Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1984, Side 22

Æskan - 01.11.1984, Side 22
Sveinn Sæmundsson: ÓR OG HLYNUR í FÆREYJU í verðlaunaferð Æskunnar og Flugleiða I UTVARPSHUSINU í Miklagarði eru sem fyrr segir margar verslanir og þar keyptu þeir hitt og þetta handa systkinum sínum, vinum og vandamönnum. Að versluninni lokinni var farið til Norðurlandahússins. Norðurlandahúsið gegnir sama hlutverki og Norræna húsið í Reykjavík. Það er byggt á mjög nýstárlegan máta. Er mun stærra en Norræna húsið í Reykjavík og samkomusalurinn þar er til mikillar fyrirmyndar. Þar er einnig veitingabúð og bókasafn. Þarna voru tvær konur við vinnu í stóra salnum og Hlynur og Snæþór stóðu og horfðu á. Konurnar brostu til þeirra og spurðu hvort þeir væru virkilega frá íslandi. Þeir svöruðu því til að þeir væru hér í stuttri heimsókn og hvað þær eiginlega væru að gera? Þær sögðust vera að laga tjöldin því hér ætti að fara fram leiksýning. Annars fara leiksýningar fram í Sjónleikarahúsinu sögðu konurnar en stundum er einnig leikið hér í þessum nýja og fallega sal. Eftir að hafa gengið um Norðurlandahúsið og skoðað það hátt og lágt var farið til Útvarpshússins sem stendur aðeins örstuttfrá. í útvarpshúsinu hittu þeir útvarpsstjórann Níels Júel Arge, sem er íslendingum að góðu kunnur. Níels Júel Arge tók þeim vel og sýndi þeim aðstöðuna sem er til fyrirmyndar. Nú stendur yfir tölvuvæðing hjá færeyska útvarpinu og þá verða allar fréttir, tilkynningar og hvað sem heiti hefur, sett inn á tölvuminni og geymt þar til síðari tíma. Eftir góða næturhvíld að Hótel Foroyar tóku menn hraustlega til matar síns við morgunverðarborðið. Eftir að hafa skoðað Norðurlandahúsið héldu þeir Snse- þór og Hlynur áfram að skoða Þórshöfn. Útvarpshúsið i Færeyjum er aðeins fjögurra ára gamalt. Vinnuaðstaða fyrir starfsfólkið er frábær og þótt ekki séu nema tuttugu starfsmenn er miklu efni útvarpað frá þessum stað. Níels Júel Arge hefur ef svo má segja byggt færeyska útvarpio upp frá grunni og það er hans verk að Útvarpshúsið er risið, svo myndarlegt sem það er. Hann fékk leyfi lands- stjórnarinnar til þess að efna til happdrættis til byggin9ar hússins og þannig hafa Færeyingar byggt sitt myndarlega útvarpshús en margir hlustendur fengið drjúgan skilding um leið. Það var ákveðið að þeir Snæþór, Hlynur og Sveinn, sem var fararstjóri, kæmu í útvarpsviðtal daginn eftir. Þeir fóru víða um Þórshöfn það sem eftir var dagsins en síðan var haldið heim á Hótel Föroyar. Snæþór, sem a heima í Möðrudal á Fjöllum hafði að sjálfsögðu mikið vit 3 sauðfé og honum þótti kindurnar í Færeyjum furðulegar a að líta. Þær eru háfættar og allt öðruvísi en þær íslensku- Flestar mórauðar, gráar eða flekkóttar en örfáar hvitar. Þær voru allt í kringum hótelið og þar sem gluggarnir voru rétt niður við jörð komu þær og gerðu sig heimakomnar vio hótelgluggana. Ekki var samt mikið ónæði af greyjunum Þvl þær jörmuðu sjaldan og voru mun þöglari en kollegar þeirra íslenskir. Billjardstofan á hótel Föroyar varð þeim Snæþóri og Hlyni mikið skemmtiefni. Þeir horfðu hugfangnir á gestina spila þarna billjard og þegar þeir hættu tóku þeir félagarmr við. Þeir höfðu aldrei spilað þetta áður en fundu út hvaða reglur mundu gilda um spilverkið og höfðu mestu skemmt' un af. Þeim fór líka fljótlega fram í listinni og rauða kúlan sendi þær hvítu snarlega niður eftir að þeir hófu leikinn Veðrið hafði batnað eftir því sem á daginn leið og ujj1 kvöldið kom sólskin. Þeir ákváðu að taka afturtil við billjarC)' spilið næsta kvöld ef færi gæfist, ekki var ráð að ganga seint til náða því að næsti dagur mundi verða mjög anna' samur. HEIMSÓKN í KIRKJUBÆ Hlynur hafði stillt klukkuna hjá þeim Snæþóri þannig aCj hún hringdi klukkan hálf níu um morguninn. Þeir voru sam vaknaðir örstuttri stund áður en klukkan hringdi enda var bjart og gott veður úti og morgunninn lofaði góðum degr 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.