Skírnir - 01.08.1918, Qupperneq 14
204 Siðbót Lóthora [Skírnir'
verskan kardínála. Samræða þeirra endaði með því, að>’
kardinálinn skipaði Lútker að afturkalla orð sín. En
Lúther sat við sinn keip. Kardínálinn skrifaði þá Frið-
riki kjörfursta og skoraði á hann, annaðtveggja að senda
Lúther til Rómaborgar eða gera hann landrækan. Kjör-
furstinn gerði hvorugt. Hann ritaði kardínálanum og
vitnaði til þess, að Lúther tjáði sig stöðugt fúsan til að
láta sannfærast, ef einhver gæti það. — Stríðið miili Lút-
hers og páfavaldsins var þannig byrjað, og líkur voru
litlar til, að þvi lyki i bráð. Ástæður leyfa ekki, að skýrt
sé frá öllum einstökum atriðum þess. Verður því að
nægja að minnast að eins fárra.
Næstu missirin átti Lúther í skörpum kappræðum og
ritdeilum við talsmenn kirkjunnar. Heimtuðu þeir, að
hann beygði sig fyrir valdi hennar og páfans. En í þess-
um deilum fjarlægðist Lúther kirkjuna og viðurkenninga
páfavaldsins meir og rneir. ílann vildi lengi vel, að inál-
ið væri dæmt af almennu kirkjuþingi. En þegar einn
mótstöðumaður hans benti honum á, að kenningar hans
væru þær sömu sem kirkjuþingið í Konstanz hefði dæmt
villutrú, þá komst hann í vanda. Varð hann að játa, að
kirkjuþingunum gæti skjátlast. Kvað liann þá skýrt upp
úr með það, að sumar kenningar Húss, sem dæmdar hefðu
verið villutrú, væru í raun og veru sannkristilegar.
Hreyfing sú, sem Lúther vakti gegn vanbrúkun afláts-
sölunnar, var nú orðin að opinberri baráttu við rómverska
kirkjuvaldið. Það lilaut því að draga til stórtíðinda, ef
Lúther gugnaði ekki.
Sagt er, að Lúther hafi verið á ferð ásamt einum af
vinum sínum sumarið 1520. Á leiðinni lá liann eitt sinn
lengi á bæn. Og þegar hann reis upp, mælti hann alvar-
legur: »Nú er eg búinn að lilaða byssuna mina; nú er
ura að gera, að skotið gangi vel úr henni«. — Stuttu síð-
ar kom út rit hans til þýzku þjóðarinnar um endurbót
kristninnar. — I því riti mótmælir hann valdi páfans og
mörgu öðru, sem kaþólska kirkjan keudi. Heldur hann
því fram, að allir kristnir menn eigi að »teljast til Jesú
prestlega konungdæmis*. Ritningin á að verða almenn-