Æskan - 01.11.1984, Síða 94
> ISLANDS 50 ARA 1934 1984 I <
; ÍSLAND 3000 !
Út hafa verið gefin 3 ný íslensk
frímerki: Vinnuveitendasam-
band íslands 50 ára, verðgildi kr.
30.00 og Listasafn íslands 100
ára, verðgildi kr. 12.00 og kr.
40.00.
Vinnuveitendasamband ís-
lands 50 ára. Vinnuveitendafélag
íslands, nú Vinnuveitendasam-
band íslands var stofnað mánudag-
inn 23. júlí 1934. Var stofnfundur
haldinn í Oddfellowhúsinu í Reykja-
vík. Stofnendur voru 82 fyrirtæki
flest úr Reykjavík og Hafnarfirði.
Fyrsti formaður var Kjartan Thors,
framkvæmdastjóri og fyrsti fram-
kvæmdastjóri Eggert Claessen
hæstaréttarlögmaður. Fyrsta
vinnuveitendafélagið utan Reykja-
víkur var Vinnuveitendafélag ísfirð-
inga stofnað 16. desember 1934,
er þegar gerðist deild í Vinnuveit-
endafélagi íslands. Síðar voru
stofnuð vinnuveitendafélög í öllum
kaupstöðum og nokkrum kauptún-
um landsins, öll sem deildir í Vinnu-
veitendasambandi íslands.
Á síðari árum hefur VSÍ í auknum
mæli orðið samband landssam-
banda í ákveðnum atvinnugreinum.
í samræmi við lög sín annast VSÍ
eða hefir hönd í bagga með allri
samningagerð um kaup og kjörfyrir
félagsmenn sína og eftirlit með
framkvæmd samninga. Ná samn-
ingar þess til um 56.000 félags-
manna ASI og nær allra atvinnu-
greina landsmanna. Einnig hefir
VSÍ víðtæka og veigamikla hags-
munagæslu fyrir meðlimi sína s. s.
gagnvart ríkisvaldi og öðrum opin-
berum aðilum. Félagsmenn VSÍ
eru nú um þrjú þúsund.
Fjöldi sambandsstjórnarmanna
getur mestur orðið 76, en minnstur
60. Framkvæmdastjórn skipa 15
fulltrúar auk formanns sambands-
ins, sem kjörinn er sérstaklega á
aðalfundi.
Samningaráð skipað fjórum full-
trúum hefir yfirstjórn allrar
samningagerðar í umboði fram-
kvæmdastjórnar.
VSÍ mun minnast hálfrar aldar
afmælis síns með kynningarstarfi
síðari hluta ársins undir kjörorðinu
„Öflugt atvinnulíf - betri lífskjör."
Stuðlabergið í frímerkinu á að
tákna máttarstólpa þjóðfélagsins
þ. e. atvinnuvegi landsmanna. Auk
þess er merki sambandsins á frí-
merkinu.
Listasafn íslands 100 ára. Árið
1884, um miðjan október, var Lista-
safn íslands stofnað í Kaupmanna-
höfn af Birni Bjarnasyni cand. jur.,
síðar sýslumanni [ Dalasýslu.
Hann var kunnugur mörgum
þekktum dönskum listamönnum og
fékk þá til að gefa listaverk eftir sig.
Auk þess bárust gjafir frá lista-
mönnum annarra þjóða og öðrum
einstaklingum. Stofngjöfin var um
45 verk. Hluti hennar var sendur til
íslands vorið 1885 og var þá um
tíma til sýnis almenningi í Barna-
skólanum í Reykjavík. Síðar var
verkunum komið fyrir í Alþingishús-
inu. Listasafnið fékk ekki eigið sýn-
ingarhúsnæði fyrr en 1951, en 27.
ágúst á því ári var það opnað al-
menningi á efri hæð hinnar nýju
Þjóðminjasafnsbyggingar. Nú eru í
safninu um 4500 verk og löngu orð-
ið allt of þröngt um það í núverandi
húskynnum.
Árið 1972 eignaðist safnið húsið
Fríkirkjuveg 7, áður íshúsið Herðu-
breið. Húsið var stórskemmt af
bruna og þurfti því gagngerra
endurbóta við, og auk þess of lítið,
svo að ákveðið var að auka hús-
rýmið með viðbyggingum. Stefnt er
að því að safnið flytji í þetta hús-
næði á árinu 1986.
Annað afmælisfrímerkjanna
sýnir málverk J. P. Wildenradts af
stofnanda safnsins, Birni Bjarna-
syni, en hitt framhlið hússins að Frí-
kirkjuvegi 7.
94