Æskan - 01.11.1984, Page 35
Hvað ætlar þú að gera í jólaleyfinu?
Þegar þetta blað kemur fyrir sjónir lesenda eru
jólaleyfi að hefjast í grunnskóium landsins.
Áreiðanlega hafa margir beðið leyfisins með
óþreyju, ekki þó endilega af því að skólinn sé
þreytandi á stundum heidur vegna þess að jólun-
um fylgir viss stemning, viss hátíðleiki sem lætur
síst börnin ósnortin. Oft hefur verið haft á orði að
jólin séu hátíð barnanna og það eru líklega orð
að sönnu.
Hvað ætlar þú að gera í jólaleyfinu? Þessa
spurningu lögðum við fyrir nokkra krakka, sem
við hittum á förnum vegi í Reykjavík, í byrjun
mánaðarins.
Fer kannski til
Seyðisfjarðar
Stella Rut Axelsdóttir er í 6. bekk Árbæjarskóla.
Hún kvaðst hlakka mikið til jólafrísins. „Ég ætla að
leika mér á skautum og skíðum,“ sagði hún. „Ætli ég
vaki ekki lengi frameftir við lestur bóka og leiki við
vinkonurnar,1' hélt hún áfram.
Stella Rut er nýflutt til Reykjavíkur. Áður átti hún
heima á Seyðisfirði. Þegar viðtalið var tekið var það
ekki ákveðið hvort fjölskylda hennar dveldi á Seyðis-
firði um jólahátíðina eða yrði í Reykjavík.
- í hvað langar þig mest í jólagjöf? spurðum við.
Stella Rut var ekki í vafa um það.
Stella Rut
„Skíði," svaraði hún að bragði.
Við spurðum hana næst hvaða mat hún borðaði á
aðfangadag.
„Við borðum alltaf rjúpur, þær eru bestar. Pabbi
veiðir þær oftast sjálfur."
- Farið þið til kirkju á jólunum?
„Stundum, já. Mér finnst það mjög hátíðlegt."
- Veistu af hverju við höldum jól?
„Auðvitað!" Stella Rut var auðheyrilega hneyksluð
á spurningunni. „Jesús fæddist á jólunum," bætir
hún við.
- Hvernig er það, ætlar þú að gefa vinkonum
þínum jólagjafir?
„Já, ég býst við því.“
Við spurðum hana að lokum hvort hún héldi að
hún fengi gjafir frá þeim.
„Já, ætli það ekki,“ svaraði hún.
Hanna Sólrún
Langar mest í skíðaútbúnað
Hanna Sólrún Antonsdóttir er vinkona Stellu Rutar
og jafngömul henni. Hún kvaðst líka hlakka mjög
mikið til jólaleyfisins.
„Síðustu jól höfum við verið hjá ömmu minni í
Ölfusi," útskýrði hún. „En núna er amma mín flutt í
bæinn og þess vegna verðum við bara heirna."
- Fannst þér gaman að vera í Ölfusi um jólin?
„Já. Ég lék mér á skíðum og skautum, lék við
hundana og svo komu margir í heimsókn."
35