Æskan - 01.11.1984, Page 92
Hún er falleg Norðurá í Borgarfirði en það er ekki nóg þegar veiðin er lítil og menn fá varla nart.
Laxveiðinni er lokið og laxinn
farinn að undirbúa hrygningu.
Veiðin byrjaði vel í flestum ám,
en síðan dró verulega úr henni
er leið á sumarið og víðast varð
hún mjög lítil. Þó voru und-
antekningar eins og í Elliðaán-
um, Leirvogsá, Laxá í Kjós, Álftá
í Mýrum og Stóru Laxá í Hrepp-
um. Margir vænir laxar veiddust
og fengu veiðimenn góða kippi í
mörgum ám. Stærsti laxinn var
30 pund og veiddist á tópý og
veiðimaðurinn var Hörður Helga-
son sendiherra.
En margir hafa farið heim með
öngulinn í rassinum í sumar þó
að þeir væru að veiða í fyrsta
flokks veiðiám. Dæmi: Norðurá,
Þverá og Kjarrá í Borgarfirði,
Vatnsdalsá og Víðidaisá í Húna-
vatnssýslu og Selá og Hofsá í
Vopnafirði. Já, laxveiðin getur
verið óútreiknanleg og ekkert er
öruggt í henni.
Silungsveiðin gekk upp og
niður, sumir veiddu vel, aðrir
ágætlega og enn aðrir verr.
Veðurfar hafði mikil áhrif og sil-
ungurinn getur verið dyntóttur,
eins og laxinn. En veiðimenn
munu næstu árin renna og reyna
að fá fiskinn til að taka, í Þvl
liggur spennan í veiðinni. Þess
vegna bætast alltaf fleiri og fleiri
áhugamenn í hópinn.
G. Bender
92