Skírnir - 01.08.1918, Síða 81
Skirnir]
Erasmus frá Rotterdam
27ÍI
Nei. Um ósannsögli? Nei, og aftur nei. Hún er um það, að
munkar megi ekki læra grfsku. Þeim er stranglega bannað að
auðga anda sinn. Þeir mega drekka. Þeir mega elta skækjur.
Þeir mega ljúga og bölva eins og hjarta þeirra girnist. Þeir þurfa
aldrei að líta í heilaga ritningu. Það gerir ekkert til. Ekkert af þessu
kemur í bága við munkaheitið. En ef þeir óhlýðnast boði asnans,
sem yfir þá er settur, þá skal gengið næst lífi þeirra«.
í bréfi til eins af lærisveinum sínum, er Grey hét,
ræðst hann á háspekingana (scótistana)1) með sárbeittu
háði:
»Svo djúpt er eg sokkinn niður í að lesa Scótus, að sjálfur
Stentór gæti ekki vakið mig. »Vakið þig!« segir þú, »fyrst þu
ert að skrifa, hlýtur þú að vera vakandk. Góði vinur! Þá þekkir
þú ekki guðfræðis-svefninn. Þú getur skrifa? bréf upp úr þeim
svefni. Þú getur heimsótt skækjur og drukkið þig fullan upp úr
honum. Lengi vei hélt eg, að sagan um Epimenides væri lygasaga.
Nú veit eg betur. Epimenides varð hundgamall. Og þegar hann
loksins dó, var húðin á honum alþakin leyndavdómsfnllum rúnum.
Sagt er, að hún sé geymd í Parísarborg, í háskólanum, þessari fé-
hirzlu scótista guðfræðinnar, og þar er hún í engu minni hávegum
höfð en sibyllubækurnar voru í Rómaborg. Epimenides var scótisti,
eða máske var hann Scótus sjálfur. Hann ruddi úr sór svo mik-
illi dulspeki, að af því að hann var ekki spámaður, þá skildi hann
sjálfur ekkert orð í heuni. En þegar prófessorarnir stranda í rök-
leiðslum sínum, þá sækja þeir allan vísdóm til húðarinnar. En
enginn má Ifta á húðina fyrri en hann hefir í 15 ár grafist uiður
í guðfræðina. Ef yngri meun dirfast að gera það, verða þeir slegnir
steinblindu.
Einu siani fór Epimenides út að ganga. Því að jafnvel scót-
istar ganga einstakasinnum úti. Hann viltÍBt og lenti í helli ein-
um. Þar virtist honum gott næði til heilabrota. Hann settist
niður, nagaðl á sór neglurnar og velti í huga sér hvílíkleikum,
hvaðlegleikum og hringsönnunum. Loks fór hann að dotta, og á
þvf gekk í 47 ár. En hepnismaður var Epimenides, að haun skyldi
þó vakna á endanum. Flestir guðfræðiugar vakna aldrei. En nú
var heimurinn orðinn annar, þegar hann vaknaði. Hellismunuinn
*) Svo nefndust þeir háspekingar, er fylgdu kenningum Dúns Scót-
nsar, en hann var einn af nafntoguðustu lærifeðrum háspekinnar (d. 1304).