Skírnir - 01.08.1918, Side 79
'Skirnir]
Erasmus frá Rotterdam
269
Hann hefir verið sakaður um tvíveðrungshátt og fals. Satt
•«r það, að hann var lengi á báðum áttum. En hver get-
nr á svipstundu áttað sig á slíkum stórbyltingum ? Og
liann fór ávalt eftir beztu sannfæringu, en var ófús að
taka stökk út í myrkrið. Skifti þeirra Lúthers og Eras-
musar hlutu að fara eins og raun varð á, eftir öllu eðli
beggja. Erasmus vildi umbætur á kirkjunni, en enga
upprei8n. Hann lýsti sjálfur muninum meistaralega, þeg-
.ar menn báru honum á brýn, að hann hefði orpið því
eggi, sem Lúther ungaði út. »Hei«, sagði hann, »í mínu
•eggi var hæna, en Lúther ungaði út bardaga-hana«. Og
i einu af bréfum sínum segir hann: »Hvenær sem eg fæ
að sjá Lúther aftur standa á kletti (kaþólsku) kirkjunnar, þá
■8kal eg berjast við hans hlið«. Á því valt.
Eftir tveggja ára þauf hopaði Erasmus loks stig af
stigi inn í klaustrið. Þyngslin voru of mikil fyrir barns-
herðarnar. Hann var í klaustrinu í 6 ár. Alt brást hon-
um. Hann fekk engar bækur. Hann þoldi ekki fösturnar.
Hann kvaldist af því að horfa á ruddaskap og ólifijað
munkanna.
Hjálpin kom frá biskupinum í Cambray. Hann fekk
páfaleyfi til þess að taka Erasmus til sín fyrir ritara. Þó
var hann munkur eftir sem áður. Og lausn'in úr klaustr-
inu átti að vera um stundarsakir að eins. En hún varð
þó æfilöng.
II.
En nú verðum vér að láta niður falla þráðinn í sögu
Erasmusar. Annars yrði þetta heil . bók, en ekki stutt
grein og sýnishorn. Saga hans er full af umskiftum.
Hann var næstum því á sífeldu flakki, bæ úr bæ og land
úr landi. ÍTæstum eini leiðarsteinninn eru bréf hans. En
framan af æfi hans eru þau ódagsett og flest einnig
óárfærð.
Hann komst að mentabrunninum mikla, Parísar-há-
skóla, og bæði lærði og kendi. Meðal lærisveina hans
var Mountjoy lávarður, enskur, sem varð ein mesta hjálpar-