Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1994, Side 42

Æskan - 01.06.1994, Side 42
POPPÞBTTURINN Umsjón: Jens Kr. Guðmundsson OKKua uaa hent a r óuáoa urraNUM - segja Svala Björgvinsdóttir og Bjarki Jónsson, annar helmingur hljómsveitarinnar Scope. „Þetta byrjaói þannig aö I Margeir og „Spacemann I Spliff" fóru aö vinna sam- I an,“ segir Bjarki Jónsson I þegar hann er spurður um I tilurö hljómsveitarinnar. I Söngkonan, Svala Björg- r vinsdóttir, bætir vió: „Síöan baö ég þá um aö I vinna meö mér gamalt lag I frá hippatímabilinu, „Mid- I night at the Oasis“. Söngur haföi ekki veriö á dagskrá I hjá þeim áöur. í framhaldi 1 af því langaöi okkur aö I gera eitthvað meira. Mar- geir var hrifinn af laginu „Was that all it was?“ (Var það allt og sumt?) með Kym Mazelle frá diskóárun- um. Við reyndum það lag og það tókst vel. Það fékk alltaf góðar undirtektir þeg- ar við fluttum það opinberlega. Þegar við fluttum það á útgáfuhátíð Extrablaðsins heyrðu fulltrúar Skífunnar það og vildu gefa það út á safnplötu." Framhaldið erflestum kunnugt. „Lagið var tvær vikur í efsta sæti „ó- háða“ listans," heldur Bjarki áfram. „Síð- an var því hent af honum þegar það fór í efsta sæti íslenska listans. Þar var það einnig í tvær vikur. Til útskýringar: „óháði“ listinn er sam- starfsvinsældalisti útvarpsstöðvarinnar X-ins og vikublaðsins Pressunnar. ís- lenski listinn er er unninn af Bylgjunni og DV í sameiningu. X-ið heldur sig við þá vinnureglu að útvarpa einvörðungu fram- sækinni jaðarmúsík sem fær ekki inni í léttpopps-stöðvunum. Þegar umsjónarmaður Poppþáttarins heyrði lagið með Scope í fyrsta skiptið hljómaði það eins og gamalgróin at- vinnuhljómsveit væri þar á ferð. Einfaldur flutningurinn var með yfirbragði hins ör- ugga fagmanns. Svala: Strákarnir voru náttúrlega búnir að spila í mörg ár, með „Mind in Motion", „Spacemann Spliff" og fleirum. Svo unnum við þetta lag vel. Ætli hafi ekki farið um vika í að fullvinna það. EKKI EINI SIGUR SVEITARINNAR Glæsilegur árangur hljómsveitarinnar með þessu lagi er ekki eini sigur liðs- manna Scope að undanförnu. Lagið „Ultra magnificent" með þeim hluta þeirra sem myndar tölvupoppsveitina „Spacemann Spliff" er vinsælt hjá plötu- snúðum dansleikja og X-ins. ■“■"•JBrsj Þa er ®vala gestasöngkona í I laginu Snjóprinsessan („Snow Princess") með fjjk jm „Underground Family“. Það I lag er í efsta sæti „óháða" I listans þegar þetta er skrif- I að. Það kemur því ekki á ó- I vart aó í slúöurdálkum dag- I og vikublaöa eru tíðar fréttir I af góðu gengi Scope á ® | hljómleika-/dansmarkaönum I og plötutilboöum rignir yfir. Bjarki: Það er rétt að við I höfum fengið ýmis plötutil- boð. Við stefnum á stóra plötu eftir ár eða þar um bil. Þangað til verðum við sennilega með einhver lög á safnplötum. Svala: Við erum tilbúin með a.m.k. tvö mjög góð lög á safnplötur. Annað er í svipuðum stíl og „Was that ...“. Hitt er rólegt og fallegt lag í „ambient" stíl. Þau eru frumsamin eins og mest af því efni sem við erum með. Liðsskipan Scope-kvartettsins er óvenjuleg: Svala sér um sönginn, Bjarki hljóðfæraleikinn en hinn helmingur hljómsveitarinnar er plötusnúðar, Mar- geir og Grétar. Bjarki: Þetta er ekki óalgengt erlendis. Hljómsveitin „Underworld" er dæmi um það. Margeir og Grétar eru ómissandi sem útsetjarar í allri vinnslunni hjá okkur. Þeir útfæra þetta á réttan hátt. Þeir eru „pródúserarnir" („producer" = fram- leiðslustjóri, upptökustjóri). Nú tala gömlu poppararnir um að slagurinn á dansleikjamarkaðnum hafi aldrei verið jafnharður. Meira sé lagt undir en áður og fleiri bítist um óöruggan markaðinn ... „Við erum ekki á þessum sveitaballa- markaði. Okkar markaður stendur nær skólaböllum. Við ætlum að einbeita okk- ur að skólunum í vetur. Aldurshópurinn 20-30 ára er okkur erfiðastur. 30-40 ára og eldri tekur dansmúsík betur. En fólk á skólaaldri er okkar hópur," segir Svala að lokum. 4 2 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.