Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1987, Síða 39

Æskan - 01.12.1987, Síða 39
UPP EFTIR JÓLATRÉNU Leikreglur Þátttakendur geta verið tveir eða fleiri. Velja má um hvort spilaður er hægri eða vinstri hlutinn. Skemmtilegast er að skipta í tvö lið og spili hvort á sinni hlið. í lið má til að mynda skipta þann- ig: Allir kasta teningnum einu sinni; sá sem fær hæst kastar þá aftur og fetar eftir vinstri brún ef hann fær oddatölu, annars á hægri hlið. Hitt „liðið“ leikur þá á hinni hliðinni. Nota skal einn tening. Til að komast út frá byrjunarreit þarf 1 að koma upp á teningnum. Til að komast á markreit þarf að fá nákvæmlega rétta tölu. Ef það tekst ekki er beðið þar til í næstu umferð. Reitir Þannig ferð þú að: 78 — 88: Á þessum reitum er „rekið burt“ yfir á „biðstöð" — þ.e., ef þú ert staddur á einhverjum þessara reita og andstæðingur þinn kemur þar einnig verður þú að hörfa yfir á reitinn sem merktur er „biðstöð". Ef lið eru að leik reka samherjar ekki hverjir aðra. Til að komast af „ biðstöð “ þarf ekki að fá 2 heldur skal færa eftir þeirri tölu sem upp kemur. 29: Til að komast á þennan reit þarf að fá nákvæmlega rétta tölu. Ef of há tala kemur upp skal færa á „biðstöð“ og bíða þar uns 2 koma upp á teningn- um. 7,12 og 17: Ef þú lendir á einhverjum þessara reita getur þú valið um hvort þú vilt fara yfir á „hopp“-reit og kom- ast þaðan yfir á jólatréð, þ.e. að stytta þér leið, eða fara venjulega leið. Ef kosið er að hoppa er það gert á eft- irfarandi hátt: Frá reit 7: Næst þegar að þér kemur kastar þú teningnum tvisvar. Ef þú færð jöfnu hoppar þú yfir á þann reit sem örin vísar á — ef ekki bíður þú eina umferð. Síðan tel- ur þú frá reit 7 og heldur áfram eins og venjulega. Þú færð því aðeins eitt tækifæri til að reyna að stytta þér leið. Frá reit 12: Hér kastar þú þrisvar og ef þú færð tvo eins í tveimur kastanna máttu „hoppa". Ef það tekst ekki bíður þú tvær umferðir áður en þú heldur áfram. Frá reit 17: Þú færð fjögur köst og mátt „hoppa“ ef þú færð jöfnu í tveimur þeirra. Ella ber þér að bíða meðan aðrir leika þrjár um- ferðir. Um þetta gildir sérstök regla: Ef „hoppað“ er og andstæðingur er fyrir á reitnum sem lent er á fer hann á „biðstöð". (Sama regla og gildir á reit- um 78 — 88) 14: Þegar að þér kemur aftur færir þú um þrefalda töluna sem upp kemur! 22: Hægri hlið: Þú bíður eina umferð. Vinstri hlið: Þú færð aukakast. 27: Hægri hlið: Heppin(n)! Héðan er farið beint yfir á reit 29. Vinstri hlið: Því miður á að fara á „bið- stöð“. 10 (vinstri): Ef lið leika verður þú að bíða hér þar til aðrir í liðinu hafa farið hjá. Ef þú ert síðastur liðsmanna áttu að bíða eina umferð. Ef einstaklingar leika ber að bíða eina umferð. 20 (hægri): Héðan verður því mið- ur ekki komist fyrr en 2 eða 3 koma upp á teningnum. 34: Hér kastar þú tvisvar (strax eftir að þú lendir á reitnum) Ef þú færð jöfnu eða röð færir þú á reit 48. Ef það tekst ekki heldur þú áfram eins og venju- lega þegar röðin kemur aftur að þér. 38: Þú safnar kröftum fyrir langt „klif- ur“ og bíður eina umferð. 45: Smá aðstoð er veitt: Næst má færa um tvöfalda þá tölu sem upp kemur. 50: Mikillar þreytu gætir hjá þér svo að þú missir fótanna og fellur niður á reit 40. 56: Þú færð gott tækifæri til að flýta fyrir þér: Þú kastar teningnum þrisvar; ef þú færð samanlagt 12 eða meira færir þú um þá tölu, annars færir þú eftir lægstu tölu sem þú fékkst. 63: Þú þarft að hugsa þig aðeins um og bíður eina umferð. ( næstu umferð þarf að fá 1, 2 eða 3 til að halda áfram. Ef 1 kemur upp er fært á reit 64: og ágætt tækifæri gefst: Kasta má þrisvar og færa á reit 85 ef jafna kem- ur upp í tveimur af köstunum. Annars er fært fram um 5 reiti. 70: Þú verður að flytja þig tvo reiti til baka. 75: Þú situr fastur (föst) þar til 6 kem- ur upp á teningnum og færð þá eitt aukakast í kaupbæti. 83 — 84: Þú ert orðinn svo þreyttur að þú veltur alla leið niður á reit 58! 87: Þreyta ber þig einnig ofurliði hér og þú veltur niður en nærð að stöðva þig á reit 78. Góða skemmtun! 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.