Skírnir - 01.08.1918, Blaðsíða 95
Skírnir]
Bitfregnir.
285
lega kæmi þetta að betri notum ef lækning væri ókeypis eins og
tíSkast erlendis. Eigi að síður sýnir reynslan, að sl/kar ráðstafanir
«eru fjarri því að vera einhlítar, þó þær sóu annars góðra gjalda
verðar.
Onnur leið er til, og sennilega engu áhrifaminni, — sú, sem
Stgr. Matthfasson fer. Hún er sú, að fræða alla alþýðu svo vel
sem auðið er, um alt eðli og háttalag þessara kvilla. Sannleikurinn
ersá,að auðvelt er að varast þá, hvort heldur sem er
með algerðu skírlífi eða — skynsamlegrl varúð. Að miklu leyti
stafa þeir af f á f r æ S i. Rit þetta fræðir um helztu einkenni og
annað háttalag þeirra, gefur líka nokkrar bendingar um hversu
megi varast þá og fá við þeim gert. Þeim sem kunna að þykja
varúöarreglur Steiugríms læknis ófullkomnar (og það eru þær að
vísu) verður ekki gefið betra ráð en það, sem hann bendir á Bjálfur
að spyrja lækni sinn. Það þarf enginn að skammast sín
fyrir það og flestir læknar munu fúslega fræða menn um alt er að
þessu lýtur. Tekur þetta ekki sízt til sjómanna vorra, sem fara
milli landa, því það eru þeir, sem oftast hafa flutt kvilla þessa
hingað. Þegar Stgr. gefur út nrestu útgáfu af riti þessu, sem vænt-
anlega verður bráðlega, þá gæti komiö til tals, breði að auka það
að mun og breyta fyrirlestrarsniði því sem á því er, er það
yrðl stærri bók. G. H.
Aðrar sendar bæknr, er snmra verður getið síðar:
Árferði á íslandi í þúsund ár. Eftir Þorv. Thoroddseu. I—II.
Gefið út af Hinu ísl. Fræðafélagi. Khöfn 1916—’17.
Ljóð eftir Sohiller. Alex. Jóhannessou sá um útgáfuna. Bókav.
Guðm. Gamalíelssonar. Rvík. 1917.
Sjöfn. Þýðingar úr erlendum málum. Eftir A. H. B. Rv. 1917.
Minningarrit um síra Jón Bjarnason, dr. theol. 1845—1914.
Gefið út af hinu evangeliska lútherska kirkjufél. í Vesturh., 1917.
Axel Thorsteinsson: Börn dalanna. I—II. Rvík. Bókaverzlun
•Á.rsæls Árnasonar 1918.
Gunnar Gunnarsson : Smaa Historier. ífy Samling. Kbh. 1918.
Frederick W. H. Myers: Páli postuli. Kvæði. Jakob Jóh. Smári
flneri á íslenzku. Rvík. Bókav. Ársæls Árnasonar 1918.
Mjólkurfræði. Eftir Gísla Guðmundsson. 1. hefti. Rv. 1918.
Heragabálkur skáta. Eftir A. V. Tulinius. Rv. 1918.