Skírnir - 01.08.1918, Side 26
216 Siöbót Lúthers [Skirnir
fengu trúfreM — þó takmarkað væri — nokkrum árum
eftir dauða Lúthers. Lengra get eg eigi farið. Eg segi
hér ekki frá deilum þeim og styrjöldum, sem síðar urðu
milli kaþólskra og Lútherstrúarmanna. Eg verð einnig að
sleppa skýringum á þvi, hvernig Lútherstrú breiddist út
og hver áhrif það hafði, að kirkjuvaldið lenti í höndum
þjóðhöfðingjanna í lútherskum löndum. Er það efni þó
athugunarvert.
En áður en eg lýk máli mínu, vil eg fara nokkrum
orðum um siðbótarhöfundinn Lúther og starf hans, án
þess þó að segja söguna upp aftur. Hún er orðin nógu löng.
Eg gat þess áður, að Lúther hefði verið látinn heita
eftir Marteini biskupi frá Tours. Biskup þessi dó árið
400 og var grafinn 11. nóv. Sagt er, að 2000 munkar
hafi fylgt honum til grafar. Marteinn biskup var nafn-
kendur fyrir siðavant líferni, ákafa í að verja hreina trú
og örlæti við fátæka. — Er það einkennilegt, að dreng-
urinn, sem hlaut nafn hans nær 11 öldum síðar, sýndi
sömu eiginleikana í lífi sínu.
Lúther ólst upp við strangan aga í heimahúsum og íi
skólanum. Að því búnu tók við strangur klausturagi..
Lagði Lúther kapp á að fylgja siðareglum klaustursins.
Því gat hann sagt, að liann liefði óefað verðskuldað-
himnaríki fyrir klaustúrlifnað sinn, ef nokkur munkur
hefði getað það. En verkhelgin fullnægði ekki trúarþörf
hans. Sál lians fann að lokum frið í trúnni á miskunn
guðs. Hann sá, að kirkjan lagði mesta áherzluna á verk-
helgina og ytri siðina. Fylgdi því syndsamlegt líferni &■
ýmsa vegu. Gegn þessu reis hann. Hann boðaði trú::
traust á guði og liinu góða í lífinu. Hann boðaði frelsi:
frelsi frá valdi syndarinnar, lögmálsins og kirkjunnar..
Og hann boðaði k æ r 1 e i k a: kærleika til guðs og manna..
I trúnni nálgast maðurinn guð og breytir samkvæmt hans.
vilja — verður góður maður og andlega frjáls — og at
kærleikanum til guðs kemur að sjálfsögðu elskan til með-
bræðranna.