Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1984, Síða 87

Æskan - 01.11.1984, Síða 87
| Rottusaga | Fjórar rottur bjuggu í kálgarðs- vegg nokkuð frá bænum. Það voru mamma, pabbi og Patti og Písl. Þau fóru út að garðinn til að leita sér matar og fundu rófur og alls konar kál sem þeim þótti gott. En svo kom það fyrir einn dag, að rott- urnar höfðu farið lengra en þær voru vanar. Þær voru að bisa við stóra gulrót er Pína heyrði eitthvert hljóð sem hún hafði aldrei heyrt áður. Hún hlustaði og fannst það fallegt og ætlaði að fara að forvitn- ast um hvaða hljóð þetta væri. Þá kom rottumamma hlaupandi og sagði „Nú er illt í efni, pabbi ykkar sefur heima, og óhræsis kötturinn er kominn hingað og við komumst ekki í holuna okkar.“ „Hvernig er þessi köttur, mig langar til að sjá hann,“ sagði Patti. „Ó hann er það versta sem til er, ef hann nær í okkur étur hann okkur öll,“ sagði rottumamma. „Ég er nú ekki smeykur við einn kött, hann má nú vara sig,“ sagði Patti, svo hljóp hann heim á leið. Rottupabbi svaf heima í holunni sinni og vaknaði við eitthvert hljóð sem hann kannaðist ekki við. „Er einhver þarna,“ kallaði hann. „Já vinur," var sagt úti. „Hver ert þú,“ sagði rottupabbi, hljóp til dyra en um leið læsti kötturinn klónum í hann og dró hann til sín og beit hann til bana. Kisi ætlaði að fara að gæða sér á rottunni en þá heyrði hann skrjáfa í grasi rétt hjá sér og sá að lítil rotta kom hlaupandi. Það var Patti. „Hver ert þú,“ sagði hann „Komdu nær svo ég geti hvíslað því að þér, það er leyndarmál.“ Patti læddist nú nær og kisi gerði sig eins vingjarnlegan og hann gat þangað til rottan var komin í gott færi þá stökk hann á Patta og át hann með það sama. Namm, namm, en sá indælis matur, sagði kisi og sleikti út um. Þá sá hann hvar stærðar rotta var að nálgast Skrítin reiknings- þraut Ég hitti hérna um daginn sniðug- an strák og hann kenndi mér reikningsþraut, sem mér þótti svo skrítin, að ég get ekki stillt mig um að kenna ykkur hana líka. Hérna kemur hún: Fáið kunningja ykkar blað og blýant og setjist svo niður og snúið að honum bakinu og biðjið hann svo að hugsa sér tvær tölur, aðra hærri en 1 og lægri en 100 og hina hærri en 1 og lægri en 10. Hérna á myndinni látum við hann hugsa sér, að önnur talan sé 42 og hin 9. Og takið þið nú eftir: Látið hann fyrst margfalda stærri töluna með 2 og skrifa útkomuna - vitanlega án þess að segja ykkur útkomuna. Látið hann svo leggja 5 við útkomuna og margfalda summ- una með 50. Nú hlýtur hann að fá nokkuð stóra útkomu, en svo biðjið þið hann að leggja við hana lægri töluna, sem hann hefur hugsað sér. Þegar hann hefur gert þetta biðjið þið hann um að draga frá þessu dagatöluna í venjulegu ári, 365 og segja þér útkomuna, og nú átt þú að geta sagt honum, hvaða tvær tölur það voru, sem hann hugsaði sér. Ég efast ekki um, að hann verði vantrúaður á, að þú get- ir þetta, en vandinn er ekki annar fyrir þig en sá, að leggja 115 við töluna, sem.hann nefndi - vonandi getur þú gert þetta í huganum. Þá færðu útkomu, sem skrifuð er með fjórum tölustöfum og þriðji stafurinn í röðinni er 0. Og enn þá merkilegra er það, að tveir fyrstu stafirnir í tölunni eru hærri talan, sem hann hugsaði sér, en aftasti stafurinn er lægri talan. Það stendur á sama hvaða tala það er, sem hann hefur hugsað sér, ef aðeins önnur er á milli 1 og 100 og hin á milli 1 og 10. Tölurnar koma alltaf út eins og áður er sagt, bara ef rétt er reiknað! Reyndu það og sjáðu til að það er rétt. holuna. Hann brá við hart og stökk fyrir holumunnann. Rottan réðist á hann og beit í aðra framlöppina á kisa svo að blæddi úr, en kisi hafði hina löppina lausa og krækti klón- um í rottuna og dró hana til sín og beit af henni hausinn. Um leið sá hann að lítil rotta skaust inn í hol- una og hvarf. „Æ, þetta var nú verra,“ sagði kisi „en þetta var nú bara smápísl sem ekki getur séð um sig sjálf. Hún kemur út þegar hún er orðin svöng þá næ ég henni," með það fór hann að snæða vel ánægður með dags- verkið. En þar reiknaði kisi skakkt. Nokkrum dögum seinna var hann að snúast úti í garði, veiða flugur og fiðrildi, þá kom hann auga á litlu rottuna sem skaust inn í holuna þegar hann náði í hinar þrjár. Hann hóf sig á loft og stökk og kom niður í moldarhrúgu. Það heyrðist smell- ur og kisi fann til í löppinni, hún var föst og hann gat ekki hreyft sig. Þá kom litla Pína og sagði: „Þetta var gott á þig, þú nærð mér ekki því að þú varst svo gráðugur og gættir þín ekki og lentir í minkagildrunni sem hann Dóri lét þarna í gær. Þú ert sá versti vargur sem til er, ég er fegin að þú skulir vera fastur og þarna máttu dúsa þangað til Dóri fer að vitja um gildruna í kvöld, vertu nú sæll og láttu þér ekki leiðast, ég er að fara út í skóg til afa og ömmu. Mig sérðu ekki oftar, þú ást foreldra mína og bróður.“ Svo hljóp hún burt og hvarf en kisi sat í gildrunni til kvölds. Þá kom Dóri og losaði hann, þá var löppin svo bólgin að hann varð að lúra á svæfli í marga daga og éta mjólk og fisk það sem hann átti eftir ólifað. Svava Jónsdóttir frá Hrærekslæk. 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.