Æskan - 01.06.1994, Page 5
þurfa líka að taka bekkinn að nýju
ef þeir standa sig ekki. Nokkrir
þurftu að verða eftir í mínum bekk.
Maður sér strax hverjir þaó verða
af því að prófin eru í hverri viku.“
- Hvernig er skólabyggingin?
„Það er ágætt hús þó að það sé
ekki eins fínt og skólar hér. í hverri
skólastofu er kynt með kabyssu:
spýtur brenndar í ofni.“
FJÖRUGIR OG
GLAÐVÆRIR KRAKKAR
- Hefur þú kynnst mörgum
krökkum?
„Já, já. Besta vinkona mín heitir
Estrella. Við erum oft saman. Ég
kynntist henni í einkaskólanum en
við erum ekki í sama bekk. Pabbi
hennar vinnur við laxeldi á vegum
Friosur-fyrirtækisins.11
- Hvað gerið þið helst í tóm-
stundum?
„Við leikum okkur í körfubolta úti
á stétt. Ég æfi líka körfuknattleik
með félagi. Svo spjöllum við sam-
an og hlustum á útvarp eða
snældur, mest spænska rokktón-
list en dálítið á enska.“
- Horfið þið mikið á sjónvarp?
„Dálítið. í því eru til dæmis ýmsir
myndaþættir fyrir krakka. Það eru
ekki textar með enskum myndum
eins og hér heldur spænskt tal.“
- Hvernig líkar þér vió síleska
krakka?
„Vel. Mér finnst þeir jafnvel enn
þá skemmtilegri en krakkar hér.
Þeir eru mjög fjörugir og glaðvær-
ir.“
- Eru krakkar úti lengi fram eftir
kvöldi?
„Nei, þar verður fljótt dimmt allt
árið. Myrkrið er skollið á klukkan
sjö þó að sumar sé. Það er óhætt
að vera úti eftir það innan giröing-
arinnar þar sem vió eigum heima.
Þar eru hús yfirstjórnenda fyrirtæk-
isins sem pabbi vinnur hjá. En það
gæti verið varasamt að vera lengi
úti í Aisen.“
- Krakkar í Síle vita líklega ekki
mikið um ísland ...
„Nei, þeir vita ekki einu sinni
hvar á landakortinu það er! Þeir
Rannveig ellefu ára 11. mai 1994. Systkinin og félagar afmælisbarnsins.
Estrella er fimmta frá vinstri.
- Fannst þér ekki einkennilegt
að skrifa „skólabækurnar" sjálf?
„Þetta var allt dálítið skrýtið
fyrst. Þá var ég líka oft of sein að
skrifa eftir kennurum en núna er
þetta allt í lagi.“
- Lesið þið mikið heima fyrir
skólann?
„Nei. Eftir aó tímum lýkur fara
flestir í einkaskóla. Þar vinnum við
heimaverkefni og fáum aðstoó við
þau ef við þurfum. Þar er líka
kennd enska og leiklist."
- Hefur þér ekki reynst erfitt að
fylgjast með og taka próf?
„Nei, mér hefur gengið rosalega
vel. Ég fæ oftast 6,9 eða 6,7. Hæst
er gefið 7,0. Ég er þriðja best í
bekknum. En ég hef ekki fengið
nógu háar einkunnir í spænsku.
Mér finnst kennarinn í henni dálítið
leiðinlegur. Hann er ekki tilbúinn til
að hjálpa manni.“
- Eru krakkarnir áhugasamir við
námiö?
„Já, flestir stunda það vel. Þeir
Með öðrum leikmönnum körfuboltaliðsins og þjálfara þess.
Æ S K A N S