Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1984, Síða 42

Æskan - 01.11.1984, Síða 42
í Norður-Troms í Noregi gerðist eftirfarandi saga fyrir nokkrum ár- um. Maður nokkur hafði keypt sér sleða af öðrum manni, búsettum í nánd við Narvik. Sleðinn var kom- inn til nýja eigandans og allt virtist með felldu um kaupin og gripinn. Það var aðeins eitt, sem kaupand- inn var óánægður með. Seljandinn hafði krafist of mikils verðs fyrir hann að dómi hans. Kaupandinn hafði greitt meginhluta andvirðisins en ekki allt. Honum virtist, að ekki gerði svo mikið til, þótt það drægist svolítið að Ijúka greiðslunni að fullu, þar sem verðið hafði verið svo hátt. En að skömmum tíma liðnum og áður en greiðslunni var lokið, dó seljandi sleðans. Kaupandinn hugsaði sem svo, að eftirstöðvar verðsins gætu víst fallið niður, því að enginn vissi um þær nema hann einn. Honum fannst hann hafa fullgreitt sleðann og peningarnir væru eins vel komn- ir í sínum vasa sem einhvers erf- ingja mannsins. Nú stóð sleðinn við hlöðuna ásamt öðrum akfærum bónda, og þar stóð hann um sumarið, þegar enginn hafði not fyrir slík tæki. Þannig leið ein vikan af annarri, og maðurinn var alveg hættur að hugsa um eftirstöðvar greiðslunnar fyrir sleðann. Dag nokkurn, þegar liðið var á haust, varð bónda gengið út að hlöðunni, þar sem sleðinn stóð. SLEÐINN Draugasaga frá Norður-Noregi Dimmt var orðið af kvöldi, og hann tók með sér vasalukt til þess að lýsa sér við að finna hluti þá, sem Töfrabrögðin - Papp- írsbrúin Þú hvolfir tveim glösum á borðið í nokkurri fjarlægð, tekur svo þriðja glasið og pappírsörk og spyrð hvort nokkur geti látið pappírsörkina halda því uppi, ef hún sé lögð milli hinna glas- anna. Þetta getur enginn. En þá brýtur þú fellingar í örkina og þá bognar hún ekki undan glasinu. hann ætlaði að sækja. Hann kveikti á vasaljósinu, þegar hann nálgað- ist hlöðuna, og Ijósið féll á sleðann, sem reis upp við hlöðuvegginn. Þá gat hann ekki betur séð en maður stæði hjá sleðanum. Hann var þó ekki alveg viss um þetta, en þegar hann lýsti betur, sá hann ekkert. Nokkrum dögum síðar átti hann aftur ferð út að hlöðunni. Það var að kvöldi sem fyrra skiptið, og nú brá svo við, að hann sá aftur mann standa hjá sleðanum, og nú svo greinilega, að honum þótti sem ekki væri um að villast. Hann þóttist allt í einu sjá mann, sem væri að fást við sleðann með skrúfjárn í hendi og væri að skrúfa járnin und- an sleðanum. Bóndi þóttist heldur ekki sjá betur, en þetta væri selj- andinn frá Narvik. Bónda varð ekki um sel og sneri hið skjótasta aftur heim til bæjar titrandi á beinum. Hið eina, sem hann gat sagt, er hann kom heim, var þetta: „Sendið peningana, sem eftir stóðu af kaupverði sleðans, þegar til ættingja seljandans í Narvik". Bóndi lá sjúkur nokkra daga, en þegar búið var að senda pening- ana og kvittun hafði borist fyrir greiðslunni, hresstist hann aftur. Nokkru síðar sagði hann: „Seljand- inn var auðvitað kominn til að sækja greiðslu sína. Og ef hann hefði ekki fengið hana, mundi hann vafalaust hafa gengið aftur lengi og skrúfað allan sleðann sundur". 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.