Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1984, Side 76

Æskan - 01.11.1984, Side 76
Dansskólinn í Moskvu, sem er í tengslum viö Bolshoj-leikhúsið í Sovétríkjunum, dregur til sín litla, klaufalega krakka, drengi og stúlk- ur, alls staðar að úr Sovétríkjunum. Þau eiga sér öll þann draum að verða ballettdansarar. Eftir átta ára nám við skólann hafa Ijótu andar- ungarnir orðið að fögrum svönum sem fljúga vítt um landið. Á hverju ári velur hæfnisnefnd, undir stjórn Yuri Grigorovich, aðal- dansahöfundar Bolshoj-leikhúss- ins, 90 börn úr hópi nokkurra þús- unda umsækjenda til að stunda nám við þennan fræga skóla. Reyndir kennarar og læknar kanna líkamsþrek barnanna, líkamsbygg- ingu, tónheyrn, hljómfallsskynjun og listrænt næmi. Hvernig komast börnin í skólann? Mælt er með hæfileikaríkum dönsurum, sem finnast í fjölmörg- um áhugadansflokkum barna, önn- ur koma með mæðrum sínum og ömmum sem fengið hafa ballett á heilann. í skólanum eru um 600 nemend- ur. Hann hefur til sinna umráða vel- búnar kennslustofur, danssali, heilbrigðisþjónustu og matsal. Þannig er matseðill dagsins með fjórum máltíðum, eftir forskrift lækna, með það ríkt í huga að búa börnin undir vaxandi líkamlegt álag með hliðsjón af hinu krefjandi fram- tíðarstarfi þeirra. Kennslan, jafnt og ballettbúningar og skór eru ókeyp- is. Ár hvert dvelja börnin í sum- arbúðum á fögrum stað í Moskvu- héraði. Þar endurnýja þau starfs- þrek sitt fyrir komandi skólaár. Auk sovéskra ungmenna eru í skólanum nemendur frá Frakk- landi, Ítalíu, Búlgaríu, Júgóslavíu, Víetnam, Ungverjalandi, Kúbu og Venezúela. „Utanbæjarnemendur“ búa í heimavist skólans en þar rúm- ast 350 nemendur í notalegum 2ja og 3ja-manna herbergum. Oft má sjá eitthvert uppáhaldsleikfang liggja hjá ballettskónum - börn eru jú börn, þrátt fyrir það að strangt, formfast líf listamannsins hafi þeg- ar tekið að móta líf þeirra og vakið hjá þeim ábyrgðartilfinningu og virðingu fyrir því starfi sem þau hafa valið sér. Sjálft andrúmsloftið í skólanum eflir þetta viðhorf því þar er megin- áhersla lögð á hæfileika og mikla erfiða vinnu. Yngri nemendur bera virðingu fyrir hinum eldri, þeir hafa þegar komið fram á sviði, ekki satt, öll dýrka þau þá sem útskrifuðust úr þessum skóla og hafa gert sov- éskan ballett frægan. Myndir af þeim hanga á veggjum skólans, þ.á m. stjörnum eins og Maju Plisetskaju, Ekaterinu Maximovu, Nataliu Bessmertnovu, Vladimir Vasilyev og Maris Liepa. Skóladagurinn er langur. Börnin læra og æfa sig. Sum taka þátt í ballettuppfærslum. í raun er dans- skólinn í Moskvu þrír skólar undir sama þaki: dansskóli, tónlistarskóli og almennur skóli. í viðbót við skyldunám framhaldsskóla og tón- list er börnunum kennd leik- hússaga, listasaga og önnur sér- hæfð efni. Sérstök áhersla er lögð á klassískan dans. Eftir að hinn verðandi dansari hefur náð tökum á honum, fær hann að velja hverja þá grein danslistarinnar sem hann kýs. Þess vegna má sjá brautskráða nemendur síðar meir í margs konar sýningarflokkum, við klassískan dans, í þjóðdönsum og kabarettdansi. í „karakterdans"- tímum er fjallað um sérstök ein- kenni á hinum ýmsu dönsum ólíkra þjóða og börnum kennt að skilja anda þeirra. Kennsla í sögulegum dansi gerir nemendunum kleift að ná tökum á ólíkum stílbrigðum og sannri túlkun. Paradans og leiklist eru kennd á efri skólastigum. Börn- unum er kenndur píanóleikur öll átta árin sem þau eru í skólanum. Bæði sérgreinakennarar og al- mennir kennarar vinna náið með danskennurunum. Heimsóknir á ýmiss konar söfn, skoðunarferðir á markverða staði og ferðir í leikhús og kvikmyndahús leiða til heitra og áhugaverðra skoðanaskipta á bekkjarfundum. Mér virðast nemendurnir hafa miklar mætur á sviðsþjálfun. Dans- arar framtíðarinnar standa þar í fyrsta sinn frammi fyrir áhorfend- um, annað hvort á skólaleiksviðinu eða á sviði Bolshoj-leikhússins þar sem þeir taka þátt í ballettinum „Þyrnirós", „Don Quixote" og fleirum þess háttar. Tveir ballettar, „Unnið fyrir gíg“ eftir Hertel og „Coppelia" eftir Delibes, þar sem eingöngu nemendur skólans koma fram, eru sýndir í þinghöllinni í Kreml.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.