Æskan - 01.11.1984, Qupperneq 76
Dansskólinn í Moskvu, sem er í
tengslum viö Bolshoj-leikhúsið í
Sovétríkjunum, dregur til sín litla,
klaufalega krakka, drengi og stúlk-
ur, alls staðar að úr Sovétríkjunum.
Þau eiga sér öll þann draum að
verða ballettdansarar. Eftir átta ára
nám við skólann hafa Ijótu andar-
ungarnir orðið að fögrum svönum
sem fljúga vítt um landið.
Á hverju ári velur hæfnisnefnd,
undir stjórn Yuri Grigorovich, aðal-
dansahöfundar Bolshoj-leikhúss-
ins, 90 börn úr hópi nokkurra þús-
unda umsækjenda til að stunda
nám við þennan fræga skóla.
Reyndir kennarar og læknar kanna
líkamsþrek barnanna, líkamsbygg-
ingu, tónheyrn, hljómfallsskynjun
og listrænt næmi.
Hvernig komast börnin í
skólann?
Mælt er með hæfileikaríkum
dönsurum, sem finnast í fjölmörg-
um áhugadansflokkum barna, önn-
ur koma með mæðrum sínum og
ömmum sem fengið hafa ballett á
heilann.
í skólanum eru um 600 nemend-
ur. Hann hefur til sinna umráða vel-
búnar kennslustofur, danssali,
heilbrigðisþjónustu og matsal.
Þannig er matseðill dagsins með
fjórum máltíðum, eftir forskrift
lækna, með það ríkt í huga að búa
börnin undir vaxandi líkamlegt álag
með hliðsjón af hinu krefjandi fram-
tíðarstarfi þeirra. Kennslan, jafnt og
ballettbúningar og skór eru ókeyp-
is. Ár hvert dvelja börnin í sum-
arbúðum á fögrum stað í Moskvu-
héraði. Þar endurnýja þau starfs-
þrek sitt fyrir komandi skólaár.
Auk sovéskra ungmenna eru í
skólanum nemendur frá Frakk-
landi, Ítalíu, Búlgaríu, Júgóslavíu,
Víetnam, Ungverjalandi, Kúbu og
Venezúela. „Utanbæjarnemendur“
búa í heimavist skólans en þar rúm-
ast 350 nemendur í notalegum 2ja
og 3ja-manna herbergum. Oft má
sjá eitthvert uppáhaldsleikfang
liggja hjá ballettskónum - börn eru
jú börn, þrátt fyrir það að strangt,
formfast líf listamannsins hafi þeg-
ar tekið að móta líf þeirra og vakið
hjá þeim ábyrgðartilfinningu og
virðingu fyrir því starfi sem þau
hafa valið sér.
Sjálft andrúmsloftið í skólanum
eflir þetta viðhorf því þar er megin-
áhersla lögð á hæfileika og mikla
erfiða vinnu. Yngri nemendur bera
virðingu fyrir hinum eldri, þeir hafa
þegar komið fram á sviði, ekki satt,
öll dýrka þau þá sem útskrifuðust
úr þessum skóla og hafa gert sov-
éskan ballett frægan. Myndir af þeim
hanga á veggjum skólans, þ.á m.
stjörnum eins og Maju Plisetskaju,
Ekaterinu Maximovu, Nataliu
Bessmertnovu, Vladimir Vasilyev
og Maris Liepa.
Skóladagurinn er langur. Börnin
læra og æfa sig. Sum taka þátt í
ballettuppfærslum. í raun er dans-
skólinn í Moskvu þrír skólar undir
sama þaki: dansskóli, tónlistarskóli
og almennur skóli. í viðbót við
skyldunám framhaldsskóla og tón-
list er börnunum kennd leik-
hússaga, listasaga og önnur sér-
hæfð efni. Sérstök áhersla er lögð
á klassískan dans. Eftir að hinn
verðandi dansari hefur náð tökum
á honum, fær hann að velja hverja
þá grein danslistarinnar sem hann
kýs. Þess vegna má sjá
brautskráða nemendur síðar meir í
margs konar sýningarflokkum, við
klassískan dans, í þjóðdönsum og
kabarettdansi. í „karakterdans"-
tímum er fjallað um sérstök ein-
kenni á hinum ýmsu dönsum ólíkra
þjóða og börnum kennt að skilja
anda þeirra. Kennsla í sögulegum
dansi gerir nemendunum kleift að
ná tökum á ólíkum stílbrigðum og
sannri túlkun. Paradans og leiklist
eru kennd á efri skólastigum. Börn-
unum er kenndur píanóleikur öll
átta árin sem þau eru í skólanum.
Bæði sérgreinakennarar og al-
mennir kennarar vinna náið með
danskennurunum. Heimsóknir á
ýmiss konar söfn, skoðunarferðir á
markverða staði og ferðir í leikhús
og kvikmyndahús leiða til heitra og
áhugaverðra skoðanaskipta á
bekkjarfundum.
Mér virðast nemendurnir hafa
miklar mætur á sviðsþjálfun. Dans-
arar framtíðarinnar standa þar í
fyrsta sinn frammi fyrir áhorfend-
um, annað hvort á skólaleiksviðinu
eða á sviði Bolshoj-leikhússins þar
sem þeir taka þátt í ballettinum
„Þyrnirós", „Don Quixote" og
fleirum þess háttar. Tveir ballettar,
„Unnið fyrir gíg“ eftir Hertel og
„Coppelia" eftir Delibes, þar sem
eingöngu nemendur skólans koma
fram, eru sýndir í þinghöllinni í
Kreml.