Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1984, Side 82

Æskan - 01.11.1984, Side 82
 VITRUSTU DYRIN Menn hafa oft rætt um þaö sín á milli, hvaöa dýrategund stæöi manninum næst aö vitsmunum og sitt sýnist hverjum eins og vænta má, því aö bæði er þaö, aö menn þekkja mismikið til þeirra dýrateg- unda, sem til greina geta komið í þessu tilliti, og svo hitt, aö mörgum hættir til aö halda fram því dýri, sem þeir hafa mestar mætur á. Flestir eru þó sammála um það, að aparnir, og þá sérstaklega simpansinn, séu mönnunum næstir aö vitsmunum. Þaö kann þó aö vera, aö þær skoöanir eigi eftir að breytast: Nýjustu rannsóknir benda sem sagt til þess, að sumir sjávar- búa gætu orðið landkröbbunum skeinuhættir, hvað það snertir. Am- erísk vísindakona, sem rannsakað hefur höfrunga og hátterni þeirra fullyröir, aö þeir tali saman með einhvers konar hljóðtáknum, og ekki nóg meö þaö, - hún fullyrðir, að þaö sé meira aö segja hægt að kenna þeim mannamál. Ekki er þó enn sannað, hvort þessi kenning hefur viö rök aö styðjast, og hingaö til hafa menn látið sér nægja að miöa viö landdýr ein, þegar þeir hafa skipaö dýrum niður eftir vits- munum. Fyrrverandi forstööumaöur dýra- garðsins í New York, dr. Reid Blair, sem starfaði við dýragarðinn í rúm þrjátíu ár og fylgdist meö hátterni dýranna, geröi nokkrar athyglis- veröar athuganir varöandi greind dýra. - Ef reiknað er með, aö greind dýra samanstandi af þáttun- um minni, hæfni til aö yfirvega, hermigetu, næmi og útsjónarsemi, skipaöi hann þeim niður sam- kvæmt greind í eftirfarandi röð: 1) Simpansi, 2) órangútan, 3) fíll, 4) górilla, 5) hundur, 6) bjór, 7) hestur, 8) sæljón, 9) björn, 10) köttur. - Aö áliti dr. Blair er simpansinn lang- greindasta dýrið. Hann álítur, aö greind simpansans heföi getað orð- iö meiri en margra frumstæöra manna, ef hann hefði haft jafnnáið samband viö manninn og hundur- inn. Hundurinn er næmur og hjálp- fús nemandi, en simpansinn hefur aftur á móti ríka þörf til aö læra. Þessarar þarfar verður maöur var hjá öðrum apategundum, en hún er þar á byrjunarstigi og kemur fram sem eftirhermuþörf. Bæöi simpansi og órangútan geta dregiö réttar ályktanir varö- andi hluti, sem liggja utan hins eiginlega reynslusviðs þeirra. Solt- inn simpansi, sem sér banana, er liggur utan seilingar, reynir aö VT^'H ' draga hann til sín með priki, ef þaö er nærtækt. Skyldi nú vilja svo til, aö prikið væri of stutt, en simpans- inn fengi tvö prik, sem væru útbúin þannig, aö hægt væri aö tengja annað við hitt meö því aö stinga því inn í hólk, er hægt að ganga út frá því sem vísu, aö hann kemst aö því, hvernig hann á aö bera sig aö. Það eru jafnvel dæmi þess, aö simpansar hafi tekið til hluti og staflað þeim upp til þess aö eiga auðveldara meö að ná gómsætum bita, sem hékk of hátt til þess aö þeir gætu náð í hann af jafnsléttu. Dr. Blair segir maðal annars frá því, að hinn frægi órangútan hans, Do- hong, haföi af sjálfsdáðum fundiö upp aö nota krók. Dohong braut grein af tré, sem var í búrinu, beygði hana milli handanna, þang- aö til komið var á hana krókslag, og krækti síðan meö henni í ávöxt, sem var utan viö búr hans. Dr. Blair álítur, aö górillan heföi ef til vill veriö þriðja dýriö í rööinni, hvaö greind snertir, ef menn heföu haft tækifæri til þess að kynnast honum nánar. En því miður hafa fáar górillur þolaö lengi vistina í dýragörðum fram aö þessu, og all- ar tilraunir til þess aö temja þær hafa reynst árangurslitlar. Vegna þessa telur hann, aö fíllinn sé þriöji í röðinni. Hann er heimspekingur meðal dýranna og ekkert ferfætt dýr er jafn erfitt að handsama og hann. En ekkert dýr er svo fljótt aö sætta sig viö hiö óumflýjanlega, og hann er einnig fljótur aö skilja, aö þegar hann hefur verið sviþtur frelsinu, er best að haga sér í sam- ræmi við óskir mannsins. Fullorðinn fíll er oröinn fullgilt vinnudýr sex vikum eftir aö hann hefur verið handsamaöur og getur framkvæmt aö minnsta kosti sex- tán ólík verk samkvæmt skipunum. Hvaö hin dýrin snertir, er nauðsyn- legt aö kenna þeim, meöan þau eru ung, ef einhver árangur á að nást, en fíllinn er aldrei of gamall til þess að læra. 82
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.