Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1919, Síða 4

Skírnir - 01.12.1919, Síða 4
210 Jón Thoroddsen. [Skírnir Thoroddsen brýtur hér á landi ísinn fyrir íþrótt sína. Af- stöðu Jónasar í bókmentasögu vorri svipar til iðnrekanda, er endurskapar iðngrein sína svo, að afrek það markar tímamót i iðnaðarsögu þjóðar haus. Jón Thoroddsen byrj- ar iðnað, er áður var varla stundaður á fósturjörð hans, og hepnast þannig, að vara hans þykir hvarvetna góð í sinni röð. Og engum þeirra, er leikið hafa síðan sömu list hér á landi, hefir — að sumu leyti — betur tekist. JónThoroddsen er því sá merkismaður, að aldarafmælis hans hefði átt að minuast með nokkurri viðhöfn, semja rækilega ritgerð um æfi hans og skáldskap, rekja þar sundur böndin milli lífsreynslu hans og sagna, lestr- ar og listar, marka á minnisskjöld auðkenni hans, meta gildi rita hans og ljóða. En því miður heflr enginn kenni- feðra vorra orðið til þess að sýna skáldinu þá sæmd, er maklegt var. Eftirfarandi athugasemdir eru eingöngu látnar fjúka af því, að viðfeldnara þykir, að slíks merkis- manns sé að nokkru getið á fyrsta aldarafmæli hans. I. Fágæt fyrirbrigði espa í oss forvitnina. Ekkert á jörðu er girnilegra til fróðleiks en andlegir landnámsmenn. Oss leikur hugur á að vita um svo skemtilegan íþróttamann sem Jón Thoroddsen, hvaðan honum kom sú tign og virðiug. En vit vort hrekkur því miður ekki til, er ráða á slíkar rúnir. Vér getum, er bezt lætur, rakið ætt snillinga eða andlegra heljarmenna til atgervismanna, eða sýnt, að af- burða-hæfíleikar hafi sprottið hingað og þangað í ætt- um þeirra. Slíkur fróðleikur er samt ekki einkis virði, styrkir trúna fornu, að »sjaldan komi dúfa úr hrafnsegg- inu«, getur orðið örlítið tillag til skilnings á þeim jarðvegi, er hinn furðulegasti mannblómi og manndómur vex i, þótt skáldsögu eu „Grasaferðina11 kafa birzt á prenti á undan „Pilti og stúlku“. Yafalaust kefir þú slikur maður sem Jón Sigurðsson haft eitthvað fyrir sér í þessu efni. En tilraunir þær, er hann getur, hafa ekki komist lengra en á skrifpappir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.