Æskan - 01.06.1994, Síða 52
FIMM GEIMFERÐIR TIL
MARS FYRIR NÆSTU
ALDAMÓT
Á næstu árum mun þekk-
ing okkar á reikistjörnunni
Mars aukast stórum. Ráð-
gerðar eru a.m.k. fimm geim-
ferðir til reikistjörnunnar á
vegum Bandaríkjamanna og
Rússa. í fjórum þessara ferða
munu geimför lenda á yfir-
borði hennar, framkvæma
mælingar og senda myndir
og aðrar upplýsingar til jarð-
ar. Enn sem komið er hafa
mönnuð för ekki verið send
þangað og búast má við að
bíða þurfi nokkra áratugi þar
til slíkur leiðangur verður
reyndur.
Mars er talsvert minni en
jörðin. Massinn er ekki nema
1/10 af massa jarðar og
þvermálið tæpur helmingur.
Þar er þunnur lofthjúpur, loft-
þrýstingur er minni en einn
hundraðasti af þrýstingi við
yfirborð jarðar og hitastigið
er á bilinu -100 stig á Selsíus
til frostmarks. Ýmislegt
bendir þó til að einhvern tíma
hafi aðstæður á Mars verið
viðkunnanlegri, jafnvel líf-
vænlegar.
Fyrsta geimfarið til að
fljúga nærri reikistjörnunni
var bandaríska geimfarið
„Mariner 4“ - 1964. Það tók
22 myndir af yfirborðinu. Þær
sýndu gíga eftir loftsteina og
landslag ekki ósvipað tungl-
inu - en enga skurði sem
menn höfðu talið sig sjá í
sjónaukum seint á síðustu
öld.
1971 tók geimfarið „Mar-
iner 9“ myndir af öllu yfir-
borði Mars. Þá kom í Ijós
stórbrotið landslag, stærstu
eldfjöll sólkerfisins (Olympus
Mons 27 km hátt), gljúfur
(Valles Marineris 4000 km
langt og allt að 500 km breitt)
svo og uppþornaða árfar-
vegi.
1976 lentu Víkingur fyrsti
Skömmu eftir lendingu geimfarsins á Mars munu þrjár hliðarþess leggjast
út. Á innra byrði þeirra eru Ijósrafhlöður sem knýja munu rannsóknartæki og
boðsendingar til jarðar. Á myndinni sést einnig hinn svokallaði „Micro-Rover“
sem á að aka um í nágrenni farsins, taka myndir og greina efni. Undir geimfar-
inu eru leifaraf uppblásnum púðum sem draga úr árekstrinum við yfirborðið.
og annar á yfirborðinu, tóku
myndir af umhverfi lending-
arstaðarins, athuguðu veður
og mældu ýmislegt. Einnig
voru í þeim tilraunastofur
sem áttu að leita að lífrænum
sameindum í yfirborðssand-
inum en fundu engin ótvíræð
merki um líffræðilega virkni.
í árslok 1995 munu
Bandaríkjamenn senda
geimfarið „Mars Rathfinder"
til reikistjörnunnar og á það
að lenda þar 4. júlí 1996. Um
borð verður t.a.m. tækið
„Magnet Array“ sem er röð
missterkra segla sem segul-
magnað ryk mun festast við.
Þá eiga að fást upplýsingar
um magn segulvirkra efna-
sambanda í ryki lofthjúpsins
- en þær geta skýrt þróun
hjúpsins.
(Úr grein í Morgunblaðinu
7. ágúst 1994: Hulunni svipt
af yfirborði Mars - eftir Har-
ald P. Gunnlaugsson. Mikið
stytt. Höfundur leggur stund
á doktorsnám í eðlisfræði við
Kaupmannahafnarháskóla -
og tekur virkan þátt í að
hanna tækið „Magnet Array“
sem nefnt er í greininni)
„VÍTIN ERU
TILAÐ
VERJA ÞAU!“
- segir Haukur Braga-
son markvörður knatt-
spyrnuliðs Grindavíkur.
Haukur varði þrjár víta-
spyrnur í leik við Stjörnuna
( undanúrslitum bikar-
keppni KSÍ - eina í fram-
lengingu og tvær í víta-
keppni. Hann átti öðrum
fremur heiðurinn af því að
Grindavík sigraði í leiknum.
Hann tryggði liði sínu líka
sigur gegn FH og ÍBV í
sömu keppni, varði tvær
spyrnur í vítakeppni gegn
Hafnfirðingum og eina
gegn Eyjamönnum.
Grindavík er í annarri
deild. 22 ár eru síðan lið úr
deildinni lék til úrslita um
bikarinn. Mótherjar þeirra
verða KR-ingar.
HEIMSMEISTARI í
ÞREMUR GREINUM!
Geir Sverrisson vann það
afrek að sigra í þremur grein-
um á heimsmeistaramóti
fatlaðra sem haldið var í
Berlín í sumar: 100, 200 og
400 m hlaupi. Hann keppti
áður í sundi og vann glæsta
sigra í því en sneri sér síðan
að hlaupagreinum. Á Ólymp-
íuleikum fatlaðra í Barselónu
1992 hlaut hann gullverðlaun
í 100 m bringusundi og setti
Ólympíumet, 1.19.48 mín. Þá
varð hann þriðji í 100 metra
hlaupi. Fyrr um sumarið
hafði hann sett heimsmet í
sömu sundgrein, 1.19.20
mín.
Hann hefur verið valinn í
landslið íslendinga í boð-
hlaupum og keppt þá með
ófötluðum.
Geir svaraði aðdáendum
sínum í 8. tbl. 1992.
Geir Sverrisson varð heims-
meistari í þremur hlaupagreinum í
sumar. 1992 setti hann heimsmet í
100 m bringusundi!
S 2 Æ S K A N