Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1984, Síða 39

Æskan - 01.11.1984, Síða 39
„Hvers vegna viltu ekki hnetu- köku, amma?“ spurði Siggi litli og horfði á ömmu sína setja krem á kökuna. „Hnetukaka var einu sinni upp- áhaldskakan mín,“ sagði amma og andvarpaði. „Þegar ég var á þínum aldri beið ég og beið eftir að mamma bakaði hnetuköku. En það var seinlegt að baka hana, svo að mamma gerði það mjög sjaldan. Þegar hún svo loksins bakaði hnetuköku var það venjulega fyrir einhver gestaboð, og þá fékk ég ekki að smakka á henni fyrr en gestirnir voru farnir". „Eitt sinn sem oftar ákváðu mamma og pabbi að hafa gesta- boð þá um kvöldið, og mamma ætl- aði að baka hnetuköku á meðan ég var í skólanum. Þegar ég kom heim fór ég, eins og venjulega, beint inn í eldhús, en það var enginn þar. Allir voru óða önn að taka til fyrir gesta- boðið. Og þarna á miðju eldhús- borðinu var þessi líka gómsæta hnetukaka, með þykku kremi ofan á og allt í kring. Ég gekk í kringum borðið og skoðaði hana frá öllum hliðum; ég hafði ekkert borðað síð- an um hádegið! Allt í einu sá ég að dálítið krem hafði runnið af kökunni og niður á diskinn. Það myndi varla nokkur skipta sér af því þótt ég tæki það, svo kakan liti betur út. Þegar ég hafði tekið það með puttanum sá ég ójöfnu annars staðar, og þannig koll af kolli. Loks sá ég að allt var að verða ójafnt, svo að ég tók svolítið ofan af kökunni til þess að lagfæra það. Einmitt þegar allt var að fara í vitleysu kallaði vinkona mín í mig, og ég hljóp heim til hennar, því ég átti að borða kvöldmat þar - vegna gestaboðsins, þú skilur! Næsta morgun hafði ég gleymt öllu saman. En þegar ég kom niður var svo mikil kyrrð við morgunverð- arþorðið, að ég varð óttaslegin. Pabbi horfði lengi á mig og sagði svo loks: „Lísa, borðaðir þú af hnetukök- unni í gær?“ „Nei“, sagði ég, sem satt var, því að ég hafði ekki borðað kökuna. „Borðaðir þú dálítið af kreminu?" „Já“, sagði ég, „ég tók dálítið krem, sem var utan með hliðun- um“. „Við skulum líta á kökuna“, sagði pabbi. „Mamma viltu koma með kökuna?" Hún kom inn með kökuna, þenn- an bjarta sólskinsmorgun. Og mér brá í brún. Það voru fingraför á diskinum, allt í kringum kökuna, og meira að segja upp með hliðunum - og ofan á voru líka fingraför, þar sem ég tók krem til þess að bæta með hliðarn- ar. Pabbi hristi höfuðið og sagði: „Mamma þín bjó þessa köku til fyrir gestina, en hún gat ekki borið hana fram svona. Og nú er kakan ónýt. Þar sem þú borðaðir kremið, verður þú núna að borða kökuna". Og pabbi skar stóra sneið af kökunni og setti á diskinn minn. „Hnetukaka í morgunmat! Mér fannst það alveg stórkostlegt og ég naut hvers bita. Þegar ég hafði borðað tvær sneiðar, hélt hann áfram og skar þriðju sneiðina. „Ég get varla borðað rneira", sagði ég. „Þú borðaðir kremið, og nú verð- ur þú líka að borða kökuna", sagði pabbi. Átti hann virkilega við alla kökuna! Ég gat rétt pínt mig til þess að borða þriðju sneiðina, og lagði frá mér gaffalinn - en pabbi hélt áfram og skar fjórðu sneiðina. „Pabbi, ég er allt of södd. Ég get ekki borðað meira". „Þú borðaðir kremið og nú verð- ur þú líka að borða kökuna". „En ég get það ekki“. „Það vill enginn annar borða köku, sem er öll útötuð í fingraför- um“, sagði pabbi rólegri röddu. „Kakan bíður eftir þér í hádegis- verð“. Ég borðaði hnetuköku í hádegis- mat og í kvöldmat - og þá var ennþá svolítið eftir - ég borðaði það morguninn eftir.“ „Nú er það þess vegna sem þú vilt ekki hnetuköku?" sagði Siggi. „Ég hef ekki fengið mér einn bita síðan", sagði amma. Hún lagfærði kremið á kökunni - Siggi stakk þá fingri sínum í kremið og sleikti. „Ef þú borðar kremið. . .“, byrjaði amma. Siggi stakk höndunum f vasa sína, skömmustulegur. „.. . verður þú að borða kök- una“, lauk hann við setninguna. Og þau hlógu bæði. 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.