Skírnir - 01.08.1918, Blaðsíða 52
242
Gunnar á Hlíðarenda
[Skirnir
ekki sízt er þeir, eða sá þeirra, sem er hér heimildar-
maður Hauksbókar, vita nöfn tveggja bræðra hans, Helga
og Hafurs, er við engin tíðindi er dreift, en Kolskeggur
hins vegar þeirra bræðra sagnkunnastur, að þvi er ætla
má af Njálu. Annaðhvort hefir höf. Njálu þvi skapað
Kolskegg af mætti anda síns, eða gert úr honum miklu
meiri garp en hann var. Mér hugsast ekki önnur skýr-
ing á þögn Landnámu um hann. Gunnar á að liafa
trúað Kolskeggi — sem alt er vafasamt um — fyrir því,
er þeir vóru einir á heimleið eftir víg Otkels, að hann
vægi nauðugur. Styrkir samanburður við Landnámu þá
ætlun, að þessi orð hans séu skáldskapur, siðfágun sög-
unnar á kappa hennar og ljúfiing, er afla eigi honum
vegs og vinsældar.
Ekki ber Landnámu og Njálu saman um sonu Gunn-
ars. Hauksbók getur þeirra, telur þá tvo eins og Njála,.
en kallar þá Grana og Hámund. Allar sagnir JSTjálu af
Högna eru því efa orpnar af sömu greinum og það, er
hún segir frá Kolskeggi, en stórmiklu munar, hve minna
kveður að Högna en Kolskeggi. Hann gat því fremur
leynst fyrir Styrmi fróða en föðurbróðir hans.
Landnáma minnist á þrjú atriði úr sögu Gunnars:
vig Otkels, oruBtuna við Knafahóla og fall hans. Iíún
styrkir sögu Njálu frá vígi Otkels, það sem hún nær.
Segir að eins, að Gunnar hafi barist við liann »við garð
at Hofi«, og að Otkell og Skammkell hafi fallið þar
(Ldn. bls. 110). Fleiri gátu liafa fallið, en höfundur þessa
kafla Landnámu ekki hirt að nefna aðra en tvo hina
merkustu. Aftur greinir Landnámu og Njálu allmjög á
um bardagann hjá Knafahólum. Landnáma segir, að
Egill úr Sandgili hafi setið þar fyrir Gunnari, fallið og
með honum tveir Austmenn og Ari húskarl hans, en Hjörtur,
bróðir Gunnars, »úr lians liöi« (Ldn. bls. 109—110, 220).
En próf. B. M. Olsen liyggur, aö Melabók sýni oss eldri gerð Landnámu
en önnnr liandrit liennar. Ef skoðun próf. Ólsens er rétt, styrkir það
skoðun mina um Eolskegg. Þá verður einum fræöimanni fleira, er hefir
ekki heyrt haus getið.