Æskan - 01.11.1984, Qupperneq 43
íífrMvVÍiriði*®!
Hafurinn í
speglinum
Geitin er mjög nægjusamt dýr. Hún
er jórturdýr. Geitin erfjalladýr, en er víða
tamin vegna mjólkurinnar. Víða eru
tamdar geitur tjóðraðar á beit, því að
þær eru rásgjarnar í haga og éta og
spilla í kálgörðum, ef þær eru sjálf-
ráðar. í Asíu eru angorageitin og
Kashmirgeitin, sem báðar eru tamdar
vegna ullarinnar. Úr ull af þessum geit-
um eru gerð dýrindis sjöl og dúkar.
Náskyld okkar geit er steingeitin í Alpa-
fjöllum og antílópurnar f hitabeltinu,
sem lifa þar oftast í stórum hópum.
Matthías geithafur átti heima á
bóndabæ einum í Vermlandi í Svíþjóð.
Hann var mjög göfugur herramaður,
eða það áleit hann sjálfur. Hann þóttist
vera miklu meiri en öll hin dýrin á bæn-
um, og það var af tveimur ástæðum.
í fyrsta lagi var það af því, að Páll litli,
elsti sonur húsbóndans, átti Matthías.
Og í öðru lagi vegna þess, að Matthías
fékk alltaf að ganga laus og ótjóðraður.
En allar hinar skepnurnar á bænum
voru bundnar á dreif alla daga.
Sú eina vinna, sem Matthíasi var ætl-
uð, var að draga litla vagninn með Páli.
En það var ekki svo ýkja mikið erfiði
fyrir Matthías, því að hann réð sjálfur,
hve hratt hann fór.
Mesta yndi Matthíasar var að gleðj-
ast yfir ættgöfgi sinni. Hann gat rakið
ætt sína í beinan karllegg alla leið aftur
til villigeitanna, sem á löngu liðnum
tíma áttu heima í suðlægum fjalla-
löndum og klifruðu þar og hoppuðu um
klettastallana. Nei, það voru ekki marg-
ir, sem áttu jafn göfugt ættartal og Matt-
hías hafur, enda var hann reglulega
hreykinn yfir því.
Já, svona var nú það, og Matthías
geithafur gekk um túnið og heima við
bæinn eftir eigin vild og geðþótta.
Það var um miðdagsleytið, fólkið á
bænum hafði nýlokið við að borða, og
nú höfðu allir tekið sér miðdagsblund.
Þess vegna hindraði heldur enginn
Matthías í að fara, hvert sem hann vildi.
Dyrnar á íbúðarhúsi fólksins stóðu opn-
ar í hálfa gátt, því að hiti var á og glaða
sólskin. Matthías læddist heim að hús-
inu. Hann fór mjög gætilega, því að
hingað var hann ekki vanur að koma.
En reyndar hafði hann þó lengi langað
til þess. Hann áleit, að híbýli mannanna
hlytu að vera mjög einkennileg, og að
gaman væri að rannsaka þau nákvæm-
lega.
Nú var hann kominn að útidyrahurð-
inni. Hann rak snoppuna inn í dyragætt-
ina, svo ýtti hann sér inn og stóð loks í
forstofunni. Fyrst hélt hann að gólfið í
forstofunni væri grasi vaxið, því að það
var grænt eins og túnið úti. En þegar
hann athugaði það betur, sá hann, að á
gólfinu var þykkur grænleitur dúkur,
sem var mjög þægilegur að ganga á. Á
veggjunum héngu yfirhafnir, hattar og
húfur.
En Matthías vildi skoða fleira. Hurðin
inn í stofuna var ólæst. Matthías ýtti
hornunum í hurðina, og þarna stóð
hann hnarreistur á stofugólfinu. En
þetta var það ergilegasta, sem fyrir
hann hafði komið. Hann var ekki einn
inni í stofunni. Beint fyrir framan hann
stóð annar hafur. Matthías stóð kyrr og
stappaði með öðrum framfætinum í
gólfið, og hinn hafurinn var svo dóna-
legur að stappa líka öðrum sínum fram-
fæti í gólfið. Matthías gekk þrjú skref
aftur á bak, og um leið gekk hinn hafur-
inn líka þrjú skref aftur á bak. Matthías
hristi höfuðið, og hinn hafurinn apaði
það líka eftir honum. Það leyndi sér
ekki, að þessi hafursóþokki gerði
ramma gys að honum og hermdi eftir
honum allt, sem hann gerði.
Þetta var annað og meira en Matthí-
as vildi þola þessum hafri þarna. Hér
skyldi verða stiginn nýr og alvarlegri
dans. Hann skyldi reka þennan angur-
gapa og dóna út úr stofunni.
Matthías gekk fimm skref afturábak,
svo beygði hann niður hálsinn, hristi
höfuðið, miðaði á andstæðinginn og
renndi sér svo á hann með öllu sínu
afli, og glerbrotin hrundu á gólfið með
hávaða og bramli.
Það varð ógurlegt uppþot í húsinu.
Fólkið vaknaði af sætum miðdags-
svefni og þusti inn í stofuna. Matthías
geithafur var rekinn út og hýddur að
auki.
En það var nú reyndar óréttlátt, því
að hann, aumingja hafurinn, hafði
aldrei staðið frammi fyrir spegli áður,
og þess vegna gat hann ekki vitað, að
það var aðeins myndin af honum sjálf-
um i speglinum, sem hann hafði verið
að berjast við. En upp frá þessum degi
áræddi Matthías aldrei að fara inn í
íbúðarhúsið aftur.
Og geiturnar rykktu í tjóðurbandið og
brostu í skeggið hvertil annarrar, þegar
Matthías gekk fram hjá þeim. Og sjálfur
var hann ekki lengur jafn viss um það
og áður, að hann væri svo miklu
göfugri en öll hin dýrin á bænum.
43