Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1994, Qupperneq 53

Æskan - 01.06.1994, Qupperneq 53
ÚTILÍFSNÁMSKEIÐ Mörg undanfarin ár hafa skátafé- lög í Reykjavík og nágrannabyggðum haldið útilífsnámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-15 ára. Hér á eftir fer frásögn ungs drengs sem tók þátt í námskeiði hjá Útilífsskóla skáta sem rekinn er af skátafélaginu Skjöldungum. Útilífsskólinn er einn sá elsti á þessu sviði og hefur verið frumkvöð- ull með ýmsa hluti. Má þar helst nefna að fötluðum er gefinn kostur á að taka fullan þátt í námskeiðunum við hlið ófatlaðra. En lítum nánar á frásögn drengs- ins Simma: „Mamma skráði mig á námskeið hjá skátunum af því að afi hefur alitaf verið starfandi skáti. Hann þekkir Útilífsskólann og vildi að ég færi þangað. Á fyrsta degi var okkur skipt í flokka. Þá fundum við nafn á flokk- inn og útbjuggum fána, merki og fleira. Við fengum líka útilífsskátaklút sem við máttum eiga. Við fórum í ýmsa skemmtilega skátaleiki og kynntumst þannig. Það var mjög gaman að kynnast öllum krökkunum þó að sumir væru ekki eins leiknir og aðrir. Námskeiðið var í tíu daga. Sex skátaforingjar voru með okkur allan tímann auk þeirra sem bættust í hópinn þegar farið var í útilegu í lok- in. Maður lærði margt þarna. Við gerðum hnútatöflu, byggðum þrautabraut eins og er á skátamót- um og lékum okkur í henni. Við fór- um í gönguferð og borðuðum nestið okkar uppi í Öskjuhlíð, fórum í heim- sókn til Slysavarnafélags íslands og á fleiri skemmtilega staði. Það var farið í ratleiki og keppni milli flokka. Allir fengu einhverja við- urkenningu, ekki bara þeir sem unnu. „Þannig er það í skátunum," sögðu foringjarnir. Svo var kennd skyndihjálp og haldin alvöru skyndihjálparæfing með sjúklingum sem gervisár voru búin til á. Það þótti mér ofsalega gaman enda ætla ég í hjálparsveit eins og pabbi þegar ég verð stór. í útilegunni fórum við í skátaskál- ann, grilluðum og bökuðum „hæk“brauð (ferðabrauð). Við héld- um kvöldvöku og fengum skáta í heimsókn. Það var rosalega gaman. Við kunnum alla söngvana enda var alltaf verið að kenna okkur nýja skátasöngva. Það var svo margt sem við gerð- um í útilegunni og á námskeiðinu að ég ætla einhvern tíma að skrifa bók um allt saman. Mamma er búin að segja að ég megi fara aftur næsta sumar. Þá ætla ég að taka Jóa vin minn með mér. Pabbi hans er jeppa- maður en kann ekki pelastikk - en það kann ég! Kannski hann ætti líka að fara á námskeið svo að hann gæti bjargað sér þegar hann festist í snjó. Ég ætla ekki að segja meira frá núna nema hvað það var afskaplega skemmtilegt því að maður var alltaf að læra eitthvað nýtt. Bless, Simmi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.