Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1987, Side 39

Æskan - 01.12.1987, Side 39
UPP EFTIR JÓLATRÉNU Leikreglur Þátttakendur geta verið tveir eða fleiri. Velja má um hvort spilaður er hægri eða vinstri hlutinn. Skemmtilegast er að skipta í tvö lið og spili hvort á sinni hlið. í lið má til að mynda skipta þann- ig: Allir kasta teningnum einu sinni; sá sem fær hæst kastar þá aftur og fetar eftir vinstri brún ef hann fær oddatölu, annars á hægri hlið. Hitt „liðið“ leikur þá á hinni hliðinni. Nota skal einn tening. Til að komast út frá byrjunarreit þarf 1 að koma upp á teningnum. Til að komast á markreit þarf að fá nákvæmlega rétta tölu. Ef það tekst ekki er beðið þar til í næstu umferð. Reitir Þannig ferð þú að: 78 — 88: Á þessum reitum er „rekið burt“ yfir á „biðstöð" — þ.e., ef þú ert staddur á einhverjum þessara reita og andstæðingur þinn kemur þar einnig verður þú að hörfa yfir á reitinn sem merktur er „biðstöð". Ef lið eru að leik reka samherjar ekki hverjir aðra. Til að komast af „ biðstöð “ þarf ekki að fá 2 heldur skal færa eftir þeirri tölu sem upp kemur. 29: Til að komast á þennan reit þarf að fá nákvæmlega rétta tölu. Ef of há tala kemur upp skal færa á „biðstöð“ og bíða þar uns 2 koma upp á teningn- um. 7,12 og 17: Ef þú lendir á einhverjum þessara reita getur þú valið um hvort þú vilt fara yfir á „hopp“-reit og kom- ast þaðan yfir á jólatréð, þ.e. að stytta þér leið, eða fara venjulega leið. Ef kosið er að hoppa er það gert á eft- irfarandi hátt: Frá reit 7: Næst þegar að þér kemur kastar þú teningnum tvisvar. Ef þú færð jöfnu hoppar þú yfir á þann reit sem örin vísar á — ef ekki bíður þú eina umferð. Síðan tel- ur þú frá reit 7 og heldur áfram eins og venjulega. Þú færð því aðeins eitt tækifæri til að reyna að stytta þér leið. Frá reit 12: Hér kastar þú þrisvar og ef þú færð tvo eins í tveimur kastanna máttu „hoppa". Ef það tekst ekki bíður þú tvær umferðir áður en þú heldur áfram. Frá reit 17: Þú færð fjögur köst og mátt „hoppa“ ef þú færð jöfnu í tveimur þeirra. Ella ber þér að bíða meðan aðrir leika þrjár um- ferðir. Um þetta gildir sérstök regla: Ef „hoppað“ er og andstæðingur er fyrir á reitnum sem lent er á fer hann á „biðstöð". (Sama regla og gildir á reit- um 78 — 88) 14: Þegar að þér kemur aftur færir þú um þrefalda töluna sem upp kemur! 22: Hægri hlið: Þú bíður eina umferð. Vinstri hlið: Þú færð aukakast. 27: Hægri hlið: Heppin(n)! Héðan er farið beint yfir á reit 29. Vinstri hlið: Því miður á að fara á „bið- stöð“. 10 (vinstri): Ef lið leika verður þú að bíða hér þar til aðrir í liðinu hafa farið hjá. Ef þú ert síðastur liðsmanna áttu að bíða eina umferð. Ef einstaklingar leika ber að bíða eina umferð. 20 (hægri): Héðan verður því mið- ur ekki komist fyrr en 2 eða 3 koma upp á teningnum. 34: Hér kastar þú tvisvar (strax eftir að þú lendir á reitnum) Ef þú færð jöfnu eða röð færir þú á reit 48. Ef það tekst ekki heldur þú áfram eins og venju- lega þegar röðin kemur aftur að þér. 38: Þú safnar kröftum fyrir langt „klif- ur“ og bíður eina umferð. 45: Smá aðstoð er veitt: Næst má færa um tvöfalda þá tölu sem upp kemur. 50: Mikillar þreytu gætir hjá þér svo að þú missir fótanna og fellur niður á reit 40. 56: Þú færð gott tækifæri til að flýta fyrir þér: Þú kastar teningnum þrisvar; ef þú færð samanlagt 12 eða meira færir þú um þá tölu, annars færir þú eftir lægstu tölu sem þú fékkst. 63: Þú þarft að hugsa þig aðeins um og bíður eina umferð. ( næstu umferð þarf að fá 1, 2 eða 3 til að halda áfram. Ef 1 kemur upp er fært á reit 64: og ágætt tækifæri gefst: Kasta má þrisvar og færa á reit 85 ef jafna kem- ur upp í tveimur af köstunum. Annars er fært fram um 5 reiti. 70: Þú verður að flytja þig tvo reiti til baka. 75: Þú situr fastur (föst) þar til 6 kem- ur upp á teningnum og færð þá eitt aukakast í kaupbæti. 83 — 84: Þú ert orðinn svo þreyttur að þú veltur alla leið niður á reit 58! 87: Þreyta ber þig einnig ofurliði hér og þú veltur niður en nærð að stöðva þig á reit 78. Góða skemmtun! 39

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.