofað að taka það að sér.“ Veslings fátæki nautahirðirinn sneri húfunni milli handa sér, vand- ræðalega, hneigði sig djúpt, þakk- aði og gekk burtu. Lækninum fannst mjög um dugn- að Andrésar litla og einurð í allri framkomu, og bar upp frá því hið besta traust til hans. Skömmu síðar tók hann Andrés í þjónustu sína, og varð hann húsbónda sínum hinn nytsamasti til þjónustu. Hann var nú hvort sem var búinn að lofa að borga lækninum hjálpina, sem hann veitti föður hans á neyðar- tíma, og nú gafst honum færi á að efna það heit. Nokkrum árum seinna bar svo til, að læknirinn ók út á sleða og And- rés með honum. Förinni var heitið til búgarðs nokkurs alllangt frá þorpinu. Þeir óku yfir mýri, sem öll var í einni gljá, en eftir miðri mýrinni rann á allmikil. Nú hafði verið hláka dögum saman, svo að ísinn á ánni var orðinn meyr eins og froða. Þeg- ar þeir voru komnir að árbakkanum hinum megin, þá sveik ísinn og allt fór á bólakaf. Þeir læknirinn og Andrés og hesturinn og sleðinn; sannaðist þar, að „veikur er vorís- inn.“ Þá sýndi Andrés ótrúlegt þrek og snarræði. Tókst honum bæði að bjarga húsbónda sínum og hestin- um, en sleðanum náði hann ekki. „Það verða ég að segja, að þetta var hreystibragð,1' varð lækninum að orði, þegar Andrés var búinn að draga hann upp úr ánni hraustum höndum. „Og þetta er nú bara afborgun af gömlu skuldinni minni," svaraði Andrés heldur en ekki ánægður í bragði. & - Pabbi, hvern ætlar þú annars að leika þér við þegar ég er orðinn stór?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.