Skírnir - 01.08.1918, Page 96
Bréf frá Bjarna amtm. Thorarensen
til
Gríms canö. philos. Thomsen.
Friöriksgáfu þann 15da Febr. 1841.
Elskulegi hr. Thomsen.
Eg varö feiginn brófi yðar til mín frá 29, Septbr. næstl. af
því mér bæði finnst það lysa ástarverðasta hugarfari og líka góð-
vilja til mín, en af því eg hefi aldrei — í tiltölu til krapta minna
sem eru teknir að róna — verið eins önnum kafinn eins og síðan
12ta Dec. að póstur kom og eg fékk bréf yðar þangað til núna að póst-
ur á frá mór að fara, fæ eg ekki svarað því í þetta sinn sem eg
vildi og skyldi, en brúka strax kunningjaróttinn við föður yðar og
móðurbróður — til að segja yður um skáldskapinn hið fornkveðna:
.... studium quid inutile tenter *)
Nullas Mæonides ipse reliquit opes!
og mór þykir einmitt v e r s t, að eg get ekki hrætt yður frá hon-
um með því að segja ~yður að þér yrkið illa, því það get eg ekkl
sagt með sanni, heldur má eg til að hrósa yður fyrir kveðskapinn
á því, sem eg liefi eptir yður sóð, — þar á ofan ætti eg að tala
um slíkt einmitt í ljóðum, sem eg ekki hefi tíma til — samt vil
eg segja yður í prósa sögu af sjálfum mór, hún er ekki laung, því
hún heitir svo: »eg fór ekki að yrkja fyrri en eg var búinn að
taka Attestats, og annað: það hittist svo á: eg þekkti valla mót-
læti á mínum prosaisku árum — þetta seinna er samt ekki að
marka, því mörg skáld hafa verið hamingjumenn. — Hitt er víst,
að það er aldrei affaragott að blómstrið komi áður en staungullinn
er fullvaxinn, og því ætti maður að bera sig að ná fyrst embættis-
prófi f, einhverju og bvo láta eptir lyst sinni — ekki tala [eg um
það, þó maður] í hjáverkum skémti sór við musae, en þær eru
*) mun vera ritvilla hjá höf. fyrir tentas sbr. Ovidii Trist. IV
10, 21. u: Saepe pater dixit, „stndium quid inutile tentas? Maeonides
nullas ipse reliquit opes“.