Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1984, Blaðsíða 79

Æskan - 01.11.1984, Blaðsíða 79
Lappi Hann var svartur með hvíta bringu og lappir. Hann var allra besti hundur að öllu leyti, geðgóður og þægur er hann eltist, en mesti ærslabelgur á meðan hann var hvolpur. Fljótt urðu þeir vinir hann og kötturinn. Lappi tók snemma upp á því að koma með dallinn sinn inn í fjós þegar verið var að mjólka og lét ég þá sopa í dallinn hans. Aldrei fór hann að lepja fyrr en kisi var búinn að lepja eins og hann hafði lyst á, en það var betra fyrir hænsnin að koma ekki nærri því honum var ekkert um þau gefið, en ef ég lét í dallinn eitthvað sem hann vildi ekki, fór hann með það út á rúst og setti dallinn fyrir hænsnin, þá máttu þau éta. Þegar hann var hvolpur fór hann með mér að hýa féð, ég þurfti að taka eina kind sem átti að vera í öðru húsi, en þegar ég var búin að ná henni var puti búinn að reka allt féð út úr tveimur króm og hamaðist í bæjarrollu sem stóð framan í honum og lét hann óspart kenna á því að hún var með horn, svo ég tók seppa litla og hafði hann undir hendinni á meðan ég var að ná fénu inn og loka húsinu. Hann og kisi sváfu saman, en svo týndist kisi. Lappi leitaði í skurðum og lækj- um og í brunninum. Eitt kvöld í Ijós- askiptunum hvarf hann og vissum við ekki hvað af honum varð en svo þegar ég er að koma úr fjósinu komu þeir báðir og sló Lappi í rass- inn á kisa með löppinni svo að hann hentist inn úr dyrunum. En kisi lagðist út um vorið og sást ekki allt sumarið, ég hélt að hann væri dauður og fékk mér annan kött. Hann var hálf tortrygginn við Lappa og ygldi sig og hvæsti, en hann kunni lagið á þessu gerpi, lagði aðra framlöppina ofan á kisa litla og sleikti hann í framan. Eftir það voru þeir vinir og sváfu og átu sam- an á meðan þeir lifðu báðir. Seinna um haustið bar svo til, er ég var að fara út í fjós og kisi litli varð mér samferða út á hlað, þá kom Lappi hlaupandi og sneri kettlingnum við og rak hann inn aftur. Ég sá þá gríðarlega stóran kött sem sat undir fjósveggnum. Þar var þá kisi kom- inn stór og feitur og svo grimmur að ég var hrædd við hann og lét því farga honum. Lappi hafði þekkt sinn gamla vin og þorði ekki að láta kettina hittast því sá gamli hefði verið vis með að gera út af við Grilla litla og var því best að þeir sæjust ekki. Lappi var tryggur og fylgispakur við okkur nema ef hann sá að við vorum komin í sparifötin, þá fór hann inn og lagðist í bælið sitt. Eitt sinn fór Stebbi bróðir minn til næsta bæjar á skíðum og Lappa langaði með honum en sneri aftur því vont var að fara og mikill snjór og kalt. Vildi Stebbi ekki hafa þig með núna, sagði ég, þá saug hann upp í nefið og snökti og þurrkaði sér um augun með loppunum. Hann lék sér oftar við strákana sem voru hjá okkur, iofaði þeim að láta sig í poka, hvað þá annað, en ef haninn fór að gala reif hann sig lausan og þaut til að reka hanann burt. Einu sinni sleit hann aðra löngu fjöðrina úr stélinu á hana- greyinu. Oft reyndu strákarnir að siga honum á kálfinn eða bæjar- KLIPPIMYNDIR í VINNUBOKINA Athugaðu vel þessa mynd. Það er auðvelt að klippa fugla- myndirnar, en þær eru fallegar og þú getur, með því að æfa þig dálítið, gert mjög skemmtilega síðu í náttúrufræðivinnubókina þína. Skreytingin færi vel við kaflann um farfuglana. Best fer á því að nota svartan pappír, en sé hann ekki tiltækur má lita hvíta örk með svörtu bleki eða vatnslitum. Reyndu að gera fleiri klippi- myndir. „Verður þeim list sem leikur,“ segir gamall málsháttur. lömbin án árangurs, en hann þekkti þau og vissi að þau áttu að vera í túninu og eins var um stóru hrút- ana. Þeir voru friðhelgir, en ef komu rollur í túnið sem hann vissi að áttu að vera utan túns þá var hann ekki lengi að reka þær burtu. Einu sinni höfðu þeir bræður mínir verið að gera við girðingu og annar lagði frá sér vettlinga og gleymdi þeim. Þegar þeir komu heim að hliði tóku þeir eftir að Lappi var ekki með þeim og skildu ekkert í þessu. Það hafði aldrei komið fyrir að hann yfirgæfi þá eða yrði eftir, en í því bili kom hann þjótandi meö annan vettlinginn í kjaftinum, rétti Bjössa hann og hljóp svo til baka og sótti hinn og fékk klapp og hrós fyrir dugnaðinn. Við systir mín fórum einu sinni út á eyrarnar í Jöklu (Jökulsá á Dal) til að leita að máfs- eggjum en fundum ekki neitt, þá kom Lappi allt í einu með egg í kjaftinum og hafði borið það svo varlega að það sást varla rispa á skurninu. Hann lagði eggið við fæt- ur mína og fór svo til baka að sækja meira. Þau voru þrjú sem hann hafði fundið. Svava Jónsdóttir frá Hrærekslæk Eiríksstöðum II. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.