Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Síða 46

Æskan - 01.06.1994, Síða 46
ADDÁENDUM SVARAÐ/ í MÖRGUM MYNDUM PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON SÖNCVARI SÖNG LÖG MEÐ HÁRRÉTTUM TEXTUM TVEGGJA ÁRA! Hvar og hvenær ertu fæddur? Hvar ólstu upp? Ég fæddist í Reykjavík 16. mars 1970 og ólst upp á Sólvallagötu í Vesturbænum alveg þangað til ég varð 19 ára. Þá fyrst fór ég að heim- an. Varstu ungur þegar þú fórst að læra lög og syngja? Söngstu oft fyrir fólk? Á Sólvallagötunni var mjög margt um manninn því að ég er yngstur af sjö systkinum! Við erum öll lagviss og vel það - þó að aðeins tvö okkar hafi kosið að starfa við tónlist, ég og Diddú (Sigrún). Ég man ekki eftir því sjálfur en ég hef heyrt upptöku af mér tveggja ára að syngja lög með hárréttum textum. Það var mjög vel gert! Auðvitað notaði mamma tæki- færið og lét mig troða upp fyrir kon- urnar í saumaklúbbnum hjá sér og í afmælum. Ég hef sem sé verið skemmti- kraftur frá því að ég man eftir mér. Er margt tónlistarfólk í ætt þinni? Ég hef heyrt af því að afar mínir og ömmur í bæði föður- og móður- ætt hafi verið músíkölsk þó að ég geti ekki talið upp nein einstök dæmi. Leikur þú á hljóðfæri? Hefur þú lært hljóðfæraleik eða söng? Ég spila ekki á neitt hljóðfæri, hef aldrei farið í söngtíma á ævinni og verð að stafa mig fram úr nótum. Það hefur samt ekki hindrað mig í að verða einn af þeim tónlistarmönnum á landinu sem mest hafa að gera. Allt er hægt ef viljinn er með. Hvernig tónlist þykir þér skemmtilegust? Hvaða tónskáld dáir þú mest? Ég geri ekki upp á milli tónlistar- stefna því að það er rangt. Mikið 4 6 Æ S K A N svakalega hlýtur því fólki að líða skringilega sem hlustar bara á eina tegund hljómlistar og metur ekkert annað. En ég eignaóist þó eftirlætis- tónskáld þegar ég var 17 ára og hann heitir Burt Bacharach. Hvenær komstu fyrst opinber- lega fram? Var það sem söngvari eða leikari? Ég tróð upp í fyrsta skipti opin- berlega (þ.e. fyrir framan hóp af fólki sem ég þekkti ekki neitt) þegar ég var í sjö ára bekk og söng einsöng með barnakór Ragnhildar Gísladótt- ur, lagið „Brown Girl in The Ring“. Með hvaða hljómsveitum hefur þú sungið? Ég var í Jasshljómsveit ásamt Móeiði Júníusdóttur 1990-1991 og síðan með Milljónamæringunum eins og flestir vita. Annars hef ég bara unnið einn. Hver eru helstu leikverk/söng- leikir sem þú hefur komið fram í? Ég var í óteljandi skólaleikritum sem krakki en fyrsta aðalhlutverkið var í söngleiknum „Gúmmí-Tarsan“ sem Leikfélag Kópavogs sýndi 1982-1983. Með Leikfélagi Menntaskólans við Hamrahlíó lék ég í þessum stykkjum: 1986: Barry í Hólpin. 1987: Phileas Fogg í Umhverfis jörðina á 80 dögum. 1988: Rökfræðinginn í Nashyrn- ingunum. 1990: Frank-N-Furter í „Rocky HOrr°r“- . . , .. . „0, (Framhald a bls. 48)

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.