Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1984, Síða 94

Æskan - 01.11.1984, Síða 94
> ISLANDS 50 ARA 1934 1984 I < ; ÍSLAND 3000 ! Út hafa verið gefin 3 ný íslensk frímerki: Vinnuveitendasam- band íslands 50 ára, verðgildi kr. 30.00 og Listasafn íslands 100 ára, verðgildi kr. 12.00 og kr. 40.00. Vinnuveitendasamband ís- lands 50 ára. Vinnuveitendafélag íslands, nú Vinnuveitendasam- band íslands var stofnað mánudag- inn 23. júlí 1934. Var stofnfundur haldinn í Oddfellowhúsinu í Reykja- vík. Stofnendur voru 82 fyrirtæki flest úr Reykjavík og Hafnarfirði. Fyrsti formaður var Kjartan Thors, framkvæmdastjóri og fyrsti fram- kvæmdastjóri Eggert Claessen hæstaréttarlögmaður. Fyrsta vinnuveitendafélagið utan Reykja- víkur var Vinnuveitendafélag ísfirð- inga stofnað 16. desember 1934, er þegar gerðist deild í Vinnuveit- endafélagi íslands. Síðar voru stofnuð vinnuveitendafélög í öllum kaupstöðum og nokkrum kauptún- um landsins, öll sem deildir í Vinnu- veitendasambandi íslands. Á síðari árum hefur VSÍ í auknum mæli orðið samband landssam- banda í ákveðnum atvinnugreinum. í samræmi við lög sín annast VSÍ eða hefir hönd í bagga með allri samningagerð um kaup og kjörfyrir félagsmenn sína og eftirlit með framkvæmd samninga. Ná samn- ingar þess til um 56.000 félags- manna ASI og nær allra atvinnu- greina landsmanna. Einnig hefir VSÍ víðtæka og veigamikla hags- munagæslu fyrir meðlimi sína s. s. gagnvart ríkisvaldi og öðrum opin- berum aðilum. Félagsmenn VSÍ eru nú um þrjú þúsund. Fjöldi sambandsstjórnarmanna getur mestur orðið 76, en minnstur 60. Framkvæmdastjórn skipa 15 fulltrúar auk formanns sambands- ins, sem kjörinn er sérstaklega á aðalfundi. Samningaráð skipað fjórum full- trúum hefir yfirstjórn allrar samningagerðar í umboði fram- kvæmdastjórnar. VSÍ mun minnast hálfrar aldar afmælis síns með kynningarstarfi síðari hluta ársins undir kjörorðinu „Öflugt atvinnulíf - betri lífskjör." Stuðlabergið í frímerkinu á að tákna máttarstólpa þjóðfélagsins þ. e. atvinnuvegi landsmanna. Auk þess er merki sambandsins á frí- merkinu. Listasafn íslands 100 ára. Árið 1884, um miðjan október, var Lista- safn íslands stofnað í Kaupmanna- höfn af Birni Bjarnasyni cand. jur., síðar sýslumanni [ Dalasýslu. Hann var kunnugur mörgum þekktum dönskum listamönnum og fékk þá til að gefa listaverk eftir sig. Auk þess bárust gjafir frá lista- mönnum annarra þjóða og öðrum einstaklingum. Stofngjöfin var um 45 verk. Hluti hennar var sendur til íslands vorið 1885 og var þá um tíma til sýnis almenningi í Barna- skólanum í Reykjavík. Síðar var verkunum komið fyrir í Alþingishús- inu. Listasafnið fékk ekki eigið sýn- ingarhúsnæði fyrr en 1951, en 27. ágúst á því ári var það opnað al- menningi á efri hæð hinnar nýju Þjóðminjasafnsbyggingar. Nú eru í safninu um 4500 verk og löngu orð- ið allt of þröngt um það í núverandi húskynnum. Árið 1972 eignaðist safnið húsið Fríkirkjuveg 7, áður íshúsið Herðu- breið. Húsið var stórskemmt af bruna og þurfti því gagngerra endurbóta við, og auk þess of lítið, svo að ákveðið var að auka hús- rýmið með viðbyggingum. Stefnt er að því að safnið flytji í þetta hús- næði á árinu 1986. Annað afmælisfrímerkjanna sýnir málverk J. P. Wildenradts af stofnanda safnsins, Birni Bjarna- syni, en hitt framhlið hússins að Frí- kirkjuvegi 7. 94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.