Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1984, Qupperneq 57

Æskan - 01.11.1984, Qupperneq 57
Hinn 10. desember árið 1924 komu nokkrir menn saman W fundar í Kaupþingssal Eimskipafélags íslands í Reykja- v'k. Allir höfðu þeir orðið hugfangnir af hugsjónum Henry Dunants og fylgst með þróun þeirra samtaka sem stofnuð voru í Genf árið 1863. Þeir voru sammála um nauðsyn Þess að landsdeild þeirra yrði stofnuð á íslandi. Eftir að skipst hafði verið á skoðunum var ákveðið að hópurinn skyldi stofna Rauða kross íslands. Fyrsti stjórnarformaður var kjörinn Sveinn Björnsson hæstaréttarmálaflutnings- ^aður, síðar fyrsti forseti íslenska lýðveldisins. Þessa sögufræga fundar mun Rauði kross íslands minn- ast með ýmsum hætti í námunda við afmælisdaginn hinn 10. desember 1984. Allt frá stofnun Rauða krossins fyrir rúmum 120 árum hefur hann með ýmsum hætti leitast við að bæta böl aianna, draga úr þjáningum, koma í veg fyrir þær og auðvelda þannig sem flestum að njóta heilbrigðs lífs. Upp- haflega takmarkaðist starfsemin við stofnun hjálparsveita fil að veita líkn særðum og sjúkum hermönnum en síðar arðu verksviðin fleiri, líknarstörf hafin á fjölmörgum sviðum ^annlegra samskipta. Má segja að félagar Rauða krossins iáti sig varða allt það sem unnt er að færa til betri vegar af Því marga sem veldur mönnum þarflausum þjáningum. Hér er bæði um það böl að ræða sem menn verða fyrir af völdum náttúruhamfara, eldgosa, flóða, þurrka og jarð- skjálfta, svo að dæmi séu nefnd, og einnig þar sem áföllin verða af völdum manna, t.d. styrjaldir eða önnur átök sem i®iða til þess að fólk verður hjálparvana, hungrað eða iandflótta. Þá er einnig varið tíma og fjármunum til að ^snna fólki að koma í veg fyrir slys og leiðbeina því á ýnisum sviðum til aukins öryggis og sómasamlegs lífs. Hér er hvorki tími né rúm til þess að rifja upp sögu aiþjóðahreyfingar Rauða krossins sem telur nú um 250 ^illjónir manna í deildum 135 þjóðríkja né segja frá því Tiarkverðasta sem gerst hefur í hinni sex áratuga sögu ^suða kross íslands. í stað þess skulum við staðnæmast stundarkorn við þau verkefni sem einkum er unnið að á sextugasta afmælisári Rauða kross íslands og reyna að fá Þannig einhverja hugmynd um fjölbreytni og víðfeðmi Þeirra verkþátta sem byggðir hafa verið á grundvellinum Sern lagður var með fundinum í Kaupþingssalnum hinn 10. desember 1924. Áður en lengra er haldið verður að minna á að nú eru hér a íslandi tæplega 20 þúsund félagar í Rauða krossi ís- l^nds. Þeir starfa í 48 félagsdeildum sem eru í öllum helstu Þéttbýlisstöðum landsins. Aðalskrifstofa félagsins er að ^óatúni 21 í Reykjavík. Þar er starf félagsdeildanna sam- r®mt og þaðan er haldið uppi samvinnu við Rauðakrossfé- I^Qin á Norðurlöndunum og aðalskrifstofu Rauðakross- Þreyfingarinnar sem er í Genf þar sem samtökin voru stofnuð af Henry Dunant og félögum hans árið 1863. Víkjum þá til nokkurra helstu viðfangsefnanna: Næstum allar deildir Rauða kross íslands hafa á undan- förnum árum varið miklu fé til kaupa á sjúkrabifreiðum og Fyrstl stjórnarformaftur R. K. (., Sveinn Björnsson. sums staðar einnig annast rekstur þeirra. Er nú svo komið að af þeim 66 sjúkrabifreiðum sem nú eru í landinu hefur Rauði krossinn fjármagnað að öllu leyti eða að verulegum hluta kaup á rúmlega 50 þeirra. Þannig reynir Rauði kross- inn að brúa bilið milli þeirra sem eru hjálparþurfi og hinna sem líkn geta veitt. Það skiptir miklu að við kunnum ráð til að koma í veg fyrir slys og vitum hvernig skynsamlegast er að koma til hjálpar þeim sem orðið hafa fyrir slysum. Vegna þess efnir Rauði krossinn til fjölmargra námskeiða í skyndihjálp og reynir að stuðla að því að kennsla í henni verði tekin upp í skólum landsins. Fullyrða má að vegna þessarar viðleitni hafi mörgum mannslífum verið bjargað á íslandi. Oft ræður það úrslitum um líf eða dauða hvort sjúklingur á þess kost að fá blóðgjöf. Til tryggingar því að nægilegt blóðmagn sé jafnan fyrir hendi í Blóðbankanum veitir Rauði krossinn aðstoð sína. Sennilegt er að á yfirstandandi ári muni hátt á fimmta þúsund manns hafa gefið blóð í ferðum sem farnar eru með blóðsöfnunarbifreið Rauða krossins. Rauði krossinn veitir aðstoð við neyðarvarnir sem eru skipulagðar til þess að geta veitt sem flestum hjálp ef mikil vá verður fyrir dyrum, t.d. af völdum eldgosa eða jarð- skjálfta. Vegna þessa eru 64 fjöldahjálparstöðvar skipu- lagðar af Rauða krossi íslands víðs vegar á landinu. Fjölmargir þurfa einhvern tíma á ævinni á hjálpartækjum að halda vegna fötlunar og sumir geta aldrei án þeirra verið. Til að geta orðið þessu fólki að liði átti Rauði krossinn þátt í stofnun hjálpartækjabanka þar sem margvísleg tæki til aðstoðar eru seld eða lánuð þeim sem á þeim þurfa að halda. 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.