Æskan - 01.11.1984, Side 19
s
Ertu myrkfælin(n)?
Tanya Vilhjálmsdóttir, 8 ára:
Nei, ég er aldrei myrkfæiin. Ég trúi
ekki á draugasögur enda les ég
Þær aldrei. Ég les bara skemmti-
sögur eins og t. d. bækurnar um
Millý, Mollý, Mandý.
Hallfreður Helgi Halldórsson, 12
ára:
Jú, ég verð stundum myrkfælinn.
Ef ég hef verið að horfa á spennu-
mynd í sjónvarpi eða á myndbandi
á ég erfitt með að sofna. Ég veit að
það er ímyndun að draugar séu til
en samt finnst mér stundum að ein-
hver sé að elta mig þegar ég er
einn úti í myrkri. Þá sný ég mér við
en sé auðvitað engan.
Hjördís Auðunsdóttir, 9. ára:
Nei, aldrei. Ég trúi ekki að draugar
séu til. Ég sef ein í herbergi og verð
aldrei hrædd, ekki einu sinni þótt
ég vakni allt í einu upp á nóttinni.
Erna Agnarsdóttir, 13 ára:
Nei. Ég trúi ekki heldur á drauga.
Samt þykir mér stundum gaman að
lesa draugasögur enda veit ég að
þær eru ósannar. Ég sef ein í her-
bergi og verð aldrei hrædd.
Pétur Gunnarsson, 11 ára:
Nei, þótt ég lesi oft draugasögur.
Það hefur engin áhrif á mig þótt ég
hafi horft á spennumynd rétt áður
en ég sofna. Ég held að það séu
helst stelpurnar sem verða myrk-
fælnar en ekki við strákarnir.
Friðrik Karlsson, 14 ára:
Nei. Ég trúi ekki á drauga. Stund-
um les ég draugasögur en það eru
aðallega þjóðsögur. Mér þykir gam-
an að þeim. Ég hef enga skoðun á
því hvort látið fólk sé á „sveimi" í
kringum okkur enda snertir það mig
aldrei.
19