Skírnir - 01.08.1918, Qupperneq 69
Skimir] Um Hfseigju dýra og manna 259
uðið niður. Bolurinn getur ekki hugsað eftir að höfuðið
er farið. Það var fyrirgefanlegt, þó Jómsvíkingar1) ímynd-
uðu sér að svo kynni að vera, því hugrnyndin um bústað
sálarinnar var þá á reiki. En alt fram á 19. öld hefir
sú trú haldist, að meðvitund gæti haldist með höfðinu
nokkra stund eftir afhöfðun.2) Aristóteles segir frá presti,
sem hafði verið myrtur, að höfuð hans hafi sagt: »Carci-
das hefir drepið mig«. Maður með því nafni var fund-
inn, og sannaðist að hann væri morðinginn. Aristóteles
trúir þó þessu ekki fremur en frásögu Hómers um höfuð3)
Dólons, sem á að hafa haldið áfram að mæla um leið og
það fauk af bolnum. Sams konar sögur má finna bæði í
Njálu og Laxdælu af Þorkeli Höllusyni og Auðgísl, sem
töldu silfrið, »ok nefndi ellifu höfuðit, er af fauk boln-
um«. Þetta eru alt tilhæfulitlar þjóðsögur, tilhæfan að-
eins sú, að ef til vill hefir lieyrst ymja í búknum út um
barkann, líkt og kemur fyrir að hæns halda áfram garg-
inu, eftir að höfuðið er höggvið, en hjá þeim verður það
greinilegra, af því að raddfæri fuglanna liggja neðarlega
í barkanum.
Um Maríu Stuart var sagt, að hún hefði hreyft var-
irnar eftir aftökuna, eins og til að halda áfram bæninni,
sem hún var að biðja á undan. Og Charlotte Corday átti
að hafa roðnað fyrir það, að böðullinn sýndi henni þá
óvirðingu að slá á kinn hennar, eftir að höfuðið var
höggvið af. Út af slíkum sögum og út af því að böðull-
*) Sjá, í’ommannasögur 11. bindi, Khöfn 1828, bls. 149—150, þar
8em sagt er frá þvi, þegar Þórkell leira er að höggva Jómsvíkinga :
Þá er þangat leiddr enn 7di ok spyrr Þorlcell eftir vanda: „Hvern
veg er þér utn at deyja“ ? — „Ek hygg allgott til at deyja. en þú högg
mik skjótt; ek held á týgilknifi, því at vér höfum átt oft um at ræða
Jómsvikingar, hvárt maðr vissi nokkvat ef hann væri allskjótt höggvinn
þá er höfuðit væri af; en þat mun til merkis, at ek mun visa fram
knifinum, ef ek veit nokkut, elia mun liann niður falla“. Þorkell höggr
þann, ok fauk af höfuðit, en knífrinn féll niðr.
a) 0. Bloch, Om Döden, Khöfn 1903, bls. 400—413.
8) Uionskviða X. 457 v.
17*