Æskan - 01.11.1984, Side 60
Það var indæll júnídagur. Við
suðurhlið bílgeymslunnar stóðu
villtar rósir í blóma. En inni í bíl-
geymslunni var litli Austin bíllinn.
Honum dauðleiddist. í fimm ár
hafði hann ekki verið tekinn út.
Þarna stóð hann á trédrumbum.
„Ég vildi að einhver kæmi,“ hugs-
aði litli bíllinn og andvarpaði. Bíl-
eigandinn Bang og kona hans
komu og sóttu reiðhjólin sín.
„Nú fá hjólin að fara út,“ hugsaði
bíllinn. „Ég verð að hírast hér mán-
uðum saman og horfa á lokaðar
dyr.“
Frú Bang mælti: „Það þarf að
hleypa góðu lofti inn í bílgeymsl-
una. Við skulum láta dyrnar vera
opnar."
Nú gat Austin bíllinn horft út í
garðinn og út á götuna. Það var
betra en ekkert. En þó ekki full-
nægjandi.
„Ég vildi að ég hefði einhvern að
tala við,“ hugsaði bíllinn.
„Piv,“ heyrðist sagt í einu horni
bílgeymslunnar.
Bíllinn spurði: „Er einhver
þarna?“
„Það er bara ég,“ var svarað.
„Hver er ég?“ sagði bíllinn.
„Jakob mús. Ég er búinn að
grafa mig inn í gegnum hornið. Þú
býrð í ágætu húsi.“
Bíllinn svaraði: „Húsið er ekki
vont. En ég er nú búinn að fá nóg af
því. Ég hef ekki komið út í fimm ár.“
„Hvers vegna?" spurði Jakob
mús.
„Hvers vegna?“ át bíllinn upp eft-
ir honum með beiskju í röddinni.
„Sérðu ekki að ég stend á
kubbum?"
„Eru það þessir?" spurði Jakob
mús og fór að naga annan þeirra.
„Hættu, hættu," mælti bíllinn
hryssingslega. „Þú kitlar mig allan.
Segðu mér heldur frá því, sem er
að gerast í heiminum."
„Já, það skal ég gera. Bölvaður
kötturinn elti starraunga í gær,
frændi minn fann ostskorpu á bak
við sorptunnuna í gærmorgun, og
----þú verður að fyrirgefa, köttur-
inn er að koma. Ég fer í snatri."
Og Jakob mús þaut burt.
Stór svartur högni kom inn. Hann
mælti: „Hefur þú ekki séð mús hér
fyrir skömmu?“ Kötturinn var mjög
vingjarnlegur.
„Hm, nei, ekki minnist ég þess,“
svaraði bíllinn.
Honum geðjast illa að köttum,
vegna þess að þeir rifu sæti bíl-
anna með klónum, ef þeir komu því
við. Þeir höfðu framið þennan
þjösnaskap á bílnum sjálfum.
„Jæja,“ sagði högninn og settist
þar sem sólrákin lék um hann. En
sólin skein inn um dyrnar.
Kisi mælti: „Hér stendur þú alltaf,
og getur ekki hreyft þig.“
Bíllinn þagði.
„Mér geðjast ekki að bílum,“
sagði kötturinn. „í sama bili og ég
er að því kominn að veiða feitan
spör, sem situr á þjóðveginum og
plokkar æti úr hrossaskít, kemur bíll
þjótandi og fælir fuglinn á braut.
Svei. Þetta er óþolandi. En þér
verður aldrei ekið framar. Þú ert
allur ryðgaður." Kötturinn var
ánægður yfir því, það var auðheyrt
á röddinni.
í sama bili heyrðust skruðningar
úti fyrir, og stór hundur kom þjót-
andi.
„Það kemur hundur,“ öskraði
kötturinn og þaut að svo mæltu upp
á þak bílsins.
Kötturinn sat þar og hvæsti. En
hundurinn stóð og gelti.
Austin bíllinn titraði á trjákubbun-
um. Hann kallaði á köttinn: „Farðu
strax niður af þakinu. Ég vil ekki
hafa þig þarna.“
„Hundurinn étur mig, ef hann
nær mér,“ svaraði kötturinn
aumingjalega.
Bíllinn mælti. „Það væri enginn
skaði skeður þó að svo yrði.“
En kisi vildi ekki láta éta sig.
Hann tók undir sig stórt stökk alla
leið út í garð. Hundurinn hljóp á
eftir en kom skömmu síðar inn til
bílsins og mælti:
„Ég missti köttinn. Hann sleppur
alltaf. Þú stendur alltaf kyrr.“ Hund-
urinn talaði vingjarnlega. Hann var
ekki kaldhæðinn eins og kötturinn.
„Já,“ svaraði bíllinn og andvarp-
aði svo hann lyftist lítið eitt. „En
stundum, í fyrri daga, óskaði ég
þess að þurfa ekki að fara jafn
margar ferðir og ég neyddist til.
Fjölskyldan ók mér afar oft þá og
börnin létu ekki vel. Þau gátu aldrei
verið kyrr, en hoppuðu á sætunum
og létu öllum illum látum. Það brak-
aði í mér. En nú þrái ég að komast
út í eitthvert ferðalag."
„Hvers vegna er þér ekki ekið?“
spurði hundurinn.
„Það er stríðinu að kenna,“ svar-
aði bíllinn ólundarlega.
„Stríðinu að kenna," endurtók
hundurinn. „Það er langt síðan
styrjöldinni lauk. Ég hef heyrt
mennina segja frá því. Þeir hafa
sagt að fleiri bílum sé nú ekið eftir
veginum en áður.“
„Er stríðinu lokið?“ sagði bíllinn,
„og fleiri bílum ekið en fyrr?“ hróp-
aði hann mjög forviða.
Hundurinn svaraði: „Já, þarna
fer einn gulur eftir veginum.“
„Ég vil fara út,“ sagði bíllinn og
reyndi að hoppa niður af trjádrumb-
unum, en gat það ekki. „Æ, ó,“
mælti bíllinn.
Hundurinn mælti: „Ertu veikur?
Er þér illt í maganum?" Það var
meðaumkun í röddinni.
„Mér er alls staðar illt,“ svaraði
bíllinn. „Kælirinn er ryðgaður, leg-
urnar þurrar o.s.frv. Ég vil fara út.
En hvernær gerist það?“
Hundurinn svaraði með sigur-
vissu:
„Jú, þú kemst út.“ Að svo mæltu
fór hann út og í gegnum skarð, er
var í girðinguna.
60